Breytingarnar á Seðlabankanum kosta þrjá milljarða Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2022 12:20 Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fá ný húsgögn í vinnuna og það verða engir Ikeakollar. vísir/vilhelm Í sömu vikunni og öll spjót stóðu á dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra vegna stýrivaxtahækkunar voru sendibílastjórar að keyra mublur og fínerí í stórum stíl inn í Seðlabankann. Sendibílastjórar sem Vísir heyrði í þótti þetta skjóta skökku við; Ásgeir vildi með stýrivaxtahækkuninni skikka fólk til þess að spara, hætta óráðsíu og sukkinu, táslumyndir frá Tene virtust eitur í beinum seðlabankastjóra en var á sama tíma voru þeir að burðast með húsgögn fyrir milljónir í Seðlabankabygginguna?! Tímabært að nútímavæða bankahúsið En hér er ekki allt sem sýnist, allt á þetta á sér skýringar að sögn Stefáns Jóhanns Stefánssonar ritstjóra Seðlabankans. Við sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í ársbyrjun 2020 fjölgaði starfsmönnum bankans úr 177 manns í rúmlega 300. „Fremur en að stækka húsnæði bankans eða leigja viðbótarhúsnæði til frambúðar var ákveðið að breyta húsnæði bankans við Kalkofnsveg á þann veg að það rúmaði allt starfsfólk bankans undir einu þaki og var hafist handa við verkið í ágúst 2020.“ Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir að breytingarnar séu löngu tímabærar.vísir/kristófer Að sögn Stefáns Jóhanns var tímabært að endurnýja innviði og nútímavæða bankahúsið við Kalkofnsveg þótt ekki hefði komið til sameiningarinnar við Fjármálaeftirlitið en tilefni til endurnýjunar var nýtt í tengslum við sameininguna. „Húsnæði Seðlabankans við Kalkofnsveg var byggt á árunum 1983-1986 og lagnir og loftræstikerfi því komið á tíma ásamt þörf á uppfærslu vinnuumhverfis í takt við ríkjandi kröfur sem gerðar eru til húsnæðis af þessu tagi.“ Umfangsmiklar breytingarnar kosta sitt Stefán útskýrir að framkvæmdir hafi verið unnar í tveimur fösum og var sá fyrri, aðalbyggingin, boðinn út sumarið 2020 og hinn síðari boðinn út í september 2022. Fyrri fasa framkvæmdanna er nú svo til lokið með umfangsmiklum breytingum á aðalbyggingunni sem fela meðal annars í sér breytingu frá einkaskrifstofum í opin vinnurými. En eitthvað hlýtur þetta að kosta? „Breytingarnar hafa kostað rúmlega 1100 milljónir króna. Framkvæmdir eru nú að hefjast við viðbyggingu bankans. Eftir útboðsferli er áætlaður kostnaður við breytingar á viðbyggingunni ríflega 1900 milljónir króna. Áætlað er að framkvæmdum ljúki fyrri part árs 2024.“ Stefán Jóhann segir vert að halda því til haga að á móti breytinga- og endurbótakostnaði mun koma til langtímasparnaður þar sem leigusamningi var sagt upp vegna fyrra húsnæðis Fjármálaeftirlitsins. Seðlabankinn Reykjavík Tengdar fréttir Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00 Tíunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,75 prósent í sex prósent. 23. nóvember 2022 08:31 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Sendibílastjórar sem Vísir heyrði í þótti þetta skjóta skökku við; Ásgeir vildi með stýrivaxtahækkuninni skikka fólk til þess að spara, hætta óráðsíu og sukkinu, táslumyndir frá Tene virtust eitur í beinum seðlabankastjóra en var á sama tíma voru þeir að burðast með húsgögn fyrir milljónir í Seðlabankabygginguna?! Tímabært að nútímavæða bankahúsið En hér er ekki allt sem sýnist, allt á þetta á sér skýringar að sögn Stefáns Jóhanns Stefánssonar ritstjóra Seðlabankans. Við sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í ársbyrjun 2020 fjölgaði starfsmönnum bankans úr 177 manns í rúmlega 300. „Fremur en að stækka húsnæði bankans eða leigja viðbótarhúsnæði til frambúðar var ákveðið að breyta húsnæði bankans við Kalkofnsveg á þann veg að það rúmaði allt starfsfólk bankans undir einu þaki og var hafist handa við verkið í ágúst 2020.“ Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir að breytingarnar séu löngu tímabærar.vísir/kristófer Að sögn Stefáns Jóhanns var tímabært að endurnýja innviði og nútímavæða bankahúsið við Kalkofnsveg þótt ekki hefði komið til sameiningarinnar við Fjármálaeftirlitið en tilefni til endurnýjunar var nýtt í tengslum við sameininguna. „Húsnæði Seðlabankans við Kalkofnsveg var byggt á árunum 1983-1986 og lagnir og loftræstikerfi því komið á tíma ásamt þörf á uppfærslu vinnuumhverfis í takt við ríkjandi kröfur sem gerðar eru til húsnæðis af þessu tagi.“ Umfangsmiklar breytingarnar kosta sitt Stefán útskýrir að framkvæmdir hafi verið unnar í tveimur fösum og var sá fyrri, aðalbyggingin, boðinn út sumarið 2020 og hinn síðari boðinn út í september 2022. Fyrri fasa framkvæmdanna er nú svo til lokið með umfangsmiklum breytingum á aðalbyggingunni sem fela meðal annars í sér breytingu frá einkaskrifstofum í opin vinnurými. En eitthvað hlýtur þetta að kosta? „Breytingarnar hafa kostað rúmlega 1100 milljónir króna. Framkvæmdir eru nú að hefjast við viðbyggingu bankans. Eftir útboðsferli er áætlaður kostnaður við breytingar á viðbyggingunni ríflega 1900 milljónir króna. Áætlað er að framkvæmdum ljúki fyrri part árs 2024.“ Stefán Jóhann segir vert að halda því til haga að á móti breytinga- og endurbótakostnaði mun koma til langtímasparnaður þar sem leigusamningi var sagt upp vegna fyrra húsnæðis Fjármálaeftirlitsins.
Seðlabankinn Reykjavík Tengdar fréttir Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00 Tíunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,75 prósent í sex prósent. 23. nóvember 2022 08:31 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00
Tíunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,75 prósent í sex prósent. 23. nóvember 2022 08:31