Heilbrigðiskerfið sem fékk lítinn plástur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 12. desember 2022 16:01 Nýlega heyrðum við af uppsögn forstjóra Sjúkratrygginga. Hún treysti sér ekki til að sinna starfinu með þeim fjárveitingum sem Sjúkratryggingum er úthlutað. Í framhaldinu heyrðust síðan þau merkilegu viðbrögð heilbrigðisráðherra að uppsögnin hafi ekki komið honum á óvart. Ríkisstjórnin talar núna um innspýtingu í heilbrigðiskerfið. Staðreyndin er hins vegar sú að það hefur verið augljóst í allt haust frá því að fjáralagafrumvarpið var fyrst kynnt að verulega þurfti að bæta í. Formaður Læknafélagsins benti t.d. á að lyfjakaup væru ekki fjármögnuð í fjárlagafrumvarpi hjá einni ríkustu þjóð heims. Annað handahófskennt dæmi úr er staðan á krabbameinsdeild Landspítala þar sem sjúklingar, heilbrigðisstarfsfólk og aðstandendur búa við lélega aðstöðu. Spítalinn segir að deildin sé löngu sprungin. Þetta er veruleikinn hjá einni ríkustu þjóð heims. Af dæmum sem þessum er því miður nóg að taka. Tvöfalt heilbrigðiskerfi blasir við Ríkisstjórnin ætlar að stoppa í holurnar en það mun hins vegar ekki breyta stóru myndinni. Framtíðarsýnina skortir. Þjóðin er einhuga um að vilja gera meira og betur í þessum málaflokki. Þjóðin er einhuga um að vilja viðhalda því norræna módeli sem við byggjum á: að aðgengi að heilbrigðisþjónustu skuli vera óháð efnahag. Um þessa hugmyndafræði hefur blessunarlega ekki verið ágreiningur í íslenskum stjórnmálunum. Við viljum verja það markmið að allt fólk skuli hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Ríkisstjórnin styrkir hins vegar tvöfalt kerfi í reynd með aðgerðaleysi sínu sem nú er í árum talið. Staðreyndin er sú að tvöfalt heilbrigðiskerfi hefur orðið til á vakt þessarar ríkisstjórnar. Engu virðist skipta hvort Vinstri græn eða Framsókn fara með heilbrigðisráðuneytið. Úrræðaleysið er það sama. Læknar, sjúkraþjálfarar og sálfræðingar Heilbrigðisráðuneytið hefur í haust margstaðfest við fjárlaganefnd að þessi fjárlög geyma enga fjármuni til að semja við sérgreinalækna. Hvaða afleiðingar hefur það? Læknar munu að líkindum verða samningslausir fimmta árið. Sjúklingar þurfa að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu vegna þess að ekki hafa náðst samningar. Þeir sjúklingar sem oftast þurfa á sækja heilbrigðisþjónustu finna auðvitað mest fyrir því. Og þeir sjúklingar sem ráða ekki við að borga meira, þurfa einfaldlega að neita sér um heilbrigðisþjónustu. Það er bein afleiðing af því að þessir samningar hafa ekki verið gerðir. Í fjárlagafrumvarpið vantar sömuleiðis fjármuni til samninga við sjúkraþjálfara sem þýðir: lengri biðlistar. Biðlistarnir eru víða, í liðskipti, í augnsteinaaðgerðir eða bara til að komast að hjá heimilislækni. Við þekkjum sömuleiðis veruleikann af biðlistum barna eftir þjónustu, sem er í árum talin og svo löng að það er drjúgur hluti æskunnar. Þau sem geta velja að fara til útlanda í aðgerðir eða mæta á læknavaktina, þó dýrara sé. Sálfræðiþjónustan enn og aftur gleymd Ég hef ítrekað spurt um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu á fundum okkar í fjárlaganefnd en hef ekki fengið svör. Það segir í sjálfu sér allt sem segja þarf að þessum spurningum sé ekki svarað og samtölum eytt. Hér vantar einfaldlega fjármagn. Sálfræðiþjónusta verður því áfram heilbrigðisþjónusta fyrir þá sem hafa ráð á henni. Það er vitað mál að margar barnafjölskyldur geta ekki leyft sér að greiða 20.000 kr. fyrir hvern tíma. Tvöfalt kerfi er því líka niðurstaðan þar. Tillögur Viðreisnar um aukið fjármagn Mönnun á heilbrigðisstofnunum er sögð stærsta áskorun heilbrigðiskerfisins. Hér eru hins vegar engin teikn um að ráðast eigi í úrbætur um vinnuaðstæður eða vinnuálag. Né heldur eru teikn um hvata til að halda í hjúkrunarfræðinga eða laða sérfræðilækna heim úr námi. Það þarf að styrkja heilbrigðiskerfið til lengri tíma litið. Þingsályktunartillaga Viðreisnar um bætt kjör kvennastétta var samþykkt 2018 en ríkisstjórnin hefur ekkert gert með þá þingsályktun. Heilbrigðisstarfsfólk eru eftirsóttustu starfskraftar heims og við þurfum að standast samkeppni að utan. Grundvöllur þess að gera bragarbót á, er að bæta kjör og aðstöðu starfsfólks. Það þarf að vera eftirsóknarvert að vinna í heilbrigðiskerfinu. Með því getum við betur unnið á biðlistum og minnkað álag á starfsfólk. Viðreisn vill bæta kjör kvennastétta í heilbrigðiskerfinu og að 6 milljörðum verði aukalega varið til heilbrigðiskerfisins, þar sem áhersla verður lögð á það markmið. Það er nefnilega svo margt sem hægt er að gera. Hér er vandi sem snýr að fjárfestingum í heilbrigðiskerfinu sem hefur áhrif á vinnuaðstæður, vinnuálag og hér er vandi sem snýr að afstöðu ríkisstjórnarinnar til samspils og samstarfs stofnana. Það þarf líka viljann til að nýta hæfileika og getu allra. Og það þarf að fara að horfa á stóru myndina en ekki stoppa bara í holur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Heilbrigðismál Alþingi Viðreisn Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Nýlega heyrðum við af uppsögn forstjóra Sjúkratrygginga. Hún treysti sér ekki til að sinna starfinu með þeim fjárveitingum sem Sjúkratryggingum er úthlutað. Í framhaldinu heyrðust síðan þau merkilegu viðbrögð heilbrigðisráðherra að uppsögnin hafi ekki komið honum á óvart. Ríkisstjórnin talar núna um innspýtingu í heilbrigðiskerfið. Staðreyndin er hins vegar sú að það hefur verið augljóst í allt haust frá því að fjáralagafrumvarpið var fyrst kynnt að verulega þurfti að bæta í. Formaður Læknafélagsins benti t.d. á að lyfjakaup væru ekki fjármögnuð í fjárlagafrumvarpi hjá einni ríkustu þjóð heims. Annað handahófskennt dæmi úr er staðan á krabbameinsdeild Landspítala þar sem sjúklingar, heilbrigðisstarfsfólk og aðstandendur búa við lélega aðstöðu. Spítalinn segir að deildin sé löngu sprungin. Þetta er veruleikinn hjá einni ríkustu þjóð heims. Af dæmum sem þessum er því miður nóg að taka. Tvöfalt heilbrigðiskerfi blasir við Ríkisstjórnin ætlar að stoppa í holurnar en það mun hins vegar ekki breyta stóru myndinni. Framtíðarsýnina skortir. Þjóðin er einhuga um að vilja gera meira og betur í þessum málaflokki. Þjóðin er einhuga um að vilja viðhalda því norræna módeli sem við byggjum á: að aðgengi að heilbrigðisþjónustu skuli vera óháð efnahag. Um þessa hugmyndafræði hefur blessunarlega ekki verið ágreiningur í íslenskum stjórnmálunum. Við viljum verja það markmið að allt fólk skuli hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Ríkisstjórnin styrkir hins vegar tvöfalt kerfi í reynd með aðgerðaleysi sínu sem nú er í árum talið. Staðreyndin er sú að tvöfalt heilbrigðiskerfi hefur orðið til á vakt þessarar ríkisstjórnar. Engu virðist skipta hvort Vinstri græn eða Framsókn fara með heilbrigðisráðuneytið. Úrræðaleysið er það sama. Læknar, sjúkraþjálfarar og sálfræðingar Heilbrigðisráðuneytið hefur í haust margstaðfest við fjárlaganefnd að þessi fjárlög geyma enga fjármuni til að semja við sérgreinalækna. Hvaða afleiðingar hefur það? Læknar munu að líkindum verða samningslausir fimmta árið. Sjúklingar þurfa að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu vegna þess að ekki hafa náðst samningar. Þeir sjúklingar sem oftast þurfa á sækja heilbrigðisþjónustu finna auðvitað mest fyrir því. Og þeir sjúklingar sem ráða ekki við að borga meira, þurfa einfaldlega að neita sér um heilbrigðisþjónustu. Það er bein afleiðing af því að þessir samningar hafa ekki verið gerðir. Í fjárlagafrumvarpið vantar sömuleiðis fjármuni til samninga við sjúkraþjálfara sem þýðir: lengri biðlistar. Biðlistarnir eru víða, í liðskipti, í augnsteinaaðgerðir eða bara til að komast að hjá heimilislækni. Við þekkjum sömuleiðis veruleikann af biðlistum barna eftir þjónustu, sem er í árum talin og svo löng að það er drjúgur hluti æskunnar. Þau sem geta velja að fara til útlanda í aðgerðir eða mæta á læknavaktina, þó dýrara sé. Sálfræðiþjónustan enn og aftur gleymd Ég hef ítrekað spurt um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu á fundum okkar í fjárlaganefnd en hef ekki fengið svör. Það segir í sjálfu sér allt sem segja þarf að þessum spurningum sé ekki svarað og samtölum eytt. Hér vantar einfaldlega fjármagn. Sálfræðiþjónusta verður því áfram heilbrigðisþjónusta fyrir þá sem hafa ráð á henni. Það er vitað mál að margar barnafjölskyldur geta ekki leyft sér að greiða 20.000 kr. fyrir hvern tíma. Tvöfalt kerfi er því líka niðurstaðan þar. Tillögur Viðreisnar um aukið fjármagn Mönnun á heilbrigðisstofnunum er sögð stærsta áskorun heilbrigðiskerfisins. Hér eru hins vegar engin teikn um að ráðast eigi í úrbætur um vinnuaðstæður eða vinnuálag. Né heldur eru teikn um hvata til að halda í hjúkrunarfræðinga eða laða sérfræðilækna heim úr námi. Það þarf að styrkja heilbrigðiskerfið til lengri tíma litið. Þingsályktunartillaga Viðreisnar um bætt kjör kvennastétta var samþykkt 2018 en ríkisstjórnin hefur ekkert gert með þá þingsályktun. Heilbrigðisstarfsfólk eru eftirsóttustu starfskraftar heims og við þurfum að standast samkeppni að utan. Grundvöllur þess að gera bragarbót á, er að bæta kjör og aðstöðu starfsfólks. Það þarf að vera eftirsóknarvert að vinna í heilbrigðiskerfinu. Með því getum við betur unnið á biðlistum og minnkað álag á starfsfólk. Viðreisn vill bæta kjör kvennastétta í heilbrigðiskerfinu og að 6 milljörðum verði aukalega varið til heilbrigðiskerfisins, þar sem áhersla verður lögð á það markmið. Það er nefnilega svo margt sem hægt er að gera. Hér er vandi sem snýr að fjárfestingum í heilbrigðiskerfinu sem hefur áhrif á vinnuaðstæður, vinnuálag og hér er vandi sem snýr að afstöðu ríkisstjórnarinnar til samspils og samstarfs stofnana. Það þarf líka viljann til að nýta hæfileika og getu allra. Og það þarf að fara að horfa á stóru myndina en ekki stoppa bara í holur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun