Búnar að sýna og sanna það að þetta er ekki karlastarf lengur Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2022 22:30 Sigríður Einarsdóttir lauk í dag 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri hjá Icelandair. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Egill Aðalsteinsson Hún ruddi brautina fyrir íslenskar konur í flugmannastétt sem sú fyrsta sem var ráðin sem atvinnuflugmaður. Í dag var komið að síðustu lendingu Sigríðar Einarsdóttur í flugstjórasætinu hjá Icelandair og hlaut hún heiðursmóttöku á Keflavíkurflugvelli. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar flugvélin Vatnajökull sveif inn til lendingar á fjórða tímanum í dag. Síðasta flugið var frá Kaupmannahöfn, á Boeing 757, uppáhaldsflugvél Sigríðar, og það var með ráðum gert hjá Icelandair að velja þá vél sem máluð er í hátíðarlitum félagsins. Menn höfðu á orði að hún hefði smurt flugvélina í brautina, svo mjúk þótti síðasta lendingin.Egill Aðalsteinsson Farþegar sögðu okkur eftir á að þeir hefðu aldrei upplifað jafn mjúka lendingu og þessa. Það var rétt eins og flugvélin væri smurð ofan í flugbrautina. Framan við flugstöðina myndaði slökkvilið flugvallarins heiðursbunu. Atvinnuflugmannsferill Sigríðar hófst fyrir 38 árum þegar hún var ráðin til Flugleiða sem flugmaður á Fokker Friendship-vélum. Þremur árum síðar var hún komin á þotur og árið 1996 varð hún flugstjóri. Sigríður gengur inn í flugstöðina undir dynjandi lófataki kvenflugmanna, sem stóðu heiðursvörð.KMU Í flugstöðinni stóð hópur kvenflugmanna heiðursvörð þegar Sigríður gekk frá borði og aðstoðaryfirflugstjóri Icelandair, Ásgeir Stefánsson, afhenti henni blómvönd. „Ég held að ég sé ekki búin að átta mig á þessu að þetta hafi verið lokalendingin. Bara svona rétt í lokalendingunni sem ég hafi áttað mig á því að þetta hafi verið síðasta flugið, - á þotum,“ sagði Sigríður, en var þó ekki á því að hún væri endanlega hætt að fljúga. „Ég held að ég geti ekki sleppt því. Það er svo gaman að fljúga. Ég verð bara að fara að endurnýja einkaflugmannsréttindin og flögra á litlum vélum.“ Sigríður, umkringd kvenflugmönnum og áhöfn sinni, sem eingöngu var skipum konum í dag, tekur við blómvendi úr hendi Ásgeirs Stefánssonar, aðstoðaryfirflugstjóra Icelandair.KMU Sem fyrsta konan í stétt íslenskra atvinnuflugmanna árið 1984 verður nafn hennar skráð í flugsögu Íslands. „Ég var ein næstu fimm ár. Eftir tíu ár vorum við þrjár. Eftir tuttugu ár var tíunda konan ráðin, - fyrir átján árum. En núna erum við held ég orðnar 77 talsins.“ Sigríður hóf flugnám árið 1977 og lauk einkaflugmannsprófi árið 1978, tvítug að aldri. Atvinnuflugmannspróf tók hún árið 1981 og var ráðin til Flugleiða, nú Icelandair, árið 1984. Þar vann hún allan sinn flugmannsferil og flaug F-27, F-50, Boeing 727, 757 og 767, auk þess að vera tveggja barna móðir. Hún er einnig með próf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu í verðbréfamiðlun frá Háskólanum í Reykjavík.Egill Aðalsteinsson Konur eru núna þrettán prósent flugmanna Icelandair og verða fjórtán prósent næsta sumar. „En eigum ennþá verk að vinna. Viljum fá hlutfallið hærra. Og ég myndi óska þess að menningin myndi líka breytast hraðar. Hún er alltof karlæg ennþá. En það hjálpar með fleiri kvenflugmönnum. En það líka hjálpar að taka á ýmsum öðrum þáttum. Þetta er ekki karlastarf lengur. Við erum búnar að sýna og sanna það,“ sagði Sigríður Einarsdóttir flugstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Fréttir af flugi Jafnréttismál Keflavíkurflugvöllur Boeing Tímamót Tengdar fréttir Sigríður segir Boeing 757 vera uppáhaldsflugvélina Sigríður Einarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Þegar hún er spurð, að loknum 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri, hver sé uppáhaldsflugvélin er svarið: Boeing 757. 1. desember 2022 14:14 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar flugvélin Vatnajökull sveif inn til lendingar á fjórða tímanum í dag. Síðasta flugið var frá Kaupmannahöfn, á Boeing 757, uppáhaldsflugvél Sigríðar, og það var með ráðum gert hjá Icelandair að velja þá vél sem máluð er í hátíðarlitum félagsins. Menn höfðu á orði að hún hefði smurt flugvélina í brautina, svo mjúk þótti síðasta lendingin.Egill Aðalsteinsson Farþegar sögðu okkur eftir á að þeir hefðu aldrei upplifað jafn mjúka lendingu og þessa. Það var rétt eins og flugvélin væri smurð ofan í flugbrautina. Framan við flugstöðina myndaði slökkvilið flugvallarins heiðursbunu. Atvinnuflugmannsferill Sigríðar hófst fyrir 38 árum þegar hún var ráðin til Flugleiða sem flugmaður á Fokker Friendship-vélum. Þremur árum síðar var hún komin á þotur og árið 1996 varð hún flugstjóri. Sigríður gengur inn í flugstöðina undir dynjandi lófataki kvenflugmanna, sem stóðu heiðursvörð.KMU Í flugstöðinni stóð hópur kvenflugmanna heiðursvörð þegar Sigríður gekk frá borði og aðstoðaryfirflugstjóri Icelandair, Ásgeir Stefánsson, afhenti henni blómvönd. „Ég held að ég sé ekki búin að átta mig á þessu að þetta hafi verið lokalendingin. Bara svona rétt í lokalendingunni sem ég hafi áttað mig á því að þetta hafi verið síðasta flugið, - á þotum,“ sagði Sigríður, en var þó ekki á því að hún væri endanlega hætt að fljúga. „Ég held að ég geti ekki sleppt því. Það er svo gaman að fljúga. Ég verð bara að fara að endurnýja einkaflugmannsréttindin og flögra á litlum vélum.“ Sigríður, umkringd kvenflugmönnum og áhöfn sinni, sem eingöngu var skipum konum í dag, tekur við blómvendi úr hendi Ásgeirs Stefánssonar, aðstoðaryfirflugstjóra Icelandair.KMU Sem fyrsta konan í stétt íslenskra atvinnuflugmanna árið 1984 verður nafn hennar skráð í flugsögu Íslands. „Ég var ein næstu fimm ár. Eftir tíu ár vorum við þrjár. Eftir tuttugu ár var tíunda konan ráðin, - fyrir átján árum. En núna erum við held ég orðnar 77 talsins.“ Sigríður hóf flugnám árið 1977 og lauk einkaflugmannsprófi árið 1978, tvítug að aldri. Atvinnuflugmannspróf tók hún árið 1981 og var ráðin til Flugleiða, nú Icelandair, árið 1984. Þar vann hún allan sinn flugmannsferil og flaug F-27, F-50, Boeing 727, 757 og 767, auk þess að vera tveggja barna móðir. Hún er einnig með próf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu í verðbréfamiðlun frá Háskólanum í Reykjavík.Egill Aðalsteinsson Konur eru núna þrettán prósent flugmanna Icelandair og verða fjórtán prósent næsta sumar. „En eigum ennþá verk að vinna. Viljum fá hlutfallið hærra. Og ég myndi óska þess að menningin myndi líka breytast hraðar. Hún er alltof karlæg ennþá. En það hjálpar með fleiri kvenflugmönnum. En það líka hjálpar að taka á ýmsum öðrum þáttum. Þetta er ekki karlastarf lengur. Við erum búnar að sýna og sanna það,“ sagði Sigríður Einarsdóttir flugstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Fréttir af flugi Jafnréttismál Keflavíkurflugvöllur Boeing Tímamót Tengdar fréttir Sigríður segir Boeing 757 vera uppáhaldsflugvélina Sigríður Einarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Þegar hún er spurð, að loknum 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri, hver sé uppáhaldsflugvélin er svarið: Boeing 757. 1. desember 2022 14:14 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Sigríður segir Boeing 757 vera uppáhaldsflugvélina Sigríður Einarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Þegar hún er spurð, að loknum 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri, hver sé uppáhaldsflugvélin er svarið: Boeing 757. 1. desember 2022 14:14