Myndin bar nafnið Dear Mom, Love Cher, samhliða 25. plötu Cher, Closer to the Truth. Myndin var leikstýrð af P. David Ebersole. Myndin fjallaði um ævi Holt og uppeldi hennar á Cher. Við markaðsetningu myndarinnar komu þær mæðgur fram í ýmsum þáttum á borð við The Ellen DeGeneres Show og The Tonight Show With Jay Leno.
Cher greindi sjálf frá andláti móður sinnar á Twitter í gær. Skilaboðin sem hún birti voru stutt: „Mamma er farin“.
Mom is gone
— Cher (@cher) December 11, 2022
Holt skilur eftir sig tvær dætur, Cher og Georganne LaPiere. Hún gifti sig alls sex sinnum, þar af föður Cher tvisvar.