Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að það verði éljagangur fyrir norðan og austan, en víða léttskýjað annars staðar. Frost verður á bilinu núll til tíu stig, mildast við ströndina.
Reikna má með fimm til tíu metrum á sekúndu, en átta til þrettán metrum á sekúndu með austurströndinni og yfirleitt átta til fimmtán í dag.
Svo er útlit fyrir fremur rólegt veður um helgina en það er einna helst skýjað og norðan kaldi allra austast á landinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Norðan 8-15 m/s og él norðan- og austanlands, en annars yfirleitt léttskýjað. Frost víða 1 til 7 stig, en frostlaust syðst.
Á laugardag og sunnudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt, en 5-10 austast. Skýjað norðaustantil og stöku él, en annars víða léttskýjað. Frost 2 til 8 stig.
Á mánudag: Hægviðri, víða léttskýjað og kalt í veðri, en skýjað og mildara austanlands.
Á þriðjudag: Norðaustanátt með éljum, en bjartviðri sunnan heiða og áfram fremur kalt.
Á miðvikudag: Útlit fyrir kalda norðlæga átt með éljum um mest allt land.