„Kannski ágætt fyrir letingja“ en getur valdið miklu tjóni Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2022 09:01 Framkvæmdastjóri verslunar í bílavörubransanum segir stórvarasamt að nota heitt vatn til að bræða hrím af bílrúðum. Viðskiptavinir hans hafi margir orðið fyrir talsverðu tjóni við slíkar tilraunir. Vetur konungur er mættur og bílstjórar byrjaðir að barma sér. Þeir þurfa nú að grípa til gamals vinar, sköfunnar, á köldum vetrarmorgnum og jafnvel kreditkortsins, ef hart er í ári. Frostið, sem skall á af fullum þunga í höfuðborginni nú í vikunni, hefur skapað líflegar umræður á samfélagsmiðlum um úrbætur. Bent hefur verið á aðrar lausnir en sköfuna; til dæmis að fylla endurlokanlegan plastpoka með heitu vatni og strjúka honum yfir hélaða rúðu, eins og sést í fréttinni sem fylgir hér fyrir ofan. Mælir alls ekki með heitu vatni Algjör töfralausn, að því er virðist. En slík vatnsleikfimi getur verið varasöm, að sögn Hermanns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra heildsölunnar Kemi. „Það er ekki gott að gera það, þetta er kannski ágætt fyrir letingja. En ég mæli alls ekki með því að fólk til dæmis helli heitu vatni á rúður. Þær springa og brotna og getur orðið mikið tjón,“ segir Hermann. Hermann Guðmundsson er framkvæmdastjóri heildsölunnar Kemi, þar sem fást ýmsir aukahlutir fyrir bíla. Ýmislegt sé þó hægt að gera til að auðvelda sér lífið. Hermann nefnir sérstakt varnarefni sem sett er fyrirbyggjandi á rúðuna svo klakinn nái ekki haldi á henni, hrímeyði sem úðað er á hrímið sjálft og svo sérstaka rakapúða. „Þú setur þetta bara í mottuna á bílnum eða bara í mælaborðið og hann dregur í sig allan raka og þá er miklu minni móða og klaki sem myndast í bílnum.“ Umtalsvert tjón Kemi selur einnig bílrúður. Hermann segir marga hafa farið illa út úr heitavatnssulli á morgnana. „Það eru mörg dæmi um það og svo skemmirðu líka þéttilista, þannig að tjónið getur verið umtalsvert.“ En til þess að losna algjörlega við alla fyrirhöfnina er líklega eitt ráð sem virkar betur en öll önnur: að skilja bílinn eftir heima og taka strætó, eða jafnvel ganga, í vinnuna. Veður Samgöngur Bílar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Vetur konungur er mættur og bílstjórar byrjaðir að barma sér. Þeir þurfa nú að grípa til gamals vinar, sköfunnar, á köldum vetrarmorgnum og jafnvel kreditkortsins, ef hart er í ári. Frostið, sem skall á af fullum þunga í höfuðborginni nú í vikunni, hefur skapað líflegar umræður á samfélagsmiðlum um úrbætur. Bent hefur verið á aðrar lausnir en sköfuna; til dæmis að fylla endurlokanlegan plastpoka með heitu vatni og strjúka honum yfir hélaða rúðu, eins og sést í fréttinni sem fylgir hér fyrir ofan. Mælir alls ekki með heitu vatni Algjör töfralausn, að því er virðist. En slík vatnsleikfimi getur verið varasöm, að sögn Hermanns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra heildsölunnar Kemi. „Það er ekki gott að gera það, þetta er kannski ágætt fyrir letingja. En ég mæli alls ekki með því að fólk til dæmis helli heitu vatni á rúður. Þær springa og brotna og getur orðið mikið tjón,“ segir Hermann. Hermann Guðmundsson er framkvæmdastjóri heildsölunnar Kemi, þar sem fást ýmsir aukahlutir fyrir bíla. Ýmislegt sé þó hægt að gera til að auðvelda sér lífið. Hermann nefnir sérstakt varnarefni sem sett er fyrirbyggjandi á rúðuna svo klakinn nái ekki haldi á henni, hrímeyði sem úðað er á hrímið sjálft og svo sérstaka rakapúða. „Þú setur þetta bara í mottuna á bílnum eða bara í mælaborðið og hann dregur í sig allan raka og þá er miklu minni móða og klaki sem myndast í bílnum.“ Umtalsvert tjón Kemi selur einnig bílrúður. Hermann segir marga hafa farið illa út úr heitavatnssulli á morgnana. „Það eru mörg dæmi um það og svo skemmirðu líka þéttilista, þannig að tjónið getur verið umtalsvert.“ En til þess að losna algjörlega við alla fyrirhöfnina er líklega eitt ráð sem virkar betur en öll önnur: að skilja bílinn eftir heima og taka strætó, eða jafnvel ganga, í vinnuna.
Veður Samgöngur Bílar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira