Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2022 10:56 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. „Ég held að hljóðið sé bara ágætt. Fallegur dagur, heiðskýrt í nótt. Það viðrar vel til kjarasamningsgerðar í dag,“ segir Halldór Benjamín. „Ég er almennt frekar bjartsýnn maður en raunsær á sama tíma. Það eru mörg mál sem á eftir að útkljá. Klukkan er bara rétt rúmlega tíu að morgni svo við höfum tímann fyrir okkur í dag.“ Aðspurður hvað beri á milli samningsaðila, þá segir Halldór það margþætt. „Ég kýs að líta ekki á þetta sem deilu heldur verkefni sem við erum að vinna úr. Það hefur gengið vel hérna undanfarna daga. Mörg atriði sem við höfum náð að strika út af listanum. Eftir stendur að við þurfum að ná saman um stóra liði hér í dag. Hver veit nema það takist?“ SA samdi við Starfsgreinasambandið um kjarasamning á dögunum. „Ég hef tjáð mig um það á mörgum stöðum að þeir kjarasamningar sem SA gera eru stefnumarkandi í eðli sínu. Við semjum við 130 til 140 aðila. Þeir aðilar sem gera kjarasamning við okkur verða að geta treyst því að sú lína sem við mörkum, að hún haldi.“ Sú hefð hefur haldið svo árum og áratugum skiptir. Væri til að komast heim til fjölskyldu og barna „Ef við eigum að læra af reynslunni getum við ekki útilokað það á þessum tímapunkti. En í aðdraganda jóla held ég að margir væru til í að geta verið heima með fjölskyldu og börnum.“ Hann hefur enga sérstaka skoðun á deilum í verkalýðshreyfingunni. „Fólk sem er hér er að vinna af heilum hug. Okkur hefur reynst samstarf við það fólk gott. Ég ætla að treysta því að dagurinn muni bera þess merki.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir tímann vera að hlaupa frá samningsaðilum. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
„Ég held að hljóðið sé bara ágætt. Fallegur dagur, heiðskýrt í nótt. Það viðrar vel til kjarasamningsgerðar í dag,“ segir Halldór Benjamín. „Ég er almennt frekar bjartsýnn maður en raunsær á sama tíma. Það eru mörg mál sem á eftir að útkljá. Klukkan er bara rétt rúmlega tíu að morgni svo við höfum tímann fyrir okkur í dag.“ Aðspurður hvað beri á milli samningsaðila, þá segir Halldór það margþætt. „Ég kýs að líta ekki á þetta sem deilu heldur verkefni sem við erum að vinna úr. Það hefur gengið vel hérna undanfarna daga. Mörg atriði sem við höfum náð að strika út af listanum. Eftir stendur að við þurfum að ná saman um stóra liði hér í dag. Hver veit nema það takist?“ SA samdi við Starfsgreinasambandið um kjarasamning á dögunum. „Ég hef tjáð mig um það á mörgum stöðum að þeir kjarasamningar sem SA gera eru stefnumarkandi í eðli sínu. Við semjum við 130 til 140 aðila. Þeir aðilar sem gera kjarasamning við okkur verða að geta treyst því að sú lína sem við mörkum, að hún haldi.“ Sú hefð hefur haldið svo árum og áratugum skiptir. Væri til að komast heim til fjölskyldu og barna „Ef við eigum að læra af reynslunni getum við ekki útilokað það á þessum tímapunkti. En í aðdraganda jóla held ég að margir væru til í að geta verið heima með fjölskyldu og börnum.“ Hann hefur enga sérstaka skoðun á deilum í verkalýðshreyfingunni. „Fólk sem er hér er að vinna af heilum hug. Okkur hefur reynst samstarf við það fólk gott. Ég ætla að treysta því að dagurinn muni bera þess merki.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir tímann vera að hlaupa frá samningsaðilum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira