Drengur dæmdur í umsjá lækna til að gangast undir hjartaaðgerð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2022 07:53 Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Getty Drengur sem dæmdur var í umsjá lækna hefur gengist undir lífsnauðsynlega hjartaaðgerð á sjúkrahúsi í Auckland á Nýja-Sjálandi. Læknunum var dæmt tímabundið forræði yfir drengnum þar sem foreldrar hans vildu ekki að hann gengist undir aðgerðina ef það þýddi að honum yrði gefið „bólusett blóð“. Sue Grey, lögmaður foreldranna, staðfesti í samtali við miðilinn RNZ í morgun að drengurinn, sem hefur verið kallaður Barn W, hefði gengist undir aðgerðina og að vel hefði heppnast til. Síðastliðinn miðvikudag dæmdi hæstiréttur Nýja-Sjálands heilbrigðisyfirvöldum í vil en þau höfðu farið fram á að fá forræði yfir drengnum til að greiða fyrir hjartaðagerðinni. Þau sögðu drenginn, sem er aðeins sex mánaða gamall, ekki vera hugað líf án hennar. Foreldrar drengsins höfðu sett sig upp á móti aðgerðinni, nema heilbrigðisyfirvöld gætu tryggt að syni þeirra yrði aðeins gefið blóð úr óbólusettum gjöfum, það er að segja einstaklingum sem hefðu ekki þegið bólusetningu gegn Covid-19. Hjarta- og hjartaskurðlæknar drengsins fara nú með forsjá hans, að minnsta kosti þar til hann hefur náð sér eftir aðgerðina. Þess ber að geta að aðeins er um að ræða forræði yfir þeim ákvörðunum sem varða heilbrigði drengsins; allar aðrar ákvarðanir eru enn á höndum foreldra hans. Foreldrarnir höfðu gefið út að þeir hygðust sætta sig við dóm hæstaréttar en í gær neyddist dómari til að gefa út tilskipun til foreldranna um að leyfa læknum að undirbúa drenginn fyrir aðgerðina, þar sem foreldrarnir höfðu reynt að koma í veg fyrir blóðprufur og röntgenmyndatökur á drengnum. Málið hefur vakið heimsathygli og þá efndu andstæðingar bólusetninga til mótmæla fyrir utan sjúkrahúsið í Auckland í morgun. Nýja-Sjáland Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Læknunum var dæmt tímabundið forræði yfir drengnum þar sem foreldrar hans vildu ekki að hann gengist undir aðgerðina ef það þýddi að honum yrði gefið „bólusett blóð“. Sue Grey, lögmaður foreldranna, staðfesti í samtali við miðilinn RNZ í morgun að drengurinn, sem hefur verið kallaður Barn W, hefði gengist undir aðgerðina og að vel hefði heppnast til. Síðastliðinn miðvikudag dæmdi hæstiréttur Nýja-Sjálands heilbrigðisyfirvöldum í vil en þau höfðu farið fram á að fá forræði yfir drengnum til að greiða fyrir hjartaðagerðinni. Þau sögðu drenginn, sem er aðeins sex mánaða gamall, ekki vera hugað líf án hennar. Foreldrar drengsins höfðu sett sig upp á móti aðgerðinni, nema heilbrigðisyfirvöld gætu tryggt að syni þeirra yrði aðeins gefið blóð úr óbólusettum gjöfum, það er að segja einstaklingum sem hefðu ekki þegið bólusetningu gegn Covid-19. Hjarta- og hjartaskurðlæknar drengsins fara nú með forsjá hans, að minnsta kosti þar til hann hefur náð sér eftir aðgerðina. Þess ber að geta að aðeins er um að ræða forræði yfir þeim ákvörðunum sem varða heilbrigði drengsins; allar aðrar ákvarðanir eru enn á höndum foreldra hans. Foreldrarnir höfðu gefið út að þeir hygðust sætta sig við dóm hæstaréttar en í gær neyddist dómari til að gefa út tilskipun til foreldranna um að leyfa læknum að undirbúa drenginn fyrir aðgerðina, þar sem foreldrarnir höfðu reynt að koma í veg fyrir blóðprufur og röntgenmyndatökur á drengnum. Málið hefur vakið heimsathygli og þá efndu andstæðingar bólusetninga til mótmæla fyrir utan sjúkrahúsið í Auckland í morgun.
Nýja-Sjáland Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira