Meintur Lockerbie-sprengjumaður framseldur til Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 11:48 Brak af trjónu farþegaþotu Pan Am í Lockerbie árið 1988. Ellefu bæjarbúar fórust til viðbótar við þá 259 sem voru um borð í þotunni. AP/Martin Cleaver Líbískur fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er ákærður fyrir að smíða sprengjuna sem grandaði farþegaþotu yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988 er nú í haldi bandarískra yfirvalda. Hann verður framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til saka. Bandaríska dómsmálaráðuneytið kynnti ákæru á hendur Abu Agila Mohammad Mas'ud fyrir að smíða sprengjuna sem varð á þriðja hundrað manna að bana árið 2020. Mas'ud var þá í líbísku fangelsi vegna ótengdra saka. New York Times segir óljóst hvernig bandarískum stjórnvöldum tókst að fá hann framseldan. AP-fréttastofan segir að Mas'ud hafi verið sprengjusérfræðingur hjá líbísku leyniþjónustunni. Hann játaði fyrir líbískum yfirvöldum að hafa smíðað sprengjuna og unnið með tveimur öðrum mönnum sem bandarísk yfirvöld ákærðu. Hélt hann því fram að líbíska leyniþjónustan hefði skipulagt hryðjuverkið og að Múammar Gaddafi, þáverandi einræðisráðherra landsins, hafi þakkað honum og öðrum fyrir eftir á. Flugvél Pan Am-flugfélagsins sprakk yfir Lockerbie innan við hálftíma eftir flugtak frá Heathrow-flugvelli í London 21. desember árið 1988. Um borð voru farþegar frá 21 landi en langflestir þeirra voru Bandaríkjamenn, margir þeirra á leiðinni heim fyrir jólin. Sprengingin varð öllum þeim 259 sem voru um borð í vélinni að bana auk ellefu manns á jörðu niðri. Einn sakfelldur fyrir aldamót Böndin bárust fljótt að Líbíu en Gaddafi var svarinn andstæðingur Bandaríkjanna. Árið 1991 ákærðu bandarísk yfirvöld tvo líbíska leyniþjónustumenn fyrir að hafa komið sprengjunni fyrir um borð í flugvélinni. Gadaffi neitaði að framselja þá. Átta árum síðar féllst hann þó á að láta þá svara til saka fyrir skoskum dómurum í Hollandi. Annar þeirra, Abdel Baset Ali al-Megrahi, var fundinn sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi en hinn var sýknaður. Skotar slepptu al-Megrahi af mannúðarástæðum eftir að hann greindist með eistnakrabbamein árið 2009. Hann lést í heimalandi sínu þremur árum síðar. Líbíustjórn gerði sátt við aðstandendur fórnarlamba hryðjuverksins og greiddi þeim bætur árið 2003. Bandaríkin Líbía Skotland Fréttir af flugi Bretland Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið kynnti ákæru á hendur Abu Agila Mohammad Mas'ud fyrir að smíða sprengjuna sem varð á þriðja hundrað manna að bana árið 2020. Mas'ud var þá í líbísku fangelsi vegna ótengdra saka. New York Times segir óljóst hvernig bandarískum stjórnvöldum tókst að fá hann framseldan. AP-fréttastofan segir að Mas'ud hafi verið sprengjusérfræðingur hjá líbísku leyniþjónustunni. Hann játaði fyrir líbískum yfirvöldum að hafa smíðað sprengjuna og unnið með tveimur öðrum mönnum sem bandarísk yfirvöld ákærðu. Hélt hann því fram að líbíska leyniþjónustan hefði skipulagt hryðjuverkið og að Múammar Gaddafi, þáverandi einræðisráðherra landsins, hafi þakkað honum og öðrum fyrir eftir á. Flugvél Pan Am-flugfélagsins sprakk yfir Lockerbie innan við hálftíma eftir flugtak frá Heathrow-flugvelli í London 21. desember árið 1988. Um borð voru farþegar frá 21 landi en langflestir þeirra voru Bandaríkjamenn, margir þeirra á leiðinni heim fyrir jólin. Sprengingin varð öllum þeim 259 sem voru um borð í vélinni að bana auk ellefu manns á jörðu niðri. Einn sakfelldur fyrir aldamót Böndin bárust fljótt að Líbíu en Gaddafi var svarinn andstæðingur Bandaríkjanna. Árið 1991 ákærðu bandarísk yfirvöld tvo líbíska leyniþjónustumenn fyrir að hafa komið sprengjunni fyrir um borð í flugvélinni. Gadaffi neitaði að framselja þá. Átta árum síðar féllst hann þó á að láta þá svara til saka fyrir skoskum dómurum í Hollandi. Annar þeirra, Abdel Baset Ali al-Megrahi, var fundinn sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi en hinn var sýknaður. Skotar slepptu al-Megrahi af mannúðarástæðum eftir að hann greindist með eistnakrabbamein árið 2009. Hann lést í heimalandi sínu þremur árum síðar. Líbíustjórn gerði sátt við aðstandendur fórnarlamba hryðjuverksins og greiddi þeim bætur árið 2003.
Bandaríkin Líbía Skotland Fréttir af flugi Bretland Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira