Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2022 14:30 Ragnar Þór undirritar kjarasamninginn í Karphúsinu á öðrum tímanum. Vísir/Vilhelm Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. Greint var frá því nokkuð óvænt á tólfta tímanum í dag að samningar hefðu náðst. Maraþonfundarhelgi lauk á fimmta tímanum í nótt og engar vísbendingar um að búið væri að nást samkomulag. Hálftíma eða svo tók að skrifa undir samningana í Karphúsinu. Bæði þarf að undirrita mörg skjöl og um leið margir að undirrita þessi sömu skjöl. Að því loknu voru forystusauðirnir boðaðir inn í annað herbergi með fjölda ljósmyndara til að taka hópmynd. Beðið var eftir því að Ragnar Þór mætti. „Hvar er Ragnar?“, „fór Ragnar beint í vöfflurnar?“ var spurt. Svo var ákveðið að ljósmyndaherinn tæki sínar myndir. Viðsemjendur brostu, gerðu grín og hlýddu tilmælum ljósmyndara varðandi uppstillingu. Ekkert sást þó til Ragnars Þórs en nokkru síðar sást hann á ganginum og hélt út úr húsakynnum Ríkissáttasemjara. Aðalsteinn S. Leifsson ríkisáttasemjari fær samninginn í hendurnar frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.Vísir/Vilhelm Beiðnum fjölmiðlamanna á staðnum um viðtal var hafnað. Þá hefur fréttastofa ekki náð tali af Ragnari síðan. Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. SA og SGS skrifuðu undir samning fyrir rúmri viku, samning sem formaður SGS fagnaði en Ragnar Þór gagnrýndi. Hann sagði samningsstöðu VR og annarra verkalýðsfélaga verri eftir undirritun þess samnings. „Eins og ég hef sagt þá hefði það verið óskastaðan ef hreyfingin hefði verið svona sameinaðari í þessarði nálgun. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að möguleikar okkar til þess að ná kannski meiri og betri eða stærri aðgerðapökkum frá stjórnvöldum og síðan önnur mál sem að geta verið öllum félögum mikilvæg, sameiginleg mál. Við hefðum átt meiri möguleika þar já,“ sagði Ragnar. Hann hefur enn ekki tjáð sig um ylvolga kjarasamninginn sem skrifað var undir á öðrum tímanum. Uppfært klukkan 15:35 Ragnar Þór tjáði fréttastofu rétt í þessu að hann ætlaði ekkert að tjá sig í dag. Hann væri varla búinn að sofa alla helgina og ætlaði að bíða með að ræða við fólk þangað til á morgun. Þá stóð í fyrri útgáfu fréttarinnar að þess hefði verið beðið að Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, varaformaður VR, kæmi í myndatökuna. Hún upplýsti fréttastofu síðar að hún hefði ekki verið boðuð í myndatökuna. Enda hefði hún annars að sjálfsögðu mætt í hana. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Greint var frá því nokkuð óvænt á tólfta tímanum í dag að samningar hefðu náðst. Maraþonfundarhelgi lauk á fimmta tímanum í nótt og engar vísbendingar um að búið væri að nást samkomulag. Hálftíma eða svo tók að skrifa undir samningana í Karphúsinu. Bæði þarf að undirrita mörg skjöl og um leið margir að undirrita þessi sömu skjöl. Að því loknu voru forystusauðirnir boðaðir inn í annað herbergi með fjölda ljósmyndara til að taka hópmynd. Beðið var eftir því að Ragnar Þór mætti. „Hvar er Ragnar?“, „fór Ragnar beint í vöfflurnar?“ var spurt. Svo var ákveðið að ljósmyndaherinn tæki sínar myndir. Viðsemjendur brostu, gerðu grín og hlýddu tilmælum ljósmyndara varðandi uppstillingu. Ekkert sást þó til Ragnars Þórs en nokkru síðar sást hann á ganginum og hélt út úr húsakynnum Ríkissáttasemjara. Aðalsteinn S. Leifsson ríkisáttasemjari fær samninginn í hendurnar frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.Vísir/Vilhelm Beiðnum fjölmiðlamanna á staðnum um viðtal var hafnað. Þá hefur fréttastofa ekki náð tali af Ragnari síðan. Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. SA og SGS skrifuðu undir samning fyrir rúmri viku, samning sem formaður SGS fagnaði en Ragnar Þór gagnrýndi. Hann sagði samningsstöðu VR og annarra verkalýðsfélaga verri eftir undirritun þess samnings. „Eins og ég hef sagt þá hefði það verið óskastaðan ef hreyfingin hefði verið svona sameinaðari í þessarði nálgun. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að möguleikar okkar til þess að ná kannski meiri og betri eða stærri aðgerðapökkum frá stjórnvöldum og síðan önnur mál sem að geta verið öllum félögum mikilvæg, sameiginleg mál. Við hefðum átt meiri möguleika þar já,“ sagði Ragnar. Hann hefur enn ekki tjáð sig um ylvolga kjarasamninginn sem skrifað var undir á öðrum tímanum. Uppfært klukkan 15:35 Ragnar Þór tjáði fréttastofu rétt í þessu að hann ætlaði ekkert að tjá sig í dag. Hann væri varla búinn að sofa alla helgina og ætlaði að bíða með að ræða við fólk þangað til á morgun. Þá stóð í fyrri útgáfu fréttarinnar að þess hefði verið beðið að Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, varaformaður VR, kæmi í myndatökuna. Hún upplýsti fréttastofu síðar að hún hefði ekki verið boðuð í myndatökuna. Enda hefði hún annars að sjálfsögðu mætt í hana.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira