Ákall um 300 milljóna lífsbjörg Tómas A. Tómasson skrifar 8. desember 2022 12:00 Alkóhólismi er enginn venjulegur sjúkdómur. Hann hefur afdrifarík áhrif bæði á geðræna og líkamlega heilsu sjúklingsins og aðstandenda hans. Þannig getur óhófleg neysla áfengis og annarra vímuefna gjörbreytt persónuleika viðkomandi einstaklings til hins verra og alið af sér þráhyggju, fíkn, stjórnleysi og afneitun. Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður rétt leiðir hann oft til dauða. Sjúklingurinn einangrast félagslega, hann missir atvinnuna og fjármálin fara í rúst. Lífsgleðin fjarar út, myrkrið tekur við og í sumum tilvikum er neyðarúrræðið sjálfsvíg. Þá eru ótaldar andvökunætur, angist og vonleysi aðstandenda sem ekkert fá að gert. En ég hef líka upplifað hvernig SÁÁ hefur kveikt lífslöngunina hjá fólki sem virtist í vonlausri stöðu vegna vímuefnaleyslu. Komið því á braut batans sem síðan heldur áfram með atfylgi AA samtakanna. Óumdeilt er að SÁÁ gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Með hverjum sjúklingi sem öðlast bata frá alkóhólisma gjörbreytist líðan margra í kringum hann. Í vaxandi fíkniefnavanda er sterkt ákall úti í samfélaginu eftir aukinni bráðaþjónustu SÁÁ og að stjórnvöld standi þétt við bakið á samtökunum. Biðlistarnir eru allt of langir og samtökin skortir 300 milljónir til að geta annað skilgreindu hlutverki sínu. Inga Sæland lagði fram breytingartillögu við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2022 þess efnis að ríkið leggi SÁÁ til þessar 300 milljónir sem svo brýn þörf er á. Tillaga hennar var felld. Þá hefur Eyjólfur Ármannsson lagt fram breytingartilllögu að sömu fjárhæð við fjárlögin fyrir næsta ár. Við skulum vona að ríkisstjórnin sjái að sér og verði við ákalli þingmanna Flokks fólksins um þessa 300 milljóna króna lífsbjörg. Alltof margir látast hérlendis úr þessum skæða sjúkdómi á hverju ári og það er sár eftirsjá að þeim mannauði. Hér er einfaldlega svo mikið í húfi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Alkóhólismi er enginn venjulegur sjúkdómur. Hann hefur afdrifarík áhrif bæði á geðræna og líkamlega heilsu sjúklingsins og aðstandenda hans. Þannig getur óhófleg neysla áfengis og annarra vímuefna gjörbreytt persónuleika viðkomandi einstaklings til hins verra og alið af sér þráhyggju, fíkn, stjórnleysi og afneitun. Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður rétt leiðir hann oft til dauða. Sjúklingurinn einangrast félagslega, hann missir atvinnuna og fjármálin fara í rúst. Lífsgleðin fjarar út, myrkrið tekur við og í sumum tilvikum er neyðarúrræðið sjálfsvíg. Þá eru ótaldar andvökunætur, angist og vonleysi aðstandenda sem ekkert fá að gert. En ég hef líka upplifað hvernig SÁÁ hefur kveikt lífslöngunina hjá fólki sem virtist í vonlausri stöðu vegna vímuefnaleyslu. Komið því á braut batans sem síðan heldur áfram með atfylgi AA samtakanna. Óumdeilt er að SÁÁ gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Með hverjum sjúklingi sem öðlast bata frá alkóhólisma gjörbreytist líðan margra í kringum hann. Í vaxandi fíkniefnavanda er sterkt ákall úti í samfélaginu eftir aukinni bráðaþjónustu SÁÁ og að stjórnvöld standi þétt við bakið á samtökunum. Biðlistarnir eru allt of langir og samtökin skortir 300 milljónir til að geta annað skilgreindu hlutverki sínu. Inga Sæland lagði fram breytingartillögu við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2022 þess efnis að ríkið leggi SÁÁ til þessar 300 milljónir sem svo brýn þörf er á. Tillaga hennar var felld. Þá hefur Eyjólfur Ármannsson lagt fram breytingartilllögu að sömu fjárhæð við fjárlögin fyrir næsta ár. Við skulum vona að ríkisstjórnin sjái að sér og verði við ákalli þingmanna Flokks fólksins um þessa 300 milljóna króna lífsbjörg. Alltof margir látast hérlendis úr þessum skæða sjúkdómi á hverju ári og það er sár eftirsjá að þeim mannauði. Hér er einfaldlega svo mikið í húfi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar