Fimm þúsund heimaprjónaðar lopaflíkur sendar til Úkraínu í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. desember 2022 21:02 Kanada lagði til herþotu til að flytja vetrarbúnaðinn og sjúkragögnin til Úkraínu. Vísir/Hallgerður Heimaprjónaðar lopapeysur og ullarteppi voru meðal þess sem kanadíski herinn flaug með til Úkraínu frá Keflavíkurflugvelli síðdegis. Þúsundir Íslendinga hafa tekið upp prjónana undanfarna mánuði og lagt sitt af mörkum til að halda hita á úkraínsku þjóðinni í vetur. Níu tonn af vetrarbúnaði voru um borð í kanadískri herflugvél sem flaug frá Keflavíkurflugvelli til Úkraínu í dag. Þar mátti meðal annars finna sjúkragögn, hlífðarfatnað frá íslenskum útivistarfyrirtækjum, eins og 66°C, Dynjanda og Fjallakofanum, en ekki síst heimaprjónuð vetrarklæði sem var afrakstur sjálfboðavinnu þúsunda Íslendinga. Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra efast að þetta verði eina fatasendingin frá Íslandi til Úkraínu.Vísir/Sigurjón „Það er auðvitað það sem er, í mínum huga, ekki bara táknrænt heldur er það raunverulegt framlag og við höfum fengið að heyra það innnan úr höfuðstöðvum NATO að hlýr fatnaður sem raunverulega tryggir hlýja kroppa eru jafn mikilvægir og vopnin sem hermenn þurfa að hafa til að geta tekið til varnar Úkraínu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. „Þetta er auðvitað mikið samstarfsverkefni. Við erum hérna í samstarfi við kanadíska herinn og aðila hérna á Íslandi. Landhelgisgæslan hefur staðið framúrskarandi vel að utanumhaldi og skipulagningu á þessu verkefni,“ bætir Þórdís við. Tonnunum níu af vörum frá Íslandi var komið fyrir í herþotunni, sem flaug af stað með varninginn til Úkraínu síðdegis.Vísir/Sigurjón Sérðu fyrir þér að þetta verði gert aftur? „Mér finnst það ekki ólíklegt. Ég sé fyrir mér að áfram verði þörf á hlýjum fötum enda köldustu vikurnar rétt að byrja.“ Andlegi stuðningurinn ekki síst mikilvægur Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan eitt í dag. Hún hélt svo áfram til Úkraínu, þar sem hún lendir í kvöld, hlaðin þessum prjónavörum. Þar eru 3.500 lopasokkar frá hópnum Sendum hlýju og minnst 1.400 lopapeysur og -teppi sem íslenskt og úkraínskt handavinnufólk hefur prjónað á svonefndum hannyrðahittingum eða gefið í söfnunina. „Það er svo dásamlegt hvað Íslendingar hafa tekið öflugan þátt. Fólk út um allt land frá elliheimilum, skólum og fólk sem hefur verið að framleiða til að selja og ákvað að gefa, mikið magn í sumum tilvikum,“ segir Heiðrún Hauksdóttir sjálfboðaliði hjá Sendum hlýju. Heiðrún Hauksdóttir hefur stjórnað Sendum hlýju verkefninu, sem leggur til 3.500 lopasokka.Vísir/Sigurjón „Þetta eru svo mikilvæg skilaboð. Við erum að senda hlýju, ekki bara eiginlegri merkingu, heldur andlegi stuðningurinn. Að þú finnir að einhver nyrst í heimi hafi sent þetta og haft fyrir að prjóna.“ Vildu senda ættingjunum hlý föt Margir sjálfboðaliðanna eru úkraínskar konur sem byrjuðu á að senda ættingjum hlý föt. „Það eru svona tutttugu úkraínskar konur sem koma reglulega. Við byrjuðum í vor og síðan hafa margar fengið vinnu, svo hætta þær og þá koma nýjar í staðin. Við erum búin að fá rosalega mikið gefins frá fólkinu í landinu,“ segir Birgit Raschhofer, sjálfboðaliði. Birgit stofnaði hannyrðahóp fyrir Úkraínumenn ásamt nokkrum öðrum íslenskum konum eftir að ung flóttakona leitaði til hennar. Anna Margrét Jóhannsdóttir, Birgit Raschhofer og Heiðrún Hauksdóttir sjálfboðaliðar.Vísir/Sigurjón „Hún var nýkomin, átti engin föt og sonur hennar sem var fjögurra mánaða átti heldur engin föt. Svo fór ég með föt til hennar og sá að það var fullt af úkraínskum konum í miðstöð úkraínskra flóttamanna í Guðrúnartúni sem höfðu ekkert að gera. Þá sendi ég út skeyti á Facebook og bað um smá garn og prjóna og fór með til þeirra,“ segir Birgit. „Svo hugsaði ég með mér að þetta væri bara vitleysa, við ættum bara að hafa prjónakvöld.“ Birgit hefur farið fyrir hópi íslenskra og úkraínskra kvenna sem hittist vikulega og vinnur handavinnu.Vísir/Sigurjón Mikið samfélag hafi skapast í kringum hópinn, sérstaklega þegar ástandið úti er slæmt og margar konur heyra jafnvel ekki frá mönnunum sínum og börnum í marga daga í senn. „Af því þeir komast ekki í net eða síma. Þá fá þær hjá okkur faðmlag og öxl til að gráta á,“ segir Birgit. Konurnar hafi margar viljað senda ættingjum sínum í Úkraínu hlý föt fyrir veturinn. „Svo rúllaði boltinn og hann stækkaði og stækkaði. Svo fór Utanríkisráðuneytið í Sendum hlýju verkefnið með sokkana og þeir samþykktu að senda allt sem við söfnuðum með.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Kanada Landhelgisgæslan Handverk Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Níu tonn af vetrarbúnaði voru um borð í kanadískri herflugvél sem flaug frá Keflavíkurflugvelli til Úkraínu í dag. Þar mátti meðal annars finna sjúkragögn, hlífðarfatnað frá íslenskum útivistarfyrirtækjum, eins og 66°C, Dynjanda og Fjallakofanum, en ekki síst heimaprjónuð vetrarklæði sem var afrakstur sjálfboðavinnu þúsunda Íslendinga. Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra efast að þetta verði eina fatasendingin frá Íslandi til Úkraínu.Vísir/Sigurjón „Það er auðvitað það sem er, í mínum huga, ekki bara táknrænt heldur er það raunverulegt framlag og við höfum fengið að heyra það innnan úr höfuðstöðvum NATO að hlýr fatnaður sem raunverulega tryggir hlýja kroppa eru jafn mikilvægir og vopnin sem hermenn þurfa að hafa til að geta tekið til varnar Úkraínu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. „Þetta er auðvitað mikið samstarfsverkefni. Við erum hérna í samstarfi við kanadíska herinn og aðila hérna á Íslandi. Landhelgisgæslan hefur staðið framúrskarandi vel að utanumhaldi og skipulagningu á þessu verkefni,“ bætir Þórdís við. Tonnunum níu af vörum frá Íslandi var komið fyrir í herþotunni, sem flaug af stað með varninginn til Úkraínu síðdegis.Vísir/Sigurjón Sérðu fyrir þér að þetta verði gert aftur? „Mér finnst það ekki ólíklegt. Ég sé fyrir mér að áfram verði þörf á hlýjum fötum enda köldustu vikurnar rétt að byrja.“ Andlegi stuðningurinn ekki síst mikilvægur Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan eitt í dag. Hún hélt svo áfram til Úkraínu, þar sem hún lendir í kvöld, hlaðin þessum prjónavörum. Þar eru 3.500 lopasokkar frá hópnum Sendum hlýju og minnst 1.400 lopapeysur og -teppi sem íslenskt og úkraínskt handavinnufólk hefur prjónað á svonefndum hannyrðahittingum eða gefið í söfnunina. „Það er svo dásamlegt hvað Íslendingar hafa tekið öflugan þátt. Fólk út um allt land frá elliheimilum, skólum og fólk sem hefur verið að framleiða til að selja og ákvað að gefa, mikið magn í sumum tilvikum,“ segir Heiðrún Hauksdóttir sjálfboðaliði hjá Sendum hlýju. Heiðrún Hauksdóttir hefur stjórnað Sendum hlýju verkefninu, sem leggur til 3.500 lopasokka.Vísir/Sigurjón „Þetta eru svo mikilvæg skilaboð. Við erum að senda hlýju, ekki bara eiginlegri merkingu, heldur andlegi stuðningurinn. Að þú finnir að einhver nyrst í heimi hafi sent þetta og haft fyrir að prjóna.“ Vildu senda ættingjunum hlý föt Margir sjálfboðaliðanna eru úkraínskar konur sem byrjuðu á að senda ættingjum hlý föt. „Það eru svona tutttugu úkraínskar konur sem koma reglulega. Við byrjuðum í vor og síðan hafa margar fengið vinnu, svo hætta þær og þá koma nýjar í staðin. Við erum búin að fá rosalega mikið gefins frá fólkinu í landinu,“ segir Birgit Raschhofer, sjálfboðaliði. Birgit stofnaði hannyrðahóp fyrir Úkraínumenn ásamt nokkrum öðrum íslenskum konum eftir að ung flóttakona leitaði til hennar. Anna Margrét Jóhannsdóttir, Birgit Raschhofer og Heiðrún Hauksdóttir sjálfboðaliðar.Vísir/Sigurjón „Hún var nýkomin, átti engin föt og sonur hennar sem var fjögurra mánaða átti heldur engin föt. Svo fór ég með föt til hennar og sá að það var fullt af úkraínskum konum í miðstöð úkraínskra flóttamanna í Guðrúnartúni sem höfðu ekkert að gera. Þá sendi ég út skeyti á Facebook og bað um smá garn og prjóna og fór með til þeirra,“ segir Birgit. „Svo hugsaði ég með mér að þetta væri bara vitleysa, við ættum bara að hafa prjónakvöld.“ Birgit hefur farið fyrir hópi íslenskra og úkraínskra kvenna sem hittist vikulega og vinnur handavinnu.Vísir/Sigurjón Mikið samfélag hafi skapast í kringum hópinn, sérstaklega þegar ástandið úti er slæmt og margar konur heyra jafnvel ekki frá mönnunum sínum og börnum í marga daga í senn. „Af því þeir komast ekki í net eða síma. Þá fá þær hjá okkur faðmlag og öxl til að gráta á,“ segir Birgit. Konurnar hafi margar viljað senda ættingjum sínum í Úkraínu hlý föt fyrir veturinn. „Svo rúllaði boltinn og hann stækkaði og stækkaði. Svo fór Utanríkisráðuneytið í Sendum hlýju verkefnið með sokkana og þeir samþykktu að senda allt sem við söfnuðum með.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Kanada Landhelgisgæslan Handverk Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira