Kínverskir tölvuþrjótar grunaðir um að stela milljörðum af Covid-styrkjum Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2022 11:25 Bandaríkjamenn hafa ákært nokkra meðlimi kínverska tölvuþrjótahópsins APT41 á undanförnum árum. Getty/EPA Kínverskir tölvuþrjótar sem taldir eru tengjast yfirvöldum í Kína, rændu milljónum dala af Covid-styrkjum í Bandaríkjunum. Þeir eru sagðir hafa rænt minnst tuttugu milljónum dala af atvinnuleysisbótum og stuðningslánum til fyrirtækja í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Tuttugu milljónir dala eru um það bil 2,8 milljarðar króna en ráðamenn segja að um helmingur peninganna hafi verið endurheimtur. NBC News sögðu frá ránunum í gær en yfirvöld í Bandaríkjunum beina spjótum sínum að hópi tölvuþrjóta sem kallast APT41 og er þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn benda aðila tengda yfirvöldum annars ríkis við rán sem þetta. NBC hefur þó eftir embættismönnum og sérfræðingum að umrætt mál gæti verið það fyrsta af mörgum. Aðrar rannsóknir varðandi þjófnað á Covid-styrkjum bendi einnig til aðkomu tölvuþrjóta á vegum annars ríkis en þær rannsóknir séu ekki jafn langt komnar. Til að mynda sé líklegt að þessi sami hópur kínverskra tölvuþrjóta hafi gert árásir í fleiri ríkjum Bandaríkjanna. Reuters segir APT41 vera umsvifamikinn hóp sem hafi um nokkuð skeið gert tölvuárásir á stofnanir og fyrirtæki, bæði fyrir hönd kínverska ríkisins og til að stela peningum. Þó nokkrir meðlimir hópsins hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa sakað Kommúnistaflokk Kína um að hlífa hópum sem þessum og jafnvel aðstoða í skiptum fyrir það að þeir geri ekki árásir í Kína og að þeir steli tækni og gögnum sem nýtast kínverska ríkinu. Hópar eins og APT41 fá einnig sérstök verkefni frá yfirvöldum í Kína. Miklum fjármunum stolið Bandaríska löggæslustofnunin sem sér meðal annars um að rannsaka mál sem þessi og vernda forseta Bandaríkjanna og kallast á ensku „Secret Service“, segir meira en þúsund rannsóknir á styrkjaþjófnaði vera í gangi og þær snúist bæði að innlendum og erlendum aðilum. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa sagt að um fimmtungur þeirra 872,5 milljarða dala sem ríkið hafi varið til að styrkja atvinnulaust fólk á tímum Covid hafi endað í höndum svikahrappa og þjófa. Sérfræðingar segja líklegt að raunverulega hlutfallið sé enn hærra. Greining sem gerð var fyrir bandaríska þingið og opinberuð var í síðustu viku, bendir til þess að 42,4 prósent af atvinnuleysisstyrkjum sem greiddir voru út á fyrstu sex mánuðum þegar það var gert, hafi endað í höndum óprúttinna aðila. Bandaríkin Kína Tölvuárásir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Tuttugu milljónir dala eru um það bil 2,8 milljarðar króna en ráðamenn segja að um helmingur peninganna hafi verið endurheimtur. NBC News sögðu frá ránunum í gær en yfirvöld í Bandaríkjunum beina spjótum sínum að hópi tölvuþrjóta sem kallast APT41 og er þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn benda aðila tengda yfirvöldum annars ríkis við rán sem þetta. NBC hefur þó eftir embættismönnum og sérfræðingum að umrætt mál gæti verið það fyrsta af mörgum. Aðrar rannsóknir varðandi þjófnað á Covid-styrkjum bendi einnig til aðkomu tölvuþrjóta á vegum annars ríkis en þær rannsóknir séu ekki jafn langt komnar. Til að mynda sé líklegt að þessi sami hópur kínverskra tölvuþrjóta hafi gert árásir í fleiri ríkjum Bandaríkjanna. Reuters segir APT41 vera umsvifamikinn hóp sem hafi um nokkuð skeið gert tölvuárásir á stofnanir og fyrirtæki, bæði fyrir hönd kínverska ríkisins og til að stela peningum. Þó nokkrir meðlimir hópsins hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa sakað Kommúnistaflokk Kína um að hlífa hópum sem þessum og jafnvel aðstoða í skiptum fyrir það að þeir geri ekki árásir í Kína og að þeir steli tækni og gögnum sem nýtast kínverska ríkinu. Hópar eins og APT41 fá einnig sérstök verkefni frá yfirvöldum í Kína. Miklum fjármunum stolið Bandaríska löggæslustofnunin sem sér meðal annars um að rannsaka mál sem þessi og vernda forseta Bandaríkjanna og kallast á ensku „Secret Service“, segir meira en þúsund rannsóknir á styrkjaþjófnaði vera í gangi og þær snúist bæði að innlendum og erlendum aðilum. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa sagt að um fimmtungur þeirra 872,5 milljarða dala sem ríkið hafi varið til að styrkja atvinnulaust fólk á tímum Covid hafi endað í höndum svikahrappa og þjófa. Sérfræðingar segja líklegt að raunverulega hlutfallið sé enn hærra. Greining sem gerð var fyrir bandaríska þingið og opinberuð var í síðustu viku, bendir til þess að 42,4 prósent af atvinnuleysisstyrkjum sem greiddir voru út á fyrstu sex mánuðum þegar það var gert, hafi endað í höndum óprúttinna aðila.
Bandaríkin Kína Tölvuárásir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira