Hafa náð samkomulagi um nýjan kjarasamning Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2022 16:39 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og Guðbjörg Kristmundsdóttir, varaformaður SGS, handsala brú að bættum lífskjörum. Samtök atvinnulífsins Nú leggur vöffluangan um húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni, því þar var verið að skrifa undir kjarasamninga Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu náðist samkomulag um samninginn í gær. Viðræður hafa staðið yfir síðustu daga en fundað til klukkan eitt í nótt. Ríkissáttasemjari lýsti þessu yfir nú á fjórða tímanum og lýsti aðdáun sinni á samningsaðilum fyrir að hafa náð saman á erfiðum tíma. Klippa: Launafólk geti ekki borið ábyrgðina eitt Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins sagði í stuttu ávarpi við undirritunina að ferlið hafi tekið á en að menn hafi tekið verkefnið alvarlega. Ástæðan fyrir því hafi verið að félagsmenn SGS hafi lagt áherslu á að hafa hraðar hendur væri þörfin á tafarlausum kjarabótum í núverandi árferði. Þetta sé í fyrsta sinn sem tekst að láta kjarasamning taka við af kjarasamningi á tuttugu ára ferli, sagði Vilhjálmur. Klippa: Viðtal við Vilhjálm Birgisson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að eftir því sem henni heyrist sé um metnaðarfullan samning að ræða sem skipti verulegu máli fyrir aðila máls. Aðkoma stjórnvalda að málinu verður ekki kynnt formlega enda segir Katrín að hún vonist til að fleiri komi að borðinu og þá verði hægt að kynna þann pakka heildstætt. Nánar verður fjallað um samninginn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Klippa: Hafa náð samkomulagi um nýjan kjarasamning Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Fundað fram á kvöld Aðilar vinnumarkaðarins munu funda inn í nóttina en yfir standa kjaraviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins annars vegar og hins vegar milli SA og samflots iðn- og tæknifólks. Góður gangur hefur verið í viðræðum dagsins en staðan er þó viðkvæm. 2. desember 2022 20:13 Vill tryggja launahækkanir sem allra fyrst Aðilar vinnumarkaðarins halda áfram að funda í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag en gert var hlé á fundarhöldum í gær svo viðsemjendur gætu farið yfir málin með sínu baklandi. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segir mikilvægt að ná saman eins fljótt og mögulegt er. 2. desember 2022 12:19 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu náðist samkomulag um samninginn í gær. Viðræður hafa staðið yfir síðustu daga en fundað til klukkan eitt í nótt. Ríkissáttasemjari lýsti þessu yfir nú á fjórða tímanum og lýsti aðdáun sinni á samningsaðilum fyrir að hafa náð saman á erfiðum tíma. Klippa: Launafólk geti ekki borið ábyrgðina eitt Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins sagði í stuttu ávarpi við undirritunina að ferlið hafi tekið á en að menn hafi tekið verkefnið alvarlega. Ástæðan fyrir því hafi verið að félagsmenn SGS hafi lagt áherslu á að hafa hraðar hendur væri þörfin á tafarlausum kjarabótum í núverandi árferði. Þetta sé í fyrsta sinn sem tekst að láta kjarasamning taka við af kjarasamningi á tuttugu ára ferli, sagði Vilhjálmur. Klippa: Viðtal við Vilhjálm Birgisson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að eftir því sem henni heyrist sé um metnaðarfullan samning að ræða sem skipti verulegu máli fyrir aðila máls. Aðkoma stjórnvalda að málinu verður ekki kynnt formlega enda segir Katrín að hún vonist til að fleiri komi að borðinu og þá verði hægt að kynna þann pakka heildstætt. Nánar verður fjallað um samninginn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Klippa: Hafa náð samkomulagi um nýjan kjarasamning
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Fundað fram á kvöld Aðilar vinnumarkaðarins munu funda inn í nóttina en yfir standa kjaraviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins annars vegar og hins vegar milli SA og samflots iðn- og tæknifólks. Góður gangur hefur verið í viðræðum dagsins en staðan er þó viðkvæm. 2. desember 2022 20:13 Vill tryggja launahækkanir sem allra fyrst Aðilar vinnumarkaðarins halda áfram að funda í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag en gert var hlé á fundarhöldum í gær svo viðsemjendur gætu farið yfir málin með sínu baklandi. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segir mikilvægt að ná saman eins fljótt og mögulegt er. 2. desember 2022 12:19 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fundað fram á kvöld Aðilar vinnumarkaðarins munu funda inn í nóttina en yfir standa kjaraviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins annars vegar og hins vegar milli SA og samflots iðn- og tæknifólks. Góður gangur hefur verið í viðræðum dagsins en staðan er þó viðkvæm. 2. desember 2022 20:13
Vill tryggja launahækkanir sem allra fyrst Aðilar vinnumarkaðarins halda áfram að funda í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag en gert var hlé á fundarhöldum í gær svo viðsemjendur gætu farið yfir málin með sínu baklandi. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segir mikilvægt að ná saman eins fljótt og mögulegt er. 2. desember 2022 12:19