Hrekkur Áslaugar sló í gegn á jólahlaðborði Sjálfstæðisflokksins Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2022 21:00 Að sögn Áslaugar var töluverður undirbúningur að baki uppákomunni Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mætti á jólahlaðborð Sjálfstæðisflokksins á dögunum með ungan karlmann upp á arminn. Hann var kynntur til leiks sem kærasti hennar sem kom gestum í opna skjöldu. Enginn var meðvitaður um að Áslaug Arna væri lofuð, enda er hún það ekki. „Þetta verður lengi í minnum haft hjá þingflokknum held ég. Það var mjög gaman að geta komið með öðruvísi skemmtiatriði. Ég ætlaði mér nú á einhverjum tímapunkti þegar ég var yngri að verða leikkona en svo varð svo sem ekkert úr því. Þannig að ég fékk að njóta þess þarna með þingflokknum, fékk að hrekkja þau aðeins og hrista upp í þeim,“ segir Áslaug Arna. Jólahlaðborðið var haldið síðastliðinn fimmtudag á heimili Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í Garðabæ. Til veislunnar mættu tæplega sextíu gestir; starfsmenn, starfsfólk og makar. Vísir heyrði af uppákomunni og setti sig í samband við Áslaugu sem sagði uppátækið í raun hafa sprottið út frá síendurteknum spurningum fólks um hjúskaparstöðu hennar. Hún gat leitað í reynslubanka frænku sinnar sem hrekkti fjölskylduna einu sinni með sama hætti. Hrekkurinn sló í gegn og hið sama má segja um hrekk Áslaugar. Vandlega undirbúið Fyrir boðið setti Áslaug sig í samband við ungan leikara sem tók að sér hlutverk kærasta hennar. „Þannig að, þegar fólk spurði hvort ég ætlaði að koma með maka í þetta boð þá svaraði ég játandi.“ Að sögn Áslaugar var töluverður undirbúningur að baki uppákomunni og huga þurfti að ýmsum atriðum. Semja þurfti trúanlega baksögu svo hægt væri að sannfæra veislugesti, sem máttu augljóslega ekki vita deili á „kærastanum.“ „Undirbúningurinn var mikilvægur, ef þú ætlar að hrekkja þá þarftu að gera það skemmtilega og svo þarftu líka að gera það vel. Þetta er hrekkur sem getur auðveldlega klikkað og maður þarf að vanda sig svo allir skemmti sér vel að lokum. Þetta þarf allt saman að vera vel ígrundað. Ég mæti sem sagt með hann í veisluna og kynni hann fyrir fólkinu. Og fyrst um sinn lék hann stórkostlegan leik og allir kunnu mjög vel við hann. Það var auðvitað mikilvægur grunnur að því sem seinna kom.“ Áslaug þurfti síðan að halda andliti og ekki láta á neinu bera á meðan „kærastinn“ blandaði geði við aðra gesti. „Þetta var alveg skemmtilega pínlegt. Sérstaklega þegar fólk fór að spyrja hann hvort að hann hefði sett gangráð í mömmu sína og kom með persónulegar spurningar varðandi okkur tvö.“ Áslaug Arna er hæstánægð með uppátækið enda líklegt að það muni seint gleymast. Gestum leist ekki á blikuna Eftir tæpan klukkutíma í veislunni byrjaði hinn meinti kærasti Áslaugar hins vegar að sýna á sér aðra hlið og fór að strjúka fólki öfugt með léttum hætti, eins og Áslaug orðar það. Að sögn sjónarvotta olli fylgdarmaðurinn usla og var með óþægilega nærveru og sérkennilegar athugasemdir. Var sumum hætt að lítast á blikuna og reyndu að stoppa manninn þegar hann hugðist sjálfur halda ræðu og biðja Áslaugar. „Gestirnir voru sumir orðnir verulega óánægðir með ráðahaginn og byrjuð að leggja á ráðin um hvernig það ætti að hjálpa mér út úr þessu. En þá var grínið líka toppað og því stoppað.“ Léttir að ekki væri um kærasta að ræða Eins og vænta mátti vakti atvikið mikla lukku á meðal veislugesta. Eflaust var mörgum létt að vita að ráðherrann væri ekki farin að rugla saman reitum við þennan náunga. Leikarinn stóð sig næstum því of vel í hlutverkinu að sögn Áslaugar. „Hann lék þetta eiginlega það vel að þó að fólki hafi verið mjög misboðið gagnvart því hvernig hann hegðaði sér þá voru margir mjög lengi að átta sig á að þetta hefði allt saman verið grín. Hann var algjörlega stórkostlegur í þessu hlutverki.“ Og Áslaug er að sjálfsögðu hæstánægð með uppátækið. Enda líklegt að það muni seint gleymast. „Þetta var ótrúlega vel heppnað, allir tóku þessu vel í endann. Allir eru enn að rifja þetta upp og hlæja að þessu. Þingmenn segja að þetta verða sífelld uppspretta hláturs enda mismunandi hvaða uppákomu fólk upplifði í boðin.“ Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
„Þetta verður lengi í minnum haft hjá þingflokknum held ég. Það var mjög gaman að geta komið með öðruvísi skemmtiatriði. Ég ætlaði mér nú á einhverjum tímapunkti þegar ég var yngri að verða leikkona en svo varð svo sem ekkert úr því. Þannig að ég fékk að njóta þess þarna með þingflokknum, fékk að hrekkja þau aðeins og hrista upp í þeim,“ segir Áslaug Arna. Jólahlaðborðið var haldið síðastliðinn fimmtudag á heimili Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í Garðabæ. Til veislunnar mættu tæplega sextíu gestir; starfsmenn, starfsfólk og makar. Vísir heyrði af uppákomunni og setti sig í samband við Áslaugu sem sagði uppátækið í raun hafa sprottið út frá síendurteknum spurningum fólks um hjúskaparstöðu hennar. Hún gat leitað í reynslubanka frænku sinnar sem hrekkti fjölskylduna einu sinni með sama hætti. Hrekkurinn sló í gegn og hið sama má segja um hrekk Áslaugar. Vandlega undirbúið Fyrir boðið setti Áslaug sig í samband við ungan leikara sem tók að sér hlutverk kærasta hennar. „Þannig að, þegar fólk spurði hvort ég ætlaði að koma með maka í þetta boð þá svaraði ég játandi.“ Að sögn Áslaugar var töluverður undirbúningur að baki uppákomunni og huga þurfti að ýmsum atriðum. Semja þurfti trúanlega baksögu svo hægt væri að sannfæra veislugesti, sem máttu augljóslega ekki vita deili á „kærastanum.“ „Undirbúningurinn var mikilvægur, ef þú ætlar að hrekkja þá þarftu að gera það skemmtilega og svo þarftu líka að gera það vel. Þetta er hrekkur sem getur auðveldlega klikkað og maður þarf að vanda sig svo allir skemmti sér vel að lokum. Þetta þarf allt saman að vera vel ígrundað. Ég mæti sem sagt með hann í veisluna og kynni hann fyrir fólkinu. Og fyrst um sinn lék hann stórkostlegan leik og allir kunnu mjög vel við hann. Það var auðvitað mikilvægur grunnur að því sem seinna kom.“ Áslaug þurfti síðan að halda andliti og ekki láta á neinu bera á meðan „kærastinn“ blandaði geði við aðra gesti. „Þetta var alveg skemmtilega pínlegt. Sérstaklega þegar fólk fór að spyrja hann hvort að hann hefði sett gangráð í mömmu sína og kom með persónulegar spurningar varðandi okkur tvö.“ Áslaug Arna er hæstánægð með uppátækið enda líklegt að það muni seint gleymast. Gestum leist ekki á blikuna Eftir tæpan klukkutíma í veislunni byrjaði hinn meinti kærasti Áslaugar hins vegar að sýna á sér aðra hlið og fór að strjúka fólki öfugt með léttum hætti, eins og Áslaug orðar það. Að sögn sjónarvotta olli fylgdarmaðurinn usla og var með óþægilega nærveru og sérkennilegar athugasemdir. Var sumum hætt að lítast á blikuna og reyndu að stoppa manninn þegar hann hugðist sjálfur halda ræðu og biðja Áslaugar. „Gestirnir voru sumir orðnir verulega óánægðir með ráðahaginn og byrjuð að leggja á ráðin um hvernig það ætti að hjálpa mér út úr þessu. En þá var grínið líka toppað og því stoppað.“ Léttir að ekki væri um kærasta að ræða Eins og vænta mátti vakti atvikið mikla lukku á meðal veislugesta. Eflaust var mörgum létt að vita að ráðherrann væri ekki farin að rugla saman reitum við þennan náunga. Leikarinn stóð sig næstum því of vel í hlutverkinu að sögn Áslaugar. „Hann lék þetta eiginlega það vel að þó að fólki hafi verið mjög misboðið gagnvart því hvernig hann hegðaði sér þá voru margir mjög lengi að átta sig á að þetta hefði allt saman verið grín. Hann var algjörlega stórkostlegur í þessu hlutverki.“ Og Áslaug er að sjálfsögðu hæstánægð með uppátækið. Enda líklegt að það muni seint gleymast. „Þetta var ótrúlega vel heppnað, allir tóku þessu vel í endann. Allir eru enn að rifja þetta upp og hlæja að þessu. Þingmenn segja að þetta verða sífelld uppspretta hláturs enda mismunandi hvaða uppákomu fólk upplifði í boðin.“
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira