Enski boltinn

Jafnt í slagnum um Manchester

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik dagsins.
Úr leik dagsins. Manchester United

Manchester City og Manchester United áttust við í efstu deild kvenna í fótbolta á Englandi í dag. Gestirnir í United hafa leikið einkar vel á þessari leiktíð en höfðu ekki enn unnið nágranna sína í deildarleik. Það breyttist ekki í dag þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Gestirnir byrjuðu betur og kom Leah Galton liðinu yfir eftir stoðsendingu Ellu Toone þegar hálftími var liðinn af leiknum. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og Man Utd fór með nauma forystu inn í hálfleikshléið.

Laura Coombs jafnaði metin í síðari hálfleik og þar við sat, lokatölur 1-1. Það var vel mætt á Etihad völlinn í Manchester í dag en alls mættu 44.259 manns á þennan stórleik. María Þórisdóttir sat allan tímann á varamannabekk United.

Manchester United er í 2. sæti deildarinnar, nú með 22 stig að loknum 9 leikjum. Arsenal er stigi á eftir en með leik til góða á meðan Chelsea er á toppi deildarinnar með 24 stig. Man City er svo í 4. sæti með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×