Boðar stríð á hendur „reiðmönnum endaloka líffræðilegrar fjölbreytni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2022 11:45 Maasai-maður á gangi með hjörð sína í leit að beitilandi. AP/Brian Ingang Inger Andersen, framkvæmdastjóri umhverfismálastofunar Sameinuðu þjóðanna, segir mannkynið í stríði við náttúruna og að það verði að semja um frið. Fulltrúar ríkja heims safnast nú saman á Cop15 í Montreal til að freista þess að ná saman um að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika. „Við erum nýbúin að bjóða áttunda milljarðasta meðlim mannkynsins velkominn á þessari plánetu. Þetta er að sjálfsögðu dásamleg fæðing barns. En við þurfum að skilja að því fleira fólk sem býr á plánetunni, því meira álag setjum við á hana,“ segir Andersen. „Hvað varðar líffræðilega fjölbreytni, þá erum við í stríði við náttúruna. Við þurfum að semja um frið. Því náttúran er undirstaða alls lífs á jörðinni... vísindin eru óyggjandi hvað það varðar.“ Andersen segir samkomulag á Cop15 munu þurfa að fela í sér glímu við „hina fimm reiðmenn endaloka líffræðilegrar fjölbreytni“; breytingar á landnotkun, ofnýtingu, mengun, loftslagsvána og útbreiðslu ágengra lífvera. Um 10 þúsund manns eru væntanlegir á ráðstefnuna, sem mun standa yfir til 19. desember. Í seinni vikunni er von á ráðherrum þátttökuríkjanna, sem munu freista þess að sammælast um orðalag samkomulagsins. Í drögum að samkomulaginu er meðal annars fjallað um tillögur til að vernda 30 prósent lands og sjávar, að draga úr skaðlegum ívilnunum sem nemur milljörðum dala og aðgerðir til að berjast gegn ágengum tegundum. Virginijus Sinkevicius, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Evrópusambandinu, segir í samtali við Guardian að til þess að ríki heims geti náð árangri þurfi Kína að sýna forystu í viðræðunum. Kínverjar eru í forsæti á Cop15, sem til stóð að halda í Kína en var flutt til Kanada vegna útbreiðslu Covid-19 í Kína. Losun kolefnis er hvergi meiri en í Kína, þó hún sé meiri á hvern íbúa í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Áhyggjur voru uppi um að stjórnvöld í Pekíng vildu draga úr mikilvægi ráðstefnunar, þar sem engum þjóðarleiðtogum var boðið. Vonir hafa nefnilega staðið til að þýðingarmiklum framförum yrði náð. „Ég held að hlutverk Kína muni skipta sköpum,“ segir Sinkevicius. Ábyrgð þeirra er mikil og þeir eru í erfiðri stöðu í forsætinu á Cop15. Ég er ánægður með framlag þeirra til þessa og þeir skipulögðu ráðherrafund í Egyptalandi á Cop27. Við þurfum að bíða og sjá hvort áframhald verður á. Ef þeir vilja að þetta verði „Parísaraugnablik“ fyrir náttúruna, þá hafa þeir það í höndum sér en þeir verða að leiða.“ Sinkevicius vísar þarna til sáttmálans sem náðist á Cop21 í París, sem fól meðal annars í sér að ríki heims myndu gera allt sem í valdi sínu stæði til að takmarka hlýnun við 1,5 gráður á selsíus. Samkvæmt höfundum Parísarsamkomulagsins mun ráðstefnan í Montreal skipta sköpum í þeirri viðleitni að ná þeim markmiðum sem samið var um í París. Umfjöllun Guardian. Umhverfismál Náttúruhamfarir Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Fulltrúar ríkja heims safnast nú saman á Cop15 í Montreal til að freista þess að ná saman um að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika. „Við erum nýbúin að bjóða áttunda milljarðasta meðlim mannkynsins velkominn á þessari plánetu. Þetta er að sjálfsögðu dásamleg fæðing barns. En við þurfum að skilja að því fleira fólk sem býr á plánetunni, því meira álag setjum við á hana,“ segir Andersen. „Hvað varðar líffræðilega fjölbreytni, þá erum við í stríði við náttúruna. Við þurfum að semja um frið. Því náttúran er undirstaða alls lífs á jörðinni... vísindin eru óyggjandi hvað það varðar.“ Andersen segir samkomulag á Cop15 munu þurfa að fela í sér glímu við „hina fimm reiðmenn endaloka líffræðilegrar fjölbreytni“; breytingar á landnotkun, ofnýtingu, mengun, loftslagsvána og útbreiðslu ágengra lífvera. Um 10 þúsund manns eru væntanlegir á ráðstefnuna, sem mun standa yfir til 19. desember. Í seinni vikunni er von á ráðherrum þátttökuríkjanna, sem munu freista þess að sammælast um orðalag samkomulagsins. Í drögum að samkomulaginu er meðal annars fjallað um tillögur til að vernda 30 prósent lands og sjávar, að draga úr skaðlegum ívilnunum sem nemur milljörðum dala og aðgerðir til að berjast gegn ágengum tegundum. Virginijus Sinkevicius, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Evrópusambandinu, segir í samtali við Guardian að til þess að ríki heims geti náð árangri þurfi Kína að sýna forystu í viðræðunum. Kínverjar eru í forsæti á Cop15, sem til stóð að halda í Kína en var flutt til Kanada vegna útbreiðslu Covid-19 í Kína. Losun kolefnis er hvergi meiri en í Kína, þó hún sé meiri á hvern íbúa í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Áhyggjur voru uppi um að stjórnvöld í Pekíng vildu draga úr mikilvægi ráðstefnunar, þar sem engum þjóðarleiðtogum var boðið. Vonir hafa nefnilega staðið til að þýðingarmiklum framförum yrði náð. „Ég held að hlutverk Kína muni skipta sköpum,“ segir Sinkevicius. Ábyrgð þeirra er mikil og þeir eru í erfiðri stöðu í forsætinu á Cop15. Ég er ánægður með framlag þeirra til þessa og þeir skipulögðu ráðherrafund í Egyptalandi á Cop27. Við þurfum að bíða og sjá hvort áframhald verður á. Ef þeir vilja að þetta verði „Parísaraugnablik“ fyrir náttúruna, þá hafa þeir það í höndum sér en þeir verða að leiða.“ Sinkevicius vísar þarna til sáttmálans sem náðist á Cop21 í París, sem fól meðal annars í sér að ríki heims myndu gera allt sem í valdi sínu stæði til að takmarka hlýnun við 1,5 gráður á selsíus. Samkvæmt höfundum Parísarsamkomulagsins mun ráðstefnan í Montreal skipta sköpum í þeirri viðleitni að ná þeim markmiðum sem samið var um í París. Umfjöllun Guardian.
Umhverfismál Náttúruhamfarir Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira