Salóme til PayAnalytics Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2022 19:12 Salóme Guðmundsdóttir. Salóme Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics. Hún mun því taka leiðandi þátt í uppbyggingu og sókn fyrirtækisins á erlendri grundu. Í tilkynningu kemur fram að Salóme starfaði áður sem framkvæmdastjóri Klak - Icelandic Startups árin 2014 til 2021. Þar áður var hún forstöðumaður Opna háskólans í HR. Salóme hefur víðtæka reynslu af ýmsum nefndar og stjórnarstörfum í íslensku atvinnulífi og situr m.a. í stjórn Eyrir Ventures og Viðskiptaráði Íslands. Salóme er með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk AMP stjórnendanámi við IESE í Barcelona árið 2019. „Það er spennandi áskorun að ganga til liðs við reynslumikið teymi PayAnalytics á þessum tímapunkti. Fyrirtækið hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og framundan eru gríðarleg tækifæri til frekari sóknar um allan heim. Ég hlakka til að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Salóme í áðurnefndri tilkynningu. PayAnalytics er nafn fyrirtækisins og hugbúnaðar sem á að gera stjórnendum kleift að framkvæma launagreiningar og ráðast á launabil kynjanna með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu. Samkvæmt tilkynningunni sýnir hugbúnaðurinn hvaða áhrif nýráðningar, tilfærslur í starfi og launahækkanir hafa á launabilið og eykur skilning á launaskipan fyrirtækisins. Hugbúnaður er í boði á sjö tungumálum og er notaður í 75 löndum víða um heim, þar á meðal í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Kína og tryggir nú þegar sanngirni í kjörum hjá um 30 prósent af þeim sem starfa á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtækið er með starfsstöðvar í Grósku ásamt skrifstofum í þremur löndum utan Íslands. „Stóra verkefnið er að tryggja áframhaldandi vöxt PayAnalytics á heimsvísu. Það felur meðal annars í sér verkefni sem snúa að öflun nýrra viðskiptatækifæra, upplifun viðskiptavina, þróun þjónustunnar og markaðssetningu á lausn fyrirtækisins. Salóme hefur breiða reynslu á sviði stjórnunar, sölu og markaðsmála auk þess sem reynsla hennar af alþjóðlegum verkefnum og öflugt tengslanet mun nýtast fyrirtækinu vel við frekari uppbyggingu,“ segir Guðrún Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar. Vistaskipti Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Salóme starfaði áður sem framkvæmdastjóri Klak - Icelandic Startups árin 2014 til 2021. Þar áður var hún forstöðumaður Opna háskólans í HR. Salóme hefur víðtæka reynslu af ýmsum nefndar og stjórnarstörfum í íslensku atvinnulífi og situr m.a. í stjórn Eyrir Ventures og Viðskiptaráði Íslands. Salóme er með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk AMP stjórnendanámi við IESE í Barcelona árið 2019. „Það er spennandi áskorun að ganga til liðs við reynslumikið teymi PayAnalytics á þessum tímapunkti. Fyrirtækið hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og framundan eru gríðarleg tækifæri til frekari sóknar um allan heim. Ég hlakka til að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Salóme í áðurnefndri tilkynningu. PayAnalytics er nafn fyrirtækisins og hugbúnaðar sem á að gera stjórnendum kleift að framkvæma launagreiningar og ráðast á launabil kynjanna með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu. Samkvæmt tilkynningunni sýnir hugbúnaðurinn hvaða áhrif nýráðningar, tilfærslur í starfi og launahækkanir hafa á launabilið og eykur skilning á launaskipan fyrirtækisins. Hugbúnaður er í boði á sjö tungumálum og er notaður í 75 löndum víða um heim, þar á meðal í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Kína og tryggir nú þegar sanngirni í kjörum hjá um 30 prósent af þeim sem starfa á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtækið er með starfsstöðvar í Grósku ásamt skrifstofum í þremur löndum utan Íslands. „Stóra verkefnið er að tryggja áframhaldandi vöxt PayAnalytics á heimsvísu. Það felur meðal annars í sér verkefni sem snúa að öflun nýrra viðskiptatækifæra, upplifun viðskiptavina, þróun þjónustunnar og markaðssetningu á lausn fyrirtækisins. Salóme hefur breiða reynslu á sviði stjórnunar, sölu og markaðsmála auk þess sem reynsla hennar af alþjóðlegum verkefnum og öflugt tengslanet mun nýtast fyrirtækinu vel við frekari uppbyggingu,“ segir Guðrún Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar.
Vistaskipti Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira