Veður

Frost að fimm stigum og bætir í vind á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Frost verður á bilinu núll til fimm stig.
Frost verður á bilinu núll til fimm stig. Vísir/Sigurjón

Útlit er fyrir norðaustan- og norðanátt í dag þar sem og vindur verður yfirleitt fremur hægur. Það mun þó blása með austurströndinni þar sem vindhraði gæti gægst yfir 10 metra á sekúndu.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að frost verði víða á bilinu núll til fimm stig.

„Bætir síðan í vind á morgun, víða norðan strekkingur þegar kemur fram á daginn.

Í dag og á morgun má búast við bjartviðri sunnan heiða. Norðan- og austanlands er útlit fyrir dálítil él og bætir í élin á þeim slóðum aðfaranótt föstudags og þau verða efnismeiri fram eftir föstudeginum.“

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag og föstudag: Norðan 8-15 m/s og él norðan- og austanlands, en bjart með köflum sunnan heiða. Frost víða 0 til 5 stig.

Á laugardag: Norðaustan 5-13 og él norðaustan- og austanlands, en léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag: Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en lítilsháttar él austast á landinu. Frost 0 til 8 stig, mest í innsveitum.

Á mánudag og þriðjudag: Norðaustan- og austanátt með bjartviðri, en él á austanverðu landinu og með norðurströndinni. Frost víða 0 til 5 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×