Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2022 11:53 Lögreglumenn á ferð við sendiráð Úkraínu í Madrid í gær. Einn særðist þegar blossaði ákafleg upp úr bréfi sem barst sendiráðinu og var stílað á sendiherrann. AP/Paul White Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid slasaðist lítillega þegar öflugur blossi gaus upp þegar hann handfjatlaði bréf sem barst því í gær. Sambærileg bréf voru send vopnaverksmiðju í Zaragoza og flugherstöð nærri Madrid. Þá var eitt bréf til viðbótar stílað á Margarítu Robles, varnarmálaráðherra, í morgun. Nú hefur innanríkisráðuneytið upplýst rannsóknardómstól sem rannsakar bréfasendingarnar að sambærilegt bréf hafi verið sent í La Moncloa, forsetahöllina í Madrid, og að það hafi verið stílað á Sánchez, forsætisráðherra, að sögn spænska dagblaðsins El País. Bréfið til Sánchez er sagt hafa verið handskrifað og tölvupóstfang var skráð sem sendandi. Heimildir blaðsins herma að bréfin fimm hafi öll verið eins. Bréfið sem barst Sánchez var stöðvað þegar það fór í gegnum gegnumlýsingartæki á fimmtudag í síðustu viku. Því var eytt en ekki var greint frá atvikinu til þess að spilla ekki fyrir rannsókn á því, að sögn heimildarmanna blaðsins innan stjórnarráðsins. Öryggiseftirlit við opinberar byggingar var aukið eftir að bréfið fannst. Rannsakendur eru sagðir beina sjónum sínum að tengslum bréfanna og hvort að þau hafi eitthvað með innrás Rússa í Úkraínu að gera. Spænska ríkisstjórnin sendi Úkraínumönnum vopn af sömu gerð og eru framleidd í vopnaverkskmiðjunni sem fékk eitt bréfið. Bréfið sem fannst á herflugvellinum í Torrejón de Ardoz nærri Madrid í nótt var stílað á yfirmann gervihnattamiðstöðvar Evrópusambandsins. Í morgun fannst svo enn eitt bréfið í varnarmálaráðuneytinu í Madrid, stílað á Robles ráðherra. Sprengjusérfræðingar sprengdu það bréf skömmu eftir klukkan ellefu að staðartíma í morgun. Spánn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55 Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid slasaðist lítillega þegar öflugur blossi gaus upp þegar hann handfjatlaði bréf sem barst því í gær. Sambærileg bréf voru send vopnaverksmiðju í Zaragoza og flugherstöð nærri Madrid. Þá var eitt bréf til viðbótar stílað á Margarítu Robles, varnarmálaráðherra, í morgun. Nú hefur innanríkisráðuneytið upplýst rannsóknardómstól sem rannsakar bréfasendingarnar að sambærilegt bréf hafi verið sent í La Moncloa, forsetahöllina í Madrid, og að það hafi verið stílað á Sánchez, forsætisráðherra, að sögn spænska dagblaðsins El País. Bréfið til Sánchez er sagt hafa verið handskrifað og tölvupóstfang var skráð sem sendandi. Heimildir blaðsins herma að bréfin fimm hafi öll verið eins. Bréfið sem barst Sánchez var stöðvað þegar það fór í gegnum gegnumlýsingartæki á fimmtudag í síðustu viku. Því var eytt en ekki var greint frá atvikinu til þess að spilla ekki fyrir rannsókn á því, að sögn heimildarmanna blaðsins innan stjórnarráðsins. Öryggiseftirlit við opinberar byggingar var aukið eftir að bréfið fannst. Rannsakendur eru sagðir beina sjónum sínum að tengslum bréfanna og hvort að þau hafi eitthvað með innrás Rússa í Úkraínu að gera. Spænska ríkisstjórnin sendi Úkraínumönnum vopn af sömu gerð og eru framleidd í vopnaverkskmiðjunni sem fékk eitt bréfið. Bréfið sem fannst á herflugvellinum í Torrejón de Ardoz nærri Madrid í nótt var stílað á yfirmann gervihnattamiðstöðvar Evrópusambandsins. Í morgun fannst svo enn eitt bréfið í varnarmálaráðuneytinu í Madrid, stílað á Robles ráðherra. Sprengjusérfræðingar sprengdu það bréf skömmu eftir klukkan ellefu að staðartíma í morgun.
Spánn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55 Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55
Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54