Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2022 10:41 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, furðar sig á skoðun kollega síns á Vestfjörðum. Vísir/Egill Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gagnrýndi í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. Hundrað og átján skip komu til bæjarins á þessu ári en samkvæmt bókunum má reikna með rúmlega 240 skipum á næsta ári. Nýtt dæluskip átti að koma til Ísafjarðar í sumar til að dýpka röstina við Sundahöfn. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri segir afar mikilvægt að lokið verði við stækkun Sundahafnar fyrir komur skemmtiferðaskipa á næsta vori.Stöð 2/Ívar Síðast fyrir um hálfum mánuði hafi dýpkunarskip Björgunar lokið verkefni í Arnarfirði og verið á leið í Skutulsfjörðinn þegar því var skyndilega siglt í Landeyjarhöfn. Þetta valdi Ísfirðingum áhyggjum enda verði að ljúka hafnargerðinni vel fyrir næsta sumar enda skemmtiferðaskip bókuð langt fram í tímann. Arna Lára segist ósátt við þessa forgangsröðun hjá Vegagerðinni sem hefur um árabil sinnt dýpkun við Landeyjarhöfn. „Þeir álíta að Landeyjarhöfn sé mikilvægari en þetta verkefni. Því er ég auðvitað algerlega ósammála. Þeir eru með höfnina í Þorlákshöfn en við þurfum að fá þetta efni. Það er ekki útséð með það og verið að leita allra leiða til að fá jafnvel annað skip til dýpka fyrir okkur,“ segir Arna Lára. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir í færslu á Facebook að þetta útspil kollega hennar í Ísafjarðarbæ komi á óvart. „Við landsbyggðarfólk höfum staðið saman hingað til fyrir bættum samgöngum um allt land!“ Óhætt er að segja að Landeyjarhöfn hafi gjörbreytt samgöngumálum fyrir Vestmannaeyinga. Siglingin tekur rúman hálftíma en siglingin í Þorlákshöfn gat tekið tvo og hálfan tíma, jafnvel lengur þegar vont var í sjóinn. „Ég var mjög hissa þegar ég heyrði þetta haft eftir kollega mínum. Hún er að leggja til að við Vestmannaeyingar ættum að fara á annan tug ára aftur í tímann í samgöngum, með lokaða Landeyjahöfn og sigla til Þorlákshafnar. Sem sagt að fimmfalda siglingatímann og fara úr sjö ferðum niður í tvær til að hægt sé að dýpka fyrir skemmtiferðaskip sem koma eiga til Ísafjarðar næsta vor!“ Bæjarstjórinn virðist treysta á mat Vegagerðarinnar þegar komi að verkefnalista stofnunarinnar. „Ég er þó ánægð með að Vegagerðin hefur forgangsröðina á hreinu!“ Skemmtiferðaskip á Íslandi Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Herjólfur Hafnarmál Landeyjahöfn Tengdar fréttir Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fleiri fréttir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Sjá meira
Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gagnrýndi í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. Hundrað og átján skip komu til bæjarins á þessu ári en samkvæmt bókunum má reikna með rúmlega 240 skipum á næsta ári. Nýtt dæluskip átti að koma til Ísafjarðar í sumar til að dýpka röstina við Sundahöfn. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri segir afar mikilvægt að lokið verði við stækkun Sundahafnar fyrir komur skemmtiferðaskipa á næsta vori.Stöð 2/Ívar Síðast fyrir um hálfum mánuði hafi dýpkunarskip Björgunar lokið verkefni í Arnarfirði og verið á leið í Skutulsfjörðinn þegar því var skyndilega siglt í Landeyjarhöfn. Þetta valdi Ísfirðingum áhyggjum enda verði að ljúka hafnargerðinni vel fyrir næsta sumar enda skemmtiferðaskip bókuð langt fram í tímann. Arna Lára segist ósátt við þessa forgangsröðun hjá Vegagerðinni sem hefur um árabil sinnt dýpkun við Landeyjarhöfn. „Þeir álíta að Landeyjarhöfn sé mikilvægari en þetta verkefni. Því er ég auðvitað algerlega ósammála. Þeir eru með höfnina í Þorlákshöfn en við þurfum að fá þetta efni. Það er ekki útséð með það og verið að leita allra leiða til að fá jafnvel annað skip til dýpka fyrir okkur,“ segir Arna Lára. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir í færslu á Facebook að þetta útspil kollega hennar í Ísafjarðarbæ komi á óvart. „Við landsbyggðarfólk höfum staðið saman hingað til fyrir bættum samgöngum um allt land!“ Óhætt er að segja að Landeyjarhöfn hafi gjörbreytt samgöngumálum fyrir Vestmannaeyinga. Siglingin tekur rúman hálftíma en siglingin í Þorlákshöfn gat tekið tvo og hálfan tíma, jafnvel lengur þegar vont var í sjóinn. „Ég var mjög hissa þegar ég heyrði þetta haft eftir kollega mínum. Hún er að leggja til að við Vestmannaeyingar ættum að fara á annan tug ára aftur í tímann í samgöngum, með lokaða Landeyjahöfn og sigla til Þorlákshafnar. Sem sagt að fimmfalda siglingatímann og fara úr sjö ferðum niður í tvær til að hægt sé að dýpka fyrir skemmtiferðaskip sem koma eiga til Ísafjarðar næsta vor!“ Bæjarstjórinn virðist treysta á mat Vegagerðarinnar þegar komi að verkefnalista stofnunarinnar. „Ég er þó ánægð með að Vegagerðin hefur forgangsröðina á hreinu!“
Skemmtiferðaskip á Íslandi Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Herjólfur Hafnarmál Landeyjahöfn Tengdar fréttir Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fleiri fréttir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Sjá meira
Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21