„Við erum að ræða saman og það er jákvætt“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. desember 2022 11:52 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að samninganefndirnar reyni að hugsa í lausnum en bendir á að tíminn sé á hlaupum. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir að allir séu reyna að hugsa í lausnum en tíminn sé óneitanlega að hlaupa frá þeim og líklegt að framhaldið ráðist á morgun. Í dag er eiginlegur sáttafundur hjá ríkissáttasemjara ekki á dagskrá hjá VR, LÍV, samfloti iðnaðar- og tæknimönnum með Samtökum atvinnulífsins en þess í stað eru vinnuhópar á þeirra vegum að störfum í dag. Fundarhöld hjá ríkissáttasemjara stóðu til um áttaleytið í gærkvöldi. Dagurinn í dag verður helgaður störfum vinnuhópa sem byrjuðu strax klukkan níu í morgun. Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarsáttasemjari hefur sent út fundarboð um nýjan sáttafund hjá ríkissáttasemjara sem er á dagskrá klukkan 10.00 í fyrramálið. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það sé erfitt á þessari stundu að meta hvernig gekk á sáttafundi í gær. „En við erum að ræða saman og það er jákvætt“ Það ríki skilningur á þeim fjölþætta vanda sem launafólk glími við um þessar mundir. „Við erum með leigumarkaðinn og ákveðin leigufélög sem haga sér með skelfilegum hætti og svo erum við með fjölda fólks sem er með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum, þarna hefur greiðslubyrði hjá þessum hópum aukist um tugi þúsunda og jafnvel hundrað þúsund eða meira og við erum augljóslega ekki að ná utan um allan þennan vanda með kjarasamningi sem snýr bara að launaliðnum, það þarf meira að koma til. Það er eitt af því sem við erum að ræða bæði í vinnuhópunum og að reyna að finna lausnir eða leiðir til þess að ná utan um mjög fjölþættan vanda sem við stöndum frammi fyrir.“ Ragnar hefur vakið máls á framgöngu leigufélagsins Ölmu sem boða hækkun á leiguverði sem nemur 75 þúsund krónum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi framferði félagsins á þinginu í morgun og sagði óforsvaranlegt að ganga jafn langt gagnvart fólki og gert var í því tilfelli sem Ragnar fjallaði um. Honum finnist líklegt að framhaldið ráðist á morgun. „Mér finnst það líklegt, svona miðað við þann tíma sem við höfum, það þar að kynna svona samning fyrir okkar baklandi og félagsfólki, það þarf að fara með svona samninga í kosningu og það eru fjölþætt önnur mál eins og sérkjarasamningar sem bæði iðnaðarmenn og við erum með inni í okkar samningum sem þarf að ganga frá líka. Þetta er ekki bara einhver launaliður, þetta er stór pakki og eins og ég segi, ég held það hljóti að skýrast á morgun í hvaða fasa við munum fara í í framhaldinu.“ Ragnar segir að ekki sé tímabært að segja opinberlega hvernig gangi í viðræðum. „En við erum að ræða saman, það er verið að funda um ýmis mál og eina sem ég hef sagt í sjálfu sér í þessu er að ef við ætlum að reyna að landa skammtímasamningi þá er tíminn að hlaupa frá okkur og ef hann hleypur frá okkur þá erum við bara komin í annan fasa sem er að ræða þá langtímasamning.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verði að sjá til hvort vinnu ljúki fyrir jól Samflot iðnaðar- og tæknimanna og VR fundar fram á kvöld í Karphúsinu. Staðan er á viðkvæmu stigi en ríkissáttasemjari býst ekki við því að fundað verði langt fram eftir í kvöld. 7. desember 2022 20:03 Ætlar ekki niður á fjóra fætur til að ná samningi Formaður VR segir tímarammann fyrir skammtímasamning vera mjög knappan en klára þurfi slíkan samning á allra næstu dögum. Ef það takist ekki þurfi að ræða langtímasamninga og því kunni að fylgja átök. Þó markmiðið sé að klára samninga fljótt og vel segist formaðurinn ekki ætla að fara niður á fjóra fætur til að ná samningi fyrir jól. 7. desember 2022 14:29 Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. 7. desember 2022 13:27 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Fundarhöld hjá ríkissáttasemjara stóðu til um áttaleytið í gærkvöldi. Dagurinn í dag verður helgaður störfum vinnuhópa sem byrjuðu strax klukkan níu í morgun. Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarsáttasemjari hefur sent út fundarboð um nýjan sáttafund hjá ríkissáttasemjara sem er á dagskrá klukkan 10.00 í fyrramálið. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það sé erfitt á þessari stundu að meta hvernig gekk á sáttafundi í gær. „En við erum að ræða saman og það er jákvætt“ Það ríki skilningur á þeim fjölþætta vanda sem launafólk glími við um þessar mundir. „Við erum með leigumarkaðinn og ákveðin leigufélög sem haga sér með skelfilegum hætti og svo erum við með fjölda fólks sem er með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum, þarna hefur greiðslubyrði hjá þessum hópum aukist um tugi þúsunda og jafnvel hundrað þúsund eða meira og við erum augljóslega ekki að ná utan um allan þennan vanda með kjarasamningi sem snýr bara að launaliðnum, það þarf meira að koma til. Það er eitt af því sem við erum að ræða bæði í vinnuhópunum og að reyna að finna lausnir eða leiðir til þess að ná utan um mjög fjölþættan vanda sem við stöndum frammi fyrir.“ Ragnar hefur vakið máls á framgöngu leigufélagsins Ölmu sem boða hækkun á leiguverði sem nemur 75 þúsund krónum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi framferði félagsins á þinginu í morgun og sagði óforsvaranlegt að ganga jafn langt gagnvart fólki og gert var í því tilfelli sem Ragnar fjallaði um. Honum finnist líklegt að framhaldið ráðist á morgun. „Mér finnst það líklegt, svona miðað við þann tíma sem við höfum, það þar að kynna svona samning fyrir okkar baklandi og félagsfólki, það þarf að fara með svona samninga í kosningu og það eru fjölþætt önnur mál eins og sérkjarasamningar sem bæði iðnaðarmenn og við erum með inni í okkar samningum sem þarf að ganga frá líka. Þetta er ekki bara einhver launaliður, þetta er stór pakki og eins og ég segi, ég held það hljóti að skýrast á morgun í hvaða fasa við munum fara í í framhaldinu.“ Ragnar segir að ekki sé tímabært að segja opinberlega hvernig gangi í viðræðum. „En við erum að ræða saman, það er verið að funda um ýmis mál og eina sem ég hef sagt í sjálfu sér í þessu er að ef við ætlum að reyna að landa skammtímasamningi þá er tíminn að hlaupa frá okkur og ef hann hleypur frá okkur þá erum við bara komin í annan fasa sem er að ræða þá langtímasamning.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verði að sjá til hvort vinnu ljúki fyrir jól Samflot iðnaðar- og tæknimanna og VR fundar fram á kvöld í Karphúsinu. Staðan er á viðkvæmu stigi en ríkissáttasemjari býst ekki við því að fundað verði langt fram eftir í kvöld. 7. desember 2022 20:03 Ætlar ekki niður á fjóra fætur til að ná samningi Formaður VR segir tímarammann fyrir skammtímasamning vera mjög knappan en klára þurfi slíkan samning á allra næstu dögum. Ef það takist ekki þurfi að ræða langtímasamninga og því kunni að fylgja átök. Þó markmiðið sé að klára samninga fljótt og vel segist formaðurinn ekki ætla að fara niður á fjóra fætur til að ná samningi fyrir jól. 7. desember 2022 14:29 Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. 7. desember 2022 13:27 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Verði að sjá til hvort vinnu ljúki fyrir jól Samflot iðnaðar- og tæknimanna og VR fundar fram á kvöld í Karphúsinu. Staðan er á viðkvæmu stigi en ríkissáttasemjari býst ekki við því að fundað verði langt fram eftir í kvöld. 7. desember 2022 20:03
Ætlar ekki niður á fjóra fætur til að ná samningi Formaður VR segir tímarammann fyrir skammtímasamning vera mjög knappan en klára þurfi slíkan samning á allra næstu dögum. Ef það takist ekki þurfi að ræða langtímasamninga og því kunni að fylgja átök. Þó markmiðið sé að klára samninga fljótt og vel segist formaðurinn ekki ætla að fara niður á fjóra fætur til að ná samningi fyrir jól. 7. desember 2022 14:29
Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. 7. desember 2022 13:27