Fjórði drengurinn sem féll í tjörnina er á sjúkrahúsi og er ástand hans sagt vera alvarlegt. Hann er sex ára að aldri.
Þetta kemur fram í frétt BBC. Þar segir að drengirnir hafi verið að leik á ísnum í Babbs Mill almenningsgarðinum, austur af Birmingham.
Drengirnir voru fluttir á sjúkrahús eftir að þeim bjargað úr tjörninni. Þrír þeirra voru síðar úrskurðaðir látnir.

Leit stendur enn yfir við tjörnina þar sem lögregla vinnur að því að komast að því nákvæmlega gerðist og hvort að einhver annar hafi mögulega farið í tjörnina.
Tilkynning um slysið kom inn á borð lögreglu síðdegis í gær.