Mótmælin í Kína kæfð í fæðingu Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2022 08:31 Gremja vegna strangra sóttvarnaaðgerða kínverskra stjórnvalda braust út í mótmælum í Beijing og fleiri borgum um helgina. Vísir/EPA Mikill viðbúnaður lögreglu var í nokkrum stórum borgum Kína og svo virðist sem að mótmæli sem brutust út víða um helgina hafi nú fjarað út. Stjórnvöld eru sögð byrjuð að leita uppi fólk sem tók þátt í þeim. Þúsundir mótmæltu ströngum sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins á götum borga eins og Beijing og Sjanghæ um helgina. Sumir mótmælenda kölluðu jafnvel eftir afsögn Xi Jinpings forseta. Mótmælunum hefur verið lýst sem þeim útbreiddustu í Kína frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður árið 1989. Frekari aðgerðir voru boðaðar í Beijing í gær en þær runnu út í sandinn þegar fjölmennt lögreglulið kom sér fyrir á fundarstaðnum. Í Sjanghæ kom lögregla fyrir varnargirðingum og fjöldi fólks var handtekinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minniháttar mótmæli í borginni Hangzhou í suðurhluta landsins voru kveðin niður fljótt og þátttakendur handteknir í gærkvöldi. Reuters-fréttastofan hefur eftir mótmælendum að kínversk stjórnvöld séu byrjuðu að grennsast fyrir um þá sem tóku þátt í mótmælum um helgina. Einhverjr hafi verið beðnir um að mæta á lögreglustöð og gefa skýrslu um hvað þeir gerðu á sunnudagskvöld. „Við erum öll að eyða skilaboðasögu okkar í örvæntingu,“ hefur Reuters eftir einum mótmælanda í Beijing. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira
Þúsundir mótmæltu ströngum sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins á götum borga eins og Beijing og Sjanghæ um helgina. Sumir mótmælenda kölluðu jafnvel eftir afsögn Xi Jinpings forseta. Mótmælunum hefur verið lýst sem þeim útbreiddustu í Kína frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður árið 1989. Frekari aðgerðir voru boðaðar í Beijing í gær en þær runnu út í sandinn þegar fjölmennt lögreglulið kom sér fyrir á fundarstaðnum. Í Sjanghæ kom lögregla fyrir varnargirðingum og fjöldi fólks var handtekinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minniháttar mótmæli í borginni Hangzhou í suðurhluta landsins voru kveðin niður fljótt og þátttakendur handteknir í gærkvöldi. Reuters-fréttastofan hefur eftir mótmælendum að kínversk stjórnvöld séu byrjuðu að grennsast fyrir um þá sem tóku þátt í mótmælum um helgina. Einhverjr hafi verið beðnir um að mæta á lögreglustöð og gefa skýrslu um hvað þeir gerðu á sunnudagskvöld. „Við erum öll að eyða skilaboðasögu okkar í örvæntingu,“ hefur Reuters eftir einum mótmælanda í Beijing.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira
Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40