Drengur dæmdur í umsjá lækna til að gangast undir hjartaaðgerð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2022 07:53 Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Getty Drengur sem dæmdur var í umsjá lækna hefur gengist undir lífsnauðsynlega hjartaaðgerð á sjúkrahúsi í Auckland á Nýja-Sjálandi. Læknunum var dæmt tímabundið forræði yfir drengnum þar sem foreldrar hans vildu ekki að hann gengist undir aðgerðina ef það þýddi að honum yrði gefið „bólusett blóð“. Sue Grey, lögmaður foreldranna, staðfesti í samtali við miðilinn RNZ í morgun að drengurinn, sem hefur verið kallaður Barn W, hefði gengist undir aðgerðina og að vel hefði heppnast til. Síðastliðinn miðvikudag dæmdi hæstiréttur Nýja-Sjálands heilbrigðisyfirvöldum í vil en þau höfðu farið fram á að fá forræði yfir drengnum til að greiða fyrir hjartaðagerðinni. Þau sögðu drenginn, sem er aðeins sex mánaða gamall, ekki vera hugað líf án hennar. Foreldrar drengsins höfðu sett sig upp á móti aðgerðinni, nema heilbrigðisyfirvöld gætu tryggt að syni þeirra yrði aðeins gefið blóð úr óbólusettum gjöfum, það er að segja einstaklingum sem hefðu ekki þegið bólusetningu gegn Covid-19. Hjarta- og hjartaskurðlæknar drengsins fara nú með forsjá hans, að minnsta kosti þar til hann hefur náð sér eftir aðgerðina. Þess ber að geta að aðeins er um að ræða forræði yfir þeim ákvörðunum sem varða heilbrigði drengsins; allar aðrar ákvarðanir eru enn á höndum foreldra hans. Foreldrarnir höfðu gefið út að þeir hygðust sætta sig við dóm hæstaréttar en í gær neyddist dómari til að gefa út tilskipun til foreldranna um að leyfa læknum að undirbúa drenginn fyrir aðgerðina, þar sem foreldrarnir höfðu reynt að koma í veg fyrir blóðprufur og röntgenmyndatökur á drengnum. Málið hefur vakið heimsathygli og þá efndu andstæðingar bólusetninga til mótmæla fyrir utan sjúkrahúsið í Auckland í morgun. Nýja-Sjáland Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Sjá meira
Læknunum var dæmt tímabundið forræði yfir drengnum þar sem foreldrar hans vildu ekki að hann gengist undir aðgerðina ef það þýddi að honum yrði gefið „bólusett blóð“. Sue Grey, lögmaður foreldranna, staðfesti í samtali við miðilinn RNZ í morgun að drengurinn, sem hefur verið kallaður Barn W, hefði gengist undir aðgerðina og að vel hefði heppnast til. Síðastliðinn miðvikudag dæmdi hæstiréttur Nýja-Sjálands heilbrigðisyfirvöldum í vil en þau höfðu farið fram á að fá forræði yfir drengnum til að greiða fyrir hjartaðagerðinni. Þau sögðu drenginn, sem er aðeins sex mánaða gamall, ekki vera hugað líf án hennar. Foreldrar drengsins höfðu sett sig upp á móti aðgerðinni, nema heilbrigðisyfirvöld gætu tryggt að syni þeirra yrði aðeins gefið blóð úr óbólusettum gjöfum, það er að segja einstaklingum sem hefðu ekki þegið bólusetningu gegn Covid-19. Hjarta- og hjartaskurðlæknar drengsins fara nú með forsjá hans, að minnsta kosti þar til hann hefur náð sér eftir aðgerðina. Þess ber að geta að aðeins er um að ræða forræði yfir þeim ákvörðunum sem varða heilbrigði drengsins; allar aðrar ákvarðanir eru enn á höndum foreldra hans. Foreldrarnir höfðu gefið út að þeir hygðust sætta sig við dóm hæstaréttar en í gær neyddist dómari til að gefa út tilskipun til foreldranna um að leyfa læknum að undirbúa drenginn fyrir aðgerðina, þar sem foreldrarnir höfðu reynt að koma í veg fyrir blóðprufur og röntgenmyndatökur á drengnum. Málið hefur vakið heimsathygli og þá efndu andstæðingar bólusetninga til mótmæla fyrir utan sjúkrahúsið í Auckland í morgun.
Nýja-Sjáland Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Sjá meira