Víða rafmagnlaust eftir enn eitt stýriflaugaregnið Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2022 15:35 Hús í Saporisjía sem skemmdist þegar stýriflaug lenti þar nærri í dag. AP/Yfirstjórn hersins í Saporisjía Rafmagnslaust varð víða í borgum Úkraínu í dag eftir að Rússar skutu tugum stýriflauga að ríkinu. Loftvarnir Úkraínu eru sagðar hafa skotið niður flestar stýriflaugarnar en minnst tveir eru látnir í Saporisjía-héraði. Ráðamenn í Úkraínu segja stýriflaugarnar hafa hæft íbúðarhús auk innviða í raforkudreifikerfi landsins. Úkraínumenn hafa átt von á umfangsmikilli árás sem þessari undanfarna daga. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður um sextíu af rúmlega sjötíu stýriflaugum sem skotið var á ríkið í dag. Fregnir af sprengingum hafa borist frá héraðinu við Kænugarð, Saporisjía og borginni Odessa. Nokkrar borgir landsins eru sagðar án rafmagns og fregnir af rafmagnsleysi hafa einnig borist frá Moldóvu. Þetta er í áttunda sinn sem Rússar gera umfangsmikla stýri- og eldflaugaárás sem þessa á Úkraínu. Bakhjarlar Úkraínu hafa heitið því að koma fólkinu þar til aðstoðar með því að senda meðal annars loftvarnarkerfi auk fjölmargra spennistöðva og ljósavéla. Samhliða slæmu gengi á víglínum Úkraínu hafa Rússar gert árásir á borgaraleg skotmörk og innviði Úkraínu. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga úr baráttuvilja þjóðarinnar og gera þjóðinni erfitt um vik vegna kulda í vetur, grafa undan rekstri úkraínska ríkisins til lengri tíma og þagga í gagnrýnisröddum heima í Rússlandi. Russian missile shot down over Kyiv. #Kyiv #Ukraine pic.twitter.com/LqjH7JBTyE— (((Tendar))) (@Tendar) December 5, 2022 Yfirvöld í Moldóvu segja að hlutar úr stýriflaug eða flugskeyti hafi fundist þar í landi nærri landamærum Úkraínu í dag. Ekki er vitað með vissu hvenær viðkomandi flugskeyti lenti þar en mögulega er þar um að ræða fyrsta stig loftvarnarflaugar frá Úkraínu. Þegar Rússar skjóta stýriflaugum að vesturhluta Úkraínu gera þeir það iðulega frá Svartahafi. Þessar flaugar hafa margsinnis flogið í gegnum lofthelgi Moldóvu. First image of the missile debris that landed in Moldova. This is the booster section of an S-300. Probably a Ukrainian AD missile. The booster section is relatively undamaged, so seems likely that it fell to earth after the warhead detonated following an interception. pic.twitter.com/9265iIJXvJ— Oliver Alexander (@OAlexanderDK) December 5, 2022 Blaðamaðurinn Oleksiy Sorokin birti meðfylgandi mynd í dag þar sem hann sagði íbúa Kænugarðs hafa verið að vinna í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar en þangað leita íbúar þegar sprengjuviðvaranir fara í gang. Kyiv working today from the subway while Russia was bombing Ukraine. pic.twitter.com/amVORYkKBs— Oleksiy Sorokin (@mrsorokaa) December 5, 2022 Fyrr í dag bárust fregnir af því að minnst þrír rússneskir hermenn hefðu fallið og sex særst í tveimur sprengingum á herflugvöllum í Rússlandi. Annar þeirra hýsir meðal annars Tu-95 og Tu-160 sprengjuvélar, sem Rússar nota til að gera stýriflaugaárásir á Úkraínu en hinn er sagður hýsa tankvélar sem notaðar eru til að fylla á sprengjuvélarnar í lofti. Sjá einnig: Dularfullar sprengingar á tveimur herstöðvum í Rússlandi Enn liggur ekki fyrir hvað olli sprengingunum en spjótin hafa beinst að Úkraínumönnum. Ráðamenn í Úkraínu hafa þó ekkert viljað segja, eins og alltaf þegar talið er að Úkraínumenn hafi gert árásir í Rússlandi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Sex milljónir án rafmagns á fyrsta degi vetrar Úkraínumenn halda fyrsta vetrardag hátíðlegan í dag, fyrsta desember. 1. desember 2022 07:25 Evrópa of háð Bandaríkjunum í öryggismálum Innrás Rússa í Úkraínu sýnir að Evrópulönd séu of háð Bandaríkjunum um eigið öryggi, að mati Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands. Hún vill að Evrópulönd auki vopnaframleiðslu og varnarviðbúnað sinn. 3. desember 2022 09:01 Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar Forsetar bandaríkjanna og Frakklands sögðust á blaðamannafundi í gær ætla að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og önnur ódæði þeirra í Úkraínu. Joe Biden sagðist tilbúinn til viðræðna við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eingöngu ef Pútín væri að leita leiða til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 2. desember 2022 13:40 Bréfsprengjurnar taldar heimagerðar og sendar innan Spánar Spænska lögreglan telur að sex bréfsprengjur sem hafa fundist undanfarna tvo sólarhringa hafi verið heimasmíðaðar. Bréfin eru sögð hafa innihaldið lítið magn af púðri og sprengjubrotum og verið send innan Spánar. 2. desember 2022 09:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Ráðamenn í Úkraínu segja stýriflaugarnar hafa hæft íbúðarhús auk innviða í raforkudreifikerfi landsins. Úkraínumenn hafa átt von á umfangsmikilli árás sem þessari undanfarna daga. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður um sextíu af rúmlega sjötíu stýriflaugum sem skotið var á ríkið í dag. Fregnir af sprengingum hafa borist frá héraðinu við Kænugarð, Saporisjía og borginni Odessa. Nokkrar borgir landsins eru sagðar án rafmagns og fregnir af rafmagnsleysi hafa einnig borist frá Moldóvu. Þetta er í áttunda sinn sem Rússar gera umfangsmikla stýri- og eldflaugaárás sem þessa á Úkraínu. Bakhjarlar Úkraínu hafa heitið því að koma fólkinu þar til aðstoðar með því að senda meðal annars loftvarnarkerfi auk fjölmargra spennistöðva og ljósavéla. Samhliða slæmu gengi á víglínum Úkraínu hafa Rússar gert árásir á borgaraleg skotmörk og innviði Úkraínu. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga úr baráttuvilja þjóðarinnar og gera þjóðinni erfitt um vik vegna kulda í vetur, grafa undan rekstri úkraínska ríkisins til lengri tíma og þagga í gagnrýnisröddum heima í Rússlandi. Russian missile shot down over Kyiv. #Kyiv #Ukraine pic.twitter.com/LqjH7JBTyE— (((Tendar))) (@Tendar) December 5, 2022 Yfirvöld í Moldóvu segja að hlutar úr stýriflaug eða flugskeyti hafi fundist þar í landi nærri landamærum Úkraínu í dag. Ekki er vitað með vissu hvenær viðkomandi flugskeyti lenti þar en mögulega er þar um að ræða fyrsta stig loftvarnarflaugar frá Úkraínu. Þegar Rússar skjóta stýriflaugum að vesturhluta Úkraínu gera þeir það iðulega frá Svartahafi. Þessar flaugar hafa margsinnis flogið í gegnum lofthelgi Moldóvu. First image of the missile debris that landed in Moldova. This is the booster section of an S-300. Probably a Ukrainian AD missile. The booster section is relatively undamaged, so seems likely that it fell to earth after the warhead detonated following an interception. pic.twitter.com/9265iIJXvJ— Oliver Alexander (@OAlexanderDK) December 5, 2022 Blaðamaðurinn Oleksiy Sorokin birti meðfylgandi mynd í dag þar sem hann sagði íbúa Kænugarðs hafa verið að vinna í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar en þangað leita íbúar þegar sprengjuviðvaranir fara í gang. Kyiv working today from the subway while Russia was bombing Ukraine. pic.twitter.com/amVORYkKBs— Oleksiy Sorokin (@mrsorokaa) December 5, 2022 Fyrr í dag bárust fregnir af því að minnst þrír rússneskir hermenn hefðu fallið og sex særst í tveimur sprengingum á herflugvöllum í Rússlandi. Annar þeirra hýsir meðal annars Tu-95 og Tu-160 sprengjuvélar, sem Rússar nota til að gera stýriflaugaárásir á Úkraínu en hinn er sagður hýsa tankvélar sem notaðar eru til að fylla á sprengjuvélarnar í lofti. Sjá einnig: Dularfullar sprengingar á tveimur herstöðvum í Rússlandi Enn liggur ekki fyrir hvað olli sprengingunum en spjótin hafa beinst að Úkraínumönnum. Ráðamenn í Úkraínu hafa þó ekkert viljað segja, eins og alltaf þegar talið er að Úkraínumenn hafi gert árásir í Rússlandi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Sex milljónir án rafmagns á fyrsta degi vetrar Úkraínumenn halda fyrsta vetrardag hátíðlegan í dag, fyrsta desember. 1. desember 2022 07:25 Evrópa of háð Bandaríkjunum í öryggismálum Innrás Rússa í Úkraínu sýnir að Evrópulönd séu of háð Bandaríkjunum um eigið öryggi, að mati Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands. Hún vill að Evrópulönd auki vopnaframleiðslu og varnarviðbúnað sinn. 3. desember 2022 09:01 Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar Forsetar bandaríkjanna og Frakklands sögðust á blaðamannafundi í gær ætla að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og önnur ódæði þeirra í Úkraínu. Joe Biden sagðist tilbúinn til viðræðna við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eingöngu ef Pútín væri að leita leiða til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 2. desember 2022 13:40 Bréfsprengjurnar taldar heimagerðar og sendar innan Spánar Spænska lögreglan telur að sex bréfsprengjur sem hafa fundist undanfarna tvo sólarhringa hafi verið heimasmíðaðar. Bréfin eru sögð hafa innihaldið lítið magn af púðri og sprengjubrotum og verið send innan Spánar. 2. desember 2022 09:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Sex milljónir án rafmagns á fyrsta degi vetrar Úkraínumenn halda fyrsta vetrardag hátíðlegan í dag, fyrsta desember. 1. desember 2022 07:25
Evrópa of háð Bandaríkjunum í öryggismálum Innrás Rússa í Úkraínu sýnir að Evrópulönd séu of háð Bandaríkjunum um eigið öryggi, að mati Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands. Hún vill að Evrópulönd auki vopnaframleiðslu og varnarviðbúnað sinn. 3. desember 2022 09:01
Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar Forsetar bandaríkjanna og Frakklands sögðust á blaðamannafundi í gær ætla að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og önnur ódæði þeirra í Úkraínu. Joe Biden sagðist tilbúinn til viðræðna við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eingöngu ef Pútín væri að leita leiða til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 2. desember 2022 13:40
Bréfsprengjurnar taldar heimagerðar og sendar innan Spánar Spænska lögreglan telur að sex bréfsprengjur sem hafa fundist undanfarna tvo sólarhringa hafi verið heimasmíðaðar. Bréfin eru sögð hafa innihaldið lítið magn af púðri og sprengjubrotum og verið send innan Spánar. 2. desember 2022 09:00