Segir kúrekastæla Bjarna valda verulegu tjóni Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2022 17:05 Jóhann Páll sagði að samkvæmt sínum heimildum þá standi engar viðræður yfir milli fjármálaráðuneytisins og lífeyrissjóðanna um skuldir ÍL-sjóðs. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hélt því fram á þinginu í dag að engar viðræður stæðu yfir milli fjármálaráðuneytisins og lífeyrissjóðanna um skuldir gamla Íbúðarlánasjóðsins – ÍL-sjóðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hafi farið með fleipur í þeim efnum. „Samkvæmt mínum upplýsingum er þetta rangt. Það standa engar viðræður yfir enda telja stjórnir lífeyrissjóðanna sér ekki heimilt að semja um skerðingu á eignum sjóðfélaga, þó það nú væri,“ sagði Jóhann Páll. Þingmaðurinn benti á að nú liggi fyrir lögfræðiálit frá Róberti Spanó, fyrrverandi forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, þar sem fram komi að tillaga Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að setja ÍL-sjóð í þrot með lagasetningu feli í sér eignarnám, næði hún fram að ganga. Slík lagasetning myndi baka ríkinu bótaskyldu gagnvart skuldabréfaeigendunum, meðal annars lífeyrissjóðum og almannaheillasamtökum. Kröfur samkvæmt skuldabréfaflokkunum og skilmálum þeirra teljist að fullu eign í skilningi stjórnarskrár Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu og viðauka við hann, þar með talið höfuðstóllinn, verðbætur, áfallnir vextir og fastir samningsbundnir vextir út lánstímann. „Ég verð að viðurkenna, virðulegi forseti, að ég hef enga trú á því að hæstv. fjármálaráðherra muni standa við stóru orðin og leggja fram frumvarpið sem hann boðaði. Jóhann Páll segir Bjarna alveg úti í skurði með sinn málflutning varðandi ÍL-sjóð og honum væri sæmst að viðurkenna það sem blastir við í þeim efnum.vísir/vilhelm Hann er algjörlega kominn út í skurð í þessu máli og í staðinn fyrir að þráast við ætti hann kannski bara að viðurkenna það og gangast við því að þessi sérkennilegi blaðamannafundur sem hann hélt hérna í haust, þar sem hann hótaði lagasetningu og þóttist geta stillt lífeyrissjóðum upp við vegg og hlaupist undan ríkistryggðum skuldbindingum, var frumhlaup,“ segir Jóhann Páll. Og það sem verra er, að mati þingmannsins, þá hafi Bjarni með þessu valdið verulegu tjóni. „Þetta voru kúrekastælar, alvarlegt frumhlaup sem hafði strax áhrif á virði bréfanna. Á meðan hæstvirtur ráðherra viðheldur þessari óvissu í staðinn fyrir að gangast við því að hann hafi rangt fyrir sér þá verður virði þessara eignaflokka í óvissu, þá er virði bréfanna haldið niðri að ósekju og þannig er hæstvirtur ráðherra bæði að skaða trúverðugleika ríkissjóðs sem útgefanda skuldabréfa og í raun að skaða hagsmuni lífeyrissjóðanna og sjóðfélaga þeirra.“ Alþingi ÍL-sjóður Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag. 23. nóvember 2022 16:50 Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist „mótmæla harðlega“ þeirri skoðun sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði hefur sett fram að ef ÍL-sjóður, áður gamli Íbúðalánasjóðurinn, verði settur í slitameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs sem er í ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins. 25. október 2022 08:36 Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna. 24. október 2022 11:49 Bein útsending: Bjarni ræðir stöðu og framtíð ÍL-sjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar um stöðu ÍL-sjóðs og næstu skref í tengslum við hann. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér að neðan. 20. október 2022 15:01 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
„Samkvæmt mínum upplýsingum er þetta rangt. Það standa engar viðræður yfir enda telja stjórnir lífeyrissjóðanna sér ekki heimilt að semja um skerðingu á eignum sjóðfélaga, þó það nú væri,“ sagði Jóhann Páll. Þingmaðurinn benti á að nú liggi fyrir lögfræðiálit frá Róberti Spanó, fyrrverandi forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, þar sem fram komi að tillaga Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að setja ÍL-sjóð í þrot með lagasetningu feli í sér eignarnám, næði hún fram að ganga. Slík lagasetning myndi baka ríkinu bótaskyldu gagnvart skuldabréfaeigendunum, meðal annars lífeyrissjóðum og almannaheillasamtökum. Kröfur samkvæmt skuldabréfaflokkunum og skilmálum þeirra teljist að fullu eign í skilningi stjórnarskrár Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu og viðauka við hann, þar með talið höfuðstóllinn, verðbætur, áfallnir vextir og fastir samningsbundnir vextir út lánstímann. „Ég verð að viðurkenna, virðulegi forseti, að ég hef enga trú á því að hæstv. fjármálaráðherra muni standa við stóru orðin og leggja fram frumvarpið sem hann boðaði. Jóhann Páll segir Bjarna alveg úti í skurði með sinn málflutning varðandi ÍL-sjóð og honum væri sæmst að viðurkenna það sem blastir við í þeim efnum.vísir/vilhelm Hann er algjörlega kominn út í skurð í þessu máli og í staðinn fyrir að þráast við ætti hann kannski bara að viðurkenna það og gangast við því að þessi sérkennilegi blaðamannafundur sem hann hélt hérna í haust, þar sem hann hótaði lagasetningu og þóttist geta stillt lífeyrissjóðum upp við vegg og hlaupist undan ríkistryggðum skuldbindingum, var frumhlaup,“ segir Jóhann Páll. Og það sem verra er, að mati þingmannsins, þá hafi Bjarni með þessu valdið verulegu tjóni. „Þetta voru kúrekastælar, alvarlegt frumhlaup sem hafði strax áhrif á virði bréfanna. Á meðan hæstvirtur ráðherra viðheldur þessari óvissu í staðinn fyrir að gangast við því að hann hafi rangt fyrir sér þá verður virði þessara eignaflokka í óvissu, þá er virði bréfanna haldið niðri að ósekju og þannig er hæstvirtur ráðherra bæði að skaða trúverðugleika ríkissjóðs sem útgefanda skuldabréfa og í raun að skaða hagsmuni lífeyrissjóðanna og sjóðfélaga þeirra.“
Alþingi ÍL-sjóður Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag. 23. nóvember 2022 16:50 Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist „mótmæla harðlega“ þeirri skoðun sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði hefur sett fram að ef ÍL-sjóður, áður gamli Íbúðalánasjóðurinn, verði settur í slitameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs sem er í ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins. 25. október 2022 08:36 Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna. 24. október 2022 11:49 Bein útsending: Bjarni ræðir stöðu og framtíð ÍL-sjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar um stöðu ÍL-sjóðs og næstu skref í tengslum við hann. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér að neðan. 20. október 2022 15:01 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag. 23. nóvember 2022 16:50
Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist „mótmæla harðlega“ þeirri skoðun sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði hefur sett fram að ef ÍL-sjóður, áður gamli Íbúðalánasjóðurinn, verði settur í slitameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs sem er í ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins. 25. október 2022 08:36
Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna. 24. október 2022 11:49
Bein útsending: Bjarni ræðir stöðu og framtíð ÍL-sjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar um stöðu ÍL-sjóðs og næstu skref í tengslum við hann. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér að neðan. 20. október 2022 15:01