Fylgdust með risasvartholi gleypa stjörnu á nýjan hátt Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2022 16:00 Teikning listamanns af svartholi í miðjum klíðum að gleypa stjörnu. Hún rifnar í sundur og myndar glóandi efnisskífu utan um svartholið í miðjunni. Strókar efnis og geislunar standa út frá pólum svartholsins. Í tilfelli AT2022cmc beindist strókurinn nánast beint að jörðinni. ESO/M.Kornmesser Stjörnufræðingar náðu að fylgjast með því þegar risasvarthol í fjarlægri vetrarbraut gleypti stjörnu sem hætti sér of nærri fyrr á þessu ári. Rannsóknirnar mörkuðu tímamót því aldrei áður hefur slíkur atburður sést eins langt í burtu og aldrei í sýnilegu ljósi. Sjónaukar á jörðu niðri námu óvenjulegan ljósblossa á sýnilega sviðinu í febrúar. Hann þótti helst líkjast svonefndum gammablossum, öflugustu sprengingunum í alheiminum. Öflugri sjónaukum var strax beint að uppsprettunni. Í ljós kom að uppruni ljóssins var risasvarthol í hjarta gríðarlega fjarlægrar vetrarbrautar sem var að hesthúsa stjörnu og spýja út úr sér strókum með leifum hennar. VLT-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) staðfesti að fyrirbærið væri svo fjarlægt að þegar ljósið hóf ferðalag sitt var aldur alheimsins aðeins um þriðjungur þess sem hann er núna. Þegar stjörnur fara of nærri svartholum rifna þær í sundur af völdum ógnarsterkra flóðkrafta þessara ofurþéttu fyrirbæra. Aðeins um eitt prósent slíkra atburða er talið valda strókum rafgass og geislunar út frá pólum svartholsins líkt og í þeim sem menn fylgdust með síðasta vetur. Ferlinu hefur verið líkt við að kreista tannkremstúbu í miðjunni þannig að kremist spýtist út um báða enda hennar. Strókurinn beindist nánast beint að jörðu Fátítt er að vísindamenn nái að fylgjast með atburðum sem þessum sem eru nefndir flóðsundrunarviðburðir (TDE), að því er segir í tilkynningu frá ESO. Enn skortir mikið upp á að þeir skilji hvernig strókarnir myndast og hvers vegna það gerist aðeins í örfáum tilfellum þegar svarthol gleypa stjörnur. Svo heppilega vildi til að strókurinn frá svartholinu beindist nánast beint að jörðinni. Fyrirbærið, sem fékk heitið AT2022cmc, var því mun bjartara en það hefði annars virst og og sýnilegt á fleiri sviðum rafsegulrófsins, allt frá orkumiklum gammageislum til útvarpsbylgna. Þökk sé stróknum var þetta í fyrsta skipti sem vísindamenn komu auga á slíkt fyrirbæri í sýnilegu ljósi. „Fram að þessu hafa þeir fáu TDE með strókum sem eru þekktir fyrst greinst með gammageisla- og röntgensjónaukum en þetta var í fyrsta skipti sem slík uppgötvun er gerð við skimun eftir sýnilegu ljósi,“ er haft eftir Daniel Perley, stjörnufræðingi við John Moores-háskóla í Liverpool og meðhöfundi greinar um rannsóknina. Stjörnufræðingar hafa því nýja aðferð til þess að koma auga á þetta sjaldgæfa fyrirbæri og rannsaka umhverfi svarthola. Geimurinn Vísindi Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Sjónaukar á jörðu niðri námu óvenjulegan ljósblossa á sýnilega sviðinu í febrúar. Hann þótti helst líkjast svonefndum gammablossum, öflugustu sprengingunum í alheiminum. Öflugri sjónaukum var strax beint að uppsprettunni. Í ljós kom að uppruni ljóssins var risasvarthol í hjarta gríðarlega fjarlægrar vetrarbrautar sem var að hesthúsa stjörnu og spýja út úr sér strókum með leifum hennar. VLT-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) staðfesti að fyrirbærið væri svo fjarlægt að þegar ljósið hóf ferðalag sitt var aldur alheimsins aðeins um þriðjungur þess sem hann er núna. Þegar stjörnur fara of nærri svartholum rifna þær í sundur af völdum ógnarsterkra flóðkrafta þessara ofurþéttu fyrirbæra. Aðeins um eitt prósent slíkra atburða er talið valda strókum rafgass og geislunar út frá pólum svartholsins líkt og í þeim sem menn fylgdust með síðasta vetur. Ferlinu hefur verið líkt við að kreista tannkremstúbu í miðjunni þannig að kremist spýtist út um báða enda hennar. Strókurinn beindist nánast beint að jörðu Fátítt er að vísindamenn nái að fylgjast með atburðum sem þessum sem eru nefndir flóðsundrunarviðburðir (TDE), að því er segir í tilkynningu frá ESO. Enn skortir mikið upp á að þeir skilji hvernig strókarnir myndast og hvers vegna það gerist aðeins í örfáum tilfellum þegar svarthol gleypa stjörnur. Svo heppilega vildi til að strókurinn frá svartholinu beindist nánast beint að jörðinni. Fyrirbærið, sem fékk heitið AT2022cmc, var því mun bjartara en það hefði annars virst og og sýnilegt á fleiri sviðum rafsegulrófsins, allt frá orkumiklum gammageislum til útvarpsbylgna. Þökk sé stróknum var þetta í fyrsta skipti sem vísindamenn komu auga á slíkt fyrirbæri í sýnilegu ljósi. „Fram að þessu hafa þeir fáu TDE með strókum sem eru þekktir fyrst greinst með gammageisla- og röntgensjónaukum en þetta var í fyrsta skipti sem slík uppgötvun er gerð við skimun eftir sýnilegu ljósi,“ er haft eftir Daniel Perley, stjörnufræðingi við John Moores-háskóla í Liverpool og meðhöfundi greinar um rannsóknina. Stjörnufræðingar hafa því nýja aðferð til þess að koma auga á þetta sjaldgæfa fyrirbæri og rannsaka umhverfi svarthola.
Geimurinn Vísindi Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira