Þar má nefna umdeildan formann Eflingar, sem náði endurkjöri strax í byrjun árs, og á hinu pólitíska sviði eru Framsóknarflokkurinn og Bjarni Benediktsson óumdeildir sigurvegarar.
Mennirnir sem felldu vindmyllu í fyrstu tilraun, Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, og hetja á Benzín café við Grensásveg komast einnig á blað. Hér eru merkustu sigrar ársins 2022.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2022 alla virka daga í desember.