Sport

Svona réðust úrslitin í úrvalsdeildinni og í Stjörnupílunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eva Ruza og Hörður Þór Guðjónsson eru fyrstu sigurvegarar Stjörnupílu Stöðvar 2 Sports.
Eva Ruza og Hörður Þór Guðjónsson eru fyrstu sigurvegarar Stjörnupílu Stöðvar 2 Sports. stöð 2 sport

Mikið var um dýrðir á Bullseye á laugardagskvöldið. Fyrst réðust úrslit í úrvalsdeildinni í pílukasti og svo var komið að Stjörnupílunni.

Vitor Charrua stóð uppi sem sigurvegari í úrvalsdeildinni. Hann sigraði Karl Helga Jónsson í úrslitaleik, 5-1.

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar Vitor tryggði sér sigurinn í úrvalsdeildinni auk viðtals Stefáns Árna Pálssonar við kappann.

Klippa: Úrvalsdeildin í pílukasti - úrslitin ráðast

Í Stjörnupílunni voru tveir og tveir saman í liði. Annars vegar keppnispílukastari og hins vegar þjóðþekktur einstaklingur með lítinn sem engan grunn í pílukasti.

Í úrslitaleik Stjörnupílunnar mættu þau Eva Ruza og Hörður Þór Guðjónsson Martin Hermannssyni og Pétri Rúðrik Guðmundssyni. Þar höfðu þau Eva og Hörður betur og unnu þar með fyrstu Stjörnupílu Stöðvar 2 Sports.

Hér fyrir neðan má sjá lokasprettinn í úrslitaleik Stjörnupílunnar ásamt viðtali við sigurvegarana.

Klippa: Stjörnupílan - Úrslitastund



Fleiri fréttir

Sjá meira


×