Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Kristján Már Unnarsson skrifar 9. desember 2022 22:50 Airbus A330-breiðþotan komin til nýrrar heimahafnar á Grænlandi. KNR Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá lendingu þotunnar á Kangerlussuaq-flugvelli á myndum frá KNR á Grænlandi. Þar fékk hún heiðursmóttöku slökkviliðs flugvallarins. Nýja flugvélin lent í Kangerlussuaq, eða Syðri-Straumfirði. Slökkviliðsbílar mynda heiðursvörð.KNR Rétt eins og gerðist hjá Íslendingum í sinni sjálfstæðisbaráttu hefur það verið metnaðarmál Grænlendinga á undanförnum árum að treysta eigin samgöngur við umheiminn. Það mátti því búast við að komu þessarar glænýju Airbus-breiðþotu beint úr verksmiðjunum í Suður-Frakklandi yrði vel fagnað á flugvellinum í Kangerlussuaq. Dönsk flugfréttasíða fullyrti reyndar í fyrra að Grænlendingar hefðu fengið þotuna frá Airbus á óvenju hagstæðu verði. Engu að síður er hún langstærsta fjárfesting í sögu þjóðarflugfélagsins Air Greenland og sögð hafa kostað yfir fjórtán milljarða íslenskra króna. Þotunni ekið að flugskýli Air Greenland þar sem móttökuathöfn fór fram.KNR Á flugvellinum mátti sjá helstu ráðamenn landsins gleðjast með hópi skólabarna, þar á meðal forsætisráðherrann Múte B. Egede, varaforsætisráðherrann Erik Jensen, og Kim Kielsen, fyrrum forsætisráðherra. Íbúum Kangerlussuaq og öðrum gestum var boðið að skoða flugvélina og að þiggja kökur og kræsingar í flugskýli. Nýja þotan er af gerðinni Airbus A330 og leysir af 24 ára gamla þotu sömu tegundar, sem rúmar 278 farþega. Þessi er hins vegar örlítið stærri, tekur 305 farþega, og eyðir fjórðungi minna eldsneyti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta flug dýrustu flugvélar Grænlands til heimalandsins Grænlendingar fögnuðu í gær nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Hún er langstærsta fjárfesting þjóðarflugfélagsins Air Greenland, kostaði yfir 700 milljónir danskra króna, eða yfir fjórtán milljarða íslenskra, að sögn grænlenska ríkismiðilsins KNR. 8. desember 2022 18:30 Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Telja Grænlendinga hafa fengið mikinn afslátt af Airbus-þotunni Air Greenland er sagt hafa fengið 14 milljarða króna afslátt frá Airbus við kaup á nýju breiðþotunni. Miðað við yfir 32 milljarða króna listaverð evrópska flugvélaframleiðandans þýðir þetta vel yfir fjörutíu prósenta afslátt. 21. janúar 2020 10:23 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá lendingu þotunnar á Kangerlussuaq-flugvelli á myndum frá KNR á Grænlandi. Þar fékk hún heiðursmóttöku slökkviliðs flugvallarins. Nýja flugvélin lent í Kangerlussuaq, eða Syðri-Straumfirði. Slökkviliðsbílar mynda heiðursvörð.KNR Rétt eins og gerðist hjá Íslendingum í sinni sjálfstæðisbaráttu hefur það verið metnaðarmál Grænlendinga á undanförnum árum að treysta eigin samgöngur við umheiminn. Það mátti því búast við að komu þessarar glænýju Airbus-breiðþotu beint úr verksmiðjunum í Suður-Frakklandi yrði vel fagnað á flugvellinum í Kangerlussuaq. Dönsk flugfréttasíða fullyrti reyndar í fyrra að Grænlendingar hefðu fengið þotuna frá Airbus á óvenju hagstæðu verði. Engu að síður er hún langstærsta fjárfesting í sögu þjóðarflugfélagsins Air Greenland og sögð hafa kostað yfir fjórtán milljarða íslenskra króna. Þotunni ekið að flugskýli Air Greenland þar sem móttökuathöfn fór fram.KNR Á flugvellinum mátti sjá helstu ráðamenn landsins gleðjast með hópi skólabarna, þar á meðal forsætisráðherrann Múte B. Egede, varaforsætisráðherrann Erik Jensen, og Kim Kielsen, fyrrum forsætisráðherra. Íbúum Kangerlussuaq og öðrum gestum var boðið að skoða flugvélina og að þiggja kökur og kræsingar í flugskýli. Nýja þotan er af gerðinni Airbus A330 og leysir af 24 ára gamla þotu sömu tegundar, sem rúmar 278 farþega. Þessi er hins vegar örlítið stærri, tekur 305 farþega, og eyðir fjórðungi minna eldsneyti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta flug dýrustu flugvélar Grænlands til heimalandsins Grænlendingar fögnuðu í gær nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Hún er langstærsta fjárfesting þjóðarflugfélagsins Air Greenland, kostaði yfir 700 milljónir danskra króna, eða yfir fjórtán milljarða íslenskra, að sögn grænlenska ríkismiðilsins KNR. 8. desember 2022 18:30 Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Telja Grænlendinga hafa fengið mikinn afslátt af Airbus-þotunni Air Greenland er sagt hafa fengið 14 milljarða króna afslátt frá Airbus við kaup á nýju breiðþotunni. Miðað við yfir 32 milljarða króna listaverð evrópska flugvélaframleiðandans þýðir þetta vel yfir fjörutíu prósenta afslátt. 21. janúar 2020 10:23 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Fyrsta flug dýrustu flugvélar Grænlands til heimalandsins Grænlendingar fögnuðu í gær nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Hún er langstærsta fjárfesting þjóðarflugfélagsins Air Greenland, kostaði yfir 700 milljónir danskra króna, eða yfir fjórtán milljarða íslenskra, að sögn grænlenska ríkismiðilsins KNR. 8. desember 2022 18:30
Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10
Telja Grænlendinga hafa fengið mikinn afslátt af Airbus-þotunni Air Greenland er sagt hafa fengið 14 milljarða króna afslátt frá Airbus við kaup á nýju breiðþotunni. Miðað við yfir 32 milljarða króna listaverð evrópska flugvélaframleiðandans þýðir þetta vel yfir fjörutíu prósenta afslátt. 21. janúar 2020 10:23