Hinn 25 ára gamli Nkunku hefur verið frábær í liði RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni undanfarin misseri. Hann gekk til liðs við félagið árið 2019 en hann spilaði þar áður með uppeldisfélagi sínu París Saint-Germain í heimalandinu.
Nkunku er fjölhæfur framherji og getur spilað sem fremsti maður eða í „holunni“ á bakvið framherjann. Einnig getur hann leikið á vængjunum ef þess þarf. Talið er að Chelsea muni borga 60 milljónir evra til að fá hann í sínar raðir.
Chelsea are closing in on Christopher Nkunku deal. Medical already done as reported in September, agreement in place with Leipzig for more than 60m clause/easier payment terms. #CFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 28, 2022
Long term deal agreed starting from June 2023.
Time to sign contracts then here we go. pic.twitter.com/ByZKO5vlb9
Nkunku hefur skorað 12 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 15 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni. Þá hefur hann skorað 3 mörk og gefið eina stoðsendingu í 6 leikjum í Meistaradeild Evrópu.
Honum er ætlað að fríska upp á sóknarleik Chelsea en liðið hefur aðeins skorað 17 mörk í 14 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Þá virðist Graham Potter ekki hafa mikla trú á Pierre Emerick-Aubameyang né Christian Pulisic.