Portúgalska liðið náði strax yfirhöndinni, komst í 2-6 og var fimm mörkum yfir í hálfleik, 11-16. Madeira skoraði fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik, komst í 11-19 og þá var róður ÍBV orðinn afar þungur.
Eyjakonur náðu þrisvar sinnum að minnka muninn í fjögur mörk en nær komust þær ekki og Portúgalarnir unnu sjö marka sigur, 23-30. Liðin mætast öðru sinni á morgun.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í liði ÍBV með sjö mörk. Elísa Elíasdóttir skoraði fjögur mörk.
Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7, Elísa Elíasdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 3, Ingibjörg Olsen 2, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Marija Jovanovic 2, Birna Berg Haraldsdóttir 1, Ásta Björt Júlíusdóttir 1.