Hafa nú þegar greitt út tugi milljóna í bætur vegna lekans í Hvassaleiti Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2022 21:00 Mikill fjöldi sjöllviliðsmanna var kallaður á vettvang í Hvassaleiti að kvöldi 2. september. Vísir/Vilhelm Tryggingafélagið VÍS hefur nú þegar greitt út alls 45,6 milljónir króna í bætur vegna tjónsins sem varð þegar önnur tveggja stofnlagna vatnsveitu rofnaði í Hvassaleiti í Reykjavík í september síðastliðinn. Ljóst er að enn eigi eftir að gera upp einhver tjón vegna atviksins, en VÍS mun krefja Orkuveitu Reykjavík um allar bótagreiðslurnar sem hafa átt sér stað. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Reykjavíkurborgar sem birtur var í gær. Atvikið átti sér stað við norðurenda fjölbýlishúss í Hvassaleiti 30 þann 2. september síðastliðinn. Snemma var ljóst að mikið tjón yrði vegna þess vatnsflaums sem fór um nærliggjandi svæði. Nokkrar og samverkandi ástæður Fram kemur að ástæður þess að lögnin rofnaði séu að öllum líkindum nokkrar og samverkandi. „Líklegustu orsakir fyrir rofinu eru ófullnægjandi efnisgæði í röri eða að galli hafi komið fram í því. Einnig er mögulegt að breytingar í umhverfi lagnar hafi leitt til þess að hún rofnaði. Þá kunna jarðhræringar sem hafa átt sér stað á Reykjanesi undanfarið að hafa átt þátt í að lögnin fór í sundur. Það liggur hins vegar fyrir að ekki var fyrir að fara neinum mistökum eða vanrækslu af hálfu starfsfólks Veitna þannig að rof lagnarinnar verður ekki rakið til athafna eða athafnaleysis þess. Fljótlega varð ljóst að afleiðingar af þessu atviki yrðu töluverðar enda hafði vatn flætt inn í bílskúra og bílaplön í nærliggjandi fasteignum. Í ljósi þess að atvikið var ekki að rekja til mistaka eða vanrækslu starfsfólks fellur tjón vegna þess ekki undir ábyrgðartryggingu Orkuveitu Reykjavíkur ‐vatns‐ og fráveitu hjá VÍS,“ segir í tilkynningunni. Fjórtán milljónir vegna tjóns á bílum Enn fremur segir að stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur hafi tekið þá ákvörðun að allt tjón sem íbúar yrðu fyrir vegna atviksins yrði bætt, VÍS hafi haft umsjón með tjónatilkynningum og milligöngu um uppgjör tjóna til tjónþola. „VÍS hefur í dag greitt tjónþolum alls 45,6 milljónir króna, þar af eru um 14 milljónir króna vegna bifreiðatjóna. Ekki liggur þó fyrir í dag hver heildarfjárhæð tjónsins verður þar sem enn á eftir að gera upp einhver tjón vegna atviksins. Í samræmi við framangreinda ákvörðun stjórnenda um að taka ábyrgð á öllu því tjóni sem varð mun VÍS krefja Vatns‐ og fráveitu um allar þær bótagreiðslur sem hafa átt sér stað,“ segir í árshlutauppgjöri borgarinnar. Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Reykjavík Orkumál Tengdar fréttir Framkvæmdir í Hvassaleiti gætu tekið allt að eitt ár Verið er að vinna að því að endurnýja lögnina sem rofnaði í Hvassaleiti í byrjun september. Framkvæmdir gætu hafist öðru hvoru megin við áramótin ef einfaldasta leiðin er farin en næsta vor ef ákveðið verður að fara flóknari leiðina. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og lögnin tekin aftur í rekstur fyrir lok næsta árs. 29. september 2022 17:00 Fór í sundur á samskeytum Ljóst er að kaldavatnslögnin sem fór í sundur með látum í Hvassaleitinu á föstudagskvöld sem leið rofnaði á samskeytum. Enn er til skoðunar hvers vegna. Um er að ræða stóra stofnlögn sem flytur kalt vatn úr Heiðmörk og í gegnum höfuðborgina. 6. september 2022 13:16 „Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ljóst er að enn eigi eftir að gera upp einhver tjón vegna atviksins, en VÍS mun krefja Orkuveitu Reykjavík um allar bótagreiðslurnar sem hafa átt sér stað. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Reykjavíkurborgar sem birtur var í gær. Atvikið átti sér stað við norðurenda fjölbýlishúss í Hvassaleiti 30 þann 2. september síðastliðinn. Snemma var ljóst að mikið tjón yrði vegna þess vatnsflaums sem fór um nærliggjandi svæði. Nokkrar og samverkandi ástæður Fram kemur að ástæður þess að lögnin rofnaði séu að öllum líkindum nokkrar og samverkandi. „Líklegustu orsakir fyrir rofinu eru ófullnægjandi efnisgæði í röri eða að galli hafi komið fram í því. Einnig er mögulegt að breytingar í umhverfi lagnar hafi leitt til þess að hún rofnaði. Þá kunna jarðhræringar sem hafa átt sér stað á Reykjanesi undanfarið að hafa átt þátt í að lögnin fór í sundur. Það liggur hins vegar fyrir að ekki var fyrir að fara neinum mistökum eða vanrækslu af hálfu starfsfólks Veitna þannig að rof lagnarinnar verður ekki rakið til athafna eða athafnaleysis þess. Fljótlega varð ljóst að afleiðingar af þessu atviki yrðu töluverðar enda hafði vatn flætt inn í bílskúra og bílaplön í nærliggjandi fasteignum. Í ljósi þess að atvikið var ekki að rekja til mistaka eða vanrækslu starfsfólks fellur tjón vegna þess ekki undir ábyrgðartryggingu Orkuveitu Reykjavíkur ‐vatns‐ og fráveitu hjá VÍS,“ segir í tilkynningunni. Fjórtán milljónir vegna tjóns á bílum Enn fremur segir að stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur hafi tekið þá ákvörðun að allt tjón sem íbúar yrðu fyrir vegna atviksins yrði bætt, VÍS hafi haft umsjón með tjónatilkynningum og milligöngu um uppgjör tjóna til tjónþola. „VÍS hefur í dag greitt tjónþolum alls 45,6 milljónir króna, þar af eru um 14 milljónir króna vegna bifreiðatjóna. Ekki liggur þó fyrir í dag hver heildarfjárhæð tjónsins verður þar sem enn á eftir að gera upp einhver tjón vegna atviksins. Í samræmi við framangreinda ákvörðun stjórnenda um að taka ábyrgð á öllu því tjóni sem varð mun VÍS krefja Vatns‐ og fráveitu um allar þær bótagreiðslur sem hafa átt sér stað,“ segir í árshlutauppgjöri borgarinnar.
Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Reykjavík Orkumál Tengdar fréttir Framkvæmdir í Hvassaleiti gætu tekið allt að eitt ár Verið er að vinna að því að endurnýja lögnina sem rofnaði í Hvassaleiti í byrjun september. Framkvæmdir gætu hafist öðru hvoru megin við áramótin ef einfaldasta leiðin er farin en næsta vor ef ákveðið verður að fara flóknari leiðina. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og lögnin tekin aftur í rekstur fyrir lok næsta árs. 29. september 2022 17:00 Fór í sundur á samskeytum Ljóst er að kaldavatnslögnin sem fór í sundur með látum í Hvassaleitinu á föstudagskvöld sem leið rofnaði á samskeytum. Enn er til skoðunar hvers vegna. Um er að ræða stóra stofnlögn sem flytur kalt vatn úr Heiðmörk og í gegnum höfuðborgina. 6. september 2022 13:16 „Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Framkvæmdir í Hvassaleiti gætu tekið allt að eitt ár Verið er að vinna að því að endurnýja lögnina sem rofnaði í Hvassaleiti í byrjun september. Framkvæmdir gætu hafist öðru hvoru megin við áramótin ef einfaldasta leiðin er farin en næsta vor ef ákveðið verður að fara flóknari leiðina. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og lögnin tekin aftur í rekstur fyrir lok næsta árs. 29. september 2022 17:00
Fór í sundur á samskeytum Ljóst er að kaldavatnslögnin sem fór í sundur með látum í Hvassaleitinu á föstudagskvöld sem leið rofnaði á samskeytum. Enn er til skoðunar hvers vegna. Um er að ræða stóra stofnlögn sem flytur kalt vatn úr Heiðmörk og í gegnum höfuðborgina. 6. september 2022 13:16
„Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20