Hvað varð um lágvaxtaskeiðið? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 7. desember 2022 18:16 Fyrir rúmu ári þegar ríkisstjórnin endurnýjaði heitin sín og lagði upp í nýtt kjörtímabíl stóðu stýrivextir í 1,25% og verðbólgan mældist 4,4%. Fjármálaráðherra talaði um að við værum að renna inn í nýtt lágvaxtaskeið. Hann kaus að segja ungu fólki að vextir væru orðnir sögulega lágir. Hins vegar eru vextir á Íslandi aldrei lágir til lengri tíma. Það hefur auðvitað gífurlegar afleiðingar fyrir almenning enda eru íbúðarkaup eru langstærsta fjárfesting flestra í lífinu. Stuttmyndin um lágu vextina Stjórnvöld verða að tala af ábyrgð um veruleikann sem liggur þarna að baki. Íslenskt lágvaxtaskeið getur aldrei orðið annað en stuttmynd með íslenska krónu í aðalhlutverki. Ekkert í fyrri sögu Íslands gaf tilefni til að ætla að vextir myndu haldast lágir. Til þess hefur íslenska krónan einfaldlega ekki styrk. Samt fór Sjálfstæðisflokkurinn með þetta loforð fram í kosningum – loforð sem beindist ekki síst að ungu fólki og fyrstu kaupendum fasteigna – loforð um að vextir yrðu lágir til frambúðar. Við sáum flettiskilti í kosningabaráttunni þar sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu ungu fólki lágum vöxtum, ef fólk myndi bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessa dagana virðist ríkisstjórnin upptekin af stöðunni erlendis. Hún bendir á að þar sé verðbólgan líka há og að þar séu vextir að hækka eins og hér á Íslandi. Hvers vegna bjóðast okkur þá ekki sömu kjör og erlendis? Hvers vegna þurfa vextir á Íslandi að hækka margfalt meira en annars staðar? Vorið 2021 borgaði fjölskylda um 180.000 krónur á mánuði af fasteignaláninu sínu. Fjölskyldan er með 50 milljón króna óverðtryggt lán til 40 ára, á breytilegum vöxtum. Í dag er afborgun á láninu 330 þúsund kr. á mánuði. Greiðslubyrðin hefur aukist um 150.000 krónur á mánuði. Vextir á Íslandi eru þrefalt hærri en í Evrópu. Stýrivextir á Íslandi eru þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Gleymum ekki stóru myndinni Það að fara vel með fjármuni ríkisins og almennings felur í sér að velja gjaldmiðil sem auðveldar okkur lífið í stað þess að gera okkur lífið erfiðara. Þetta verður að vera langtímamarkmið okkar. Fjárlagafrumvarpið í ár hefur meiri þýðingu en oft áður í ljósi verðbólgu, hárra vaxta og kjarasamninga. Ríkisstjórnin verður þar að horfast í augu við þann kostnað sem fólkið í landinu tekur á sig vegna krónunnar. Fjölskyldurnar í landinu finna nefnilega því miður vel fyrir þeim reikningi núna. Að þora að horfa til framtíðar Á sama tíma blasir líka við að heilu atvinnugreinarnar hafa yfirgefið erfiðan veruleika íslensku krónunnar – og hafa valið sér að starfa og gera upp í öðrum gjaldmiðli. Einfaldlega vegna þess að það er betra. Eftir situr almenningur með sárt ennið. Eftir sitja heimilin og hin fyrirtækin sem hafa ekki val um annað. Þetta er mikið réttlætismál. Hér þurfum við sem störfum í stjórnmálum að þora að horfast í augu við það verkefni okkar að verja hagsmuni fólks til lengri tíma. Ekki bara næstu mánuðina. Við þessar aðstæður er réttmætt að brugðist sé við með vaxtabótum og húsnæðisbótum. Staðan kallar á það, ekki síst hjá barnafjölskyldum og yngra fólki. Stóru málin og áskoranirnar framundan hverfa hins vegar ekki, sama hversu óþægileg þau eru. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári þegar ríkisstjórnin endurnýjaði heitin sín og lagði upp í nýtt kjörtímabíl stóðu stýrivextir í 1,25% og verðbólgan mældist 4,4%. Fjármálaráðherra talaði um að við værum að renna inn í nýtt lágvaxtaskeið. Hann kaus að segja ungu fólki að vextir væru orðnir sögulega lágir. Hins vegar eru vextir á Íslandi aldrei lágir til lengri tíma. Það hefur auðvitað gífurlegar afleiðingar fyrir almenning enda eru íbúðarkaup eru langstærsta fjárfesting flestra í lífinu. Stuttmyndin um lágu vextina Stjórnvöld verða að tala af ábyrgð um veruleikann sem liggur þarna að baki. Íslenskt lágvaxtaskeið getur aldrei orðið annað en stuttmynd með íslenska krónu í aðalhlutverki. Ekkert í fyrri sögu Íslands gaf tilefni til að ætla að vextir myndu haldast lágir. Til þess hefur íslenska krónan einfaldlega ekki styrk. Samt fór Sjálfstæðisflokkurinn með þetta loforð fram í kosningum – loforð sem beindist ekki síst að ungu fólki og fyrstu kaupendum fasteigna – loforð um að vextir yrðu lágir til frambúðar. Við sáum flettiskilti í kosningabaráttunni þar sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu ungu fólki lágum vöxtum, ef fólk myndi bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessa dagana virðist ríkisstjórnin upptekin af stöðunni erlendis. Hún bendir á að þar sé verðbólgan líka há og að þar séu vextir að hækka eins og hér á Íslandi. Hvers vegna bjóðast okkur þá ekki sömu kjör og erlendis? Hvers vegna þurfa vextir á Íslandi að hækka margfalt meira en annars staðar? Vorið 2021 borgaði fjölskylda um 180.000 krónur á mánuði af fasteignaláninu sínu. Fjölskyldan er með 50 milljón króna óverðtryggt lán til 40 ára, á breytilegum vöxtum. Í dag er afborgun á láninu 330 þúsund kr. á mánuði. Greiðslubyrðin hefur aukist um 150.000 krónur á mánuði. Vextir á Íslandi eru þrefalt hærri en í Evrópu. Stýrivextir á Íslandi eru þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Gleymum ekki stóru myndinni Það að fara vel með fjármuni ríkisins og almennings felur í sér að velja gjaldmiðil sem auðveldar okkur lífið í stað þess að gera okkur lífið erfiðara. Þetta verður að vera langtímamarkmið okkar. Fjárlagafrumvarpið í ár hefur meiri þýðingu en oft áður í ljósi verðbólgu, hárra vaxta og kjarasamninga. Ríkisstjórnin verður þar að horfast í augu við þann kostnað sem fólkið í landinu tekur á sig vegna krónunnar. Fjölskyldurnar í landinu finna nefnilega því miður vel fyrir þeim reikningi núna. Að þora að horfa til framtíðar Á sama tíma blasir líka við að heilu atvinnugreinarnar hafa yfirgefið erfiðan veruleika íslensku krónunnar – og hafa valið sér að starfa og gera upp í öðrum gjaldmiðli. Einfaldlega vegna þess að það er betra. Eftir situr almenningur með sárt ennið. Eftir sitja heimilin og hin fyrirtækin sem hafa ekki val um annað. Þetta er mikið réttlætismál. Hér þurfum við sem störfum í stjórnmálum að þora að horfast í augu við það verkefni okkar að verja hagsmuni fólks til lengri tíma. Ekki bara næstu mánuðina. Við þessar aðstæður er réttmætt að brugðist sé við með vaxtabótum og húsnæðisbótum. Staðan kallar á það, ekki síst hjá barnafjölskyldum og yngra fólki. Stóru málin og áskoranirnar framundan hverfa hins vegar ekki, sama hversu óþægileg þau eru. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun