Céline Dion með ólæknandi taugasjúkdóm og frestar tónleikum Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2022 13:17 Celine Dion er ein frægasta söngkona heims. EPA Kanadíska söngkonan Céline Dion hefur greinst með sjálfsónæmissjúkdóm sem á ensku kallast stiff person syndrome. Dion greinir frá þessu í færslu á Instagram þar sem hún tilkynnir að vegna sjúkdómsins hafi hún neyðst til að ýmist fresta eða aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum. „Því miður þá hafa þessir vöðvakrampar áhrif á líf mitt allt,“ segir söngkonan. Um er að ræða ólæknandi taugasjúkdómur sem leiðir til þrálátra vöðvakrampa. Sjúkdómurinn hefur áhrif á taugakerfið allt og leiðir til að vöðvarnir verða stífir. Í færslunni segist Dion ekki hafa viljað segja frá sjúkdómnum, en að hún sé reiðubúin til þess núna. „Ég hef átt í heilsuvandræðum í lengri tíma og það hefur verið erfitt fyrir mig að ganga í gegnum það sem og að tala um þetta nú.“ Hún segir að einungis um einn af hverjum milljón glími við sjúkdóminn. „Á meðan við lærum enn um þennan óvenjulega sjúkdóm þá vitum við núna hvað það er sem hefur valdið þessum krömpum hjá mér. Því miður þá hefur þetta áhrif á allar hliðar lífs míns og veldur mér stundum vandræðum þegar ég geng og leyfir mér ekki að nota raddböndin til að syngja líkt og ég hef áður gert.“ View this post on Instagram A post shared by Ce line Dion (@celinedion) Með tárin í augunum tilkynnir hún svo að nú neyðist til að gera breytingar á Evróputúr sínum sem átti að hefjast í febrúar á næsta ári. Um var að ræða tónleika sem hafði áður verið frestað vegna heimsfaraldursins. Á heimasíðu sinni segir að hún fresti tónleikunum vorsins fram til ársins 2024. Þá neyðist hún til að aflýsa tónleikum sumarsins. Þó eru tónleikar sem halda á næsta haust enn á dagskrá. Hún segist vinna að því á hverjum degi með sjúkraþjálfara sínum að byggja upp styrk en að það hafi verið erfið barátta. „Það eina sem ég kann er að syngja, það er það sem ég hef gert allt mitt líf og elska að gera. Ég sakna ykkar svo mikið,“ segir Dion. Hollywood Kanada Tónlist Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
„Því miður þá hafa þessir vöðvakrampar áhrif á líf mitt allt,“ segir söngkonan. Um er að ræða ólæknandi taugasjúkdómur sem leiðir til þrálátra vöðvakrampa. Sjúkdómurinn hefur áhrif á taugakerfið allt og leiðir til að vöðvarnir verða stífir. Í færslunni segist Dion ekki hafa viljað segja frá sjúkdómnum, en að hún sé reiðubúin til þess núna. „Ég hef átt í heilsuvandræðum í lengri tíma og það hefur verið erfitt fyrir mig að ganga í gegnum það sem og að tala um þetta nú.“ Hún segir að einungis um einn af hverjum milljón glími við sjúkdóminn. „Á meðan við lærum enn um þennan óvenjulega sjúkdóm þá vitum við núna hvað það er sem hefur valdið þessum krömpum hjá mér. Því miður þá hefur þetta áhrif á allar hliðar lífs míns og veldur mér stundum vandræðum þegar ég geng og leyfir mér ekki að nota raddböndin til að syngja líkt og ég hef áður gert.“ View this post on Instagram A post shared by Ce line Dion (@celinedion) Með tárin í augunum tilkynnir hún svo að nú neyðist til að gera breytingar á Evróputúr sínum sem átti að hefjast í febrúar á næsta ári. Um var að ræða tónleika sem hafði áður verið frestað vegna heimsfaraldursins. Á heimasíðu sinni segir að hún fresti tónleikunum vorsins fram til ársins 2024. Þá neyðist hún til að aflýsa tónleikum sumarsins. Þó eru tónleikar sem halda á næsta haust enn á dagskrá. Hún segist vinna að því á hverjum degi með sjúkraþjálfara sínum að byggja upp styrk en að það hafi verið erfið barátta. „Það eina sem ég kann er að syngja, það er það sem ég hef gert allt mitt líf og elska að gera. Ég sakna ykkar svo mikið,“ segir Dion.
Hollywood Kanada Tónlist Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira