Fiskveiðisamningur Færeyja og Rússlands sagður smekkleysa Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. desember 2022 17:05 Þórshöfn í Færeyjum Celal Gunes/Getty Images Evrópusambandið gagnrýnir nýjar fiskveiðisamning Færeyja og Rússlands. Þingmaður Dana á Evrópuþinginu segir samninginn smekklausan. Stærsti samningur í sögu Færeyja Samningurinn sem Færeyingar gerðu við Rússa er langstærsti fiskveiðisamningur sem Færeyingar hafa gert við aðra þjóð. Hann felur í sér að færeysk skip geta veitt um 18 þúsund tonn af þorsk, ýsu og rækju í Barentshafi og Rússar geta veitt tæplega 100.000 tonn af kolmunna, síld og makríl í færeyskri lögsögu. Árni Skaale, sjávarútvegsráðherra Færeyja, segir að gildi samningsins jafngildi um 5 prósentum af þjóðarframleiðslu Færeyja, en Færeyingar hafa gert fiskveiðisamninga við Rússa í tæplega hálfa öld, eða allt frá árinu 1977. Segir samninginn smekkleysu Morten Helveg Petersen, þingmaður De Radikale á Evrópuþinginu, segir að samningurinn sé smekkleysa á sama tíma og aðrar þjóðir Evrópu leggi áherslu á að standa saman gegn grimmdarverkum Rússa í Úkraínu. Árni Skaale blæs á þessa gagnrýni. Hann bendir á að viðskiptabann Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi gildi ekki um matvæli, og að umfang samningsins fyrir Færeyinga jafngildi því að Danir myndu leggja niður innlendan landbúnað, og gott betur. Hann bendir sömuleiðis á að ríki Evrópu eigi enn í alls kyns viðskiptum við Rússa. Þá má nefna að Norðmenn endurnýjuðu einnig fyrir skemmstu fiskveiðisamning sinn við Rússa. Kosningar í Færeyjum á fimmtudag Þingkosningar fara fram í Færeyjum á fimmtudag í næstu viku, en þessi samningur breytir vart miklu um niðurstöður þeirra þar sem almenn samstaða ríkir á eyjunum, jafnt meðal almennings og stjórnmálaflokkanna um að ganga til samninga við Rússa. Færeyjar Sjávarútvegur Rússland Evrópusambandið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Stærsti samningur í sögu Færeyja Samningurinn sem Færeyingar gerðu við Rússa er langstærsti fiskveiðisamningur sem Færeyingar hafa gert við aðra þjóð. Hann felur í sér að færeysk skip geta veitt um 18 þúsund tonn af þorsk, ýsu og rækju í Barentshafi og Rússar geta veitt tæplega 100.000 tonn af kolmunna, síld og makríl í færeyskri lögsögu. Árni Skaale, sjávarútvegsráðherra Færeyja, segir að gildi samningsins jafngildi um 5 prósentum af þjóðarframleiðslu Færeyja, en Færeyingar hafa gert fiskveiðisamninga við Rússa í tæplega hálfa öld, eða allt frá árinu 1977. Segir samninginn smekkleysu Morten Helveg Petersen, þingmaður De Radikale á Evrópuþinginu, segir að samningurinn sé smekkleysa á sama tíma og aðrar þjóðir Evrópu leggi áherslu á að standa saman gegn grimmdarverkum Rússa í Úkraínu. Árni Skaale blæs á þessa gagnrýni. Hann bendir á að viðskiptabann Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi gildi ekki um matvæli, og að umfang samningsins fyrir Færeyinga jafngildi því að Danir myndu leggja niður innlendan landbúnað, og gott betur. Hann bendir sömuleiðis á að ríki Evrópu eigi enn í alls kyns viðskiptum við Rússa. Þá má nefna að Norðmenn endurnýjuðu einnig fyrir skemmstu fiskveiðisamning sinn við Rússa. Kosningar í Færeyjum á fimmtudag Þingkosningar fara fram í Færeyjum á fimmtudag í næstu viku, en þessi samningur breytir vart miklu um niðurstöður þeirra þar sem almenn samstaða ríkir á eyjunum, jafnt meðal almennings og stjórnmálaflokkanna um að ganga til samninga við Rússa.
Færeyjar Sjávarútvegur Rússland Evrópusambandið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira