Frá þessu var greint í morgun. Volodýmýr Selenskí hefur verið mjög áberandi í fréttum á árinu eftir að Rússar hófu innrás sína inn í Úkraínu í lok febrúar á þessu ári.
Hinn 44 ára Selenskí tók við embætti forseta Úkraínu vorið 2019. Hann hafði áður starfað meðal annars sem leikari og skemmtikraftur.
Í grein Time segir meðal annars að góður árangur Selenskí sem leiðtogi á stríðstímum hafi verið háð því að hugrekki sé smitandi. Hugrekkið hafi smitast yfir í aðra pólitíska leiðtoga landsins þegar það varð öllum ljóst að Selenskí hélt kyrru fyrir Úkraínu þegar árásir Rússa hófust.
TIME's 2022 Person of the Year: Volodymyr Zelensky and the spirit of Ukraine #TIMEPOY https://t.co/06Y5fuc0fG pic.twitter.com/i8ZT3d5GDa
— TIME (@TIME) December 7, 2022
Tímaritið hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927, en sá verður fyrir valinu sem talinn er hafa haft mest áhrif á fréttir ársins, sama hvort það sé til góðs eða ills.
Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, var valin manneskja ársins hjá Time á síðasta ári og Joe Biden, þá verðandi forseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, þá verðandi varaforseti, árið 2020.