„Eigum harma að hefna gegn Stjörnunni“ Atli Arason skrifar 12. desember 2022 22:15 Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur. vísir/vilhelm Keflavík er komið áfram í undanúrslit VÍS bikars karla í körfubolta eftir 13 stiga sigur á erkifjendunum í Njarðvík í 8-liða úrslitunum í kvöld, 99-86. Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, gat ekki leynt ánægju sinni í leikslok. „Mér líður virkilega vel með að vera kominn í 4-liða úrslit og það er auðvitað extra sætt að gera það með því að vinna Njarðvík,“ sagði Valur Orri í viðtali við Vísi eftir leikslok. Keflavík getur mætt Stjörnunni, Val eða Hetti í undanúrslitum. Aðspurður sagðist Valur Orri helst til í að mæta Stjörnunni ef hann gjörsamlega yrði að velja mótherja. „Ég veit það ekki, maður verður bara að fara í gegnum hvern leik fyrir sig sama hver mótherjinn er,“ sagði Valur áður en blaðamaður gekk harðar að honum og þvingaði fram svar. „Við náttúrulega eigum harma að hefna gegn Stjörnunni frá því í fyrra þegar við töpuðum á loka sekúndunum. Ætli ég verði þá ekki að segja Stjarnan en það skiptir samt engu máli hverjum við mætum,“ svaraði Valur Orri og hló. Sjálfur átti Valur Orri flottan leik í kvöld en hann kom inn af bekknum og skoraði 18 stig. Valur skoraði flest stig á hverja spilaða mínútu í kvöld, af þeim leikmönnum sem spiluðu meira en 10 leikmínútur. Þrátt fyrir það var Valur ósáttur með frammistöðu sína í leiknum. „Ég skaut kannski vel fyrir utan en ég er samt ósáttur, sérstaklega með alla töpuðu boltana mína sem komu upp úr engu og voru frekar hallærislegir.“ Sigur Keflavíkur var afar sannfærandi en heimamenn leiddu nánast allan leikinn og virtist sigur Keflavíkur aldrei vera í hættu. „Oft vil maður kenna því um að annað liðið mætti bara meira tilbúið og mér fannst við vera það í kvöld. Við settum tóninn frá upphafi og það var það sem við ætluðum að gera. Það er erfitt að koma hingað í Keflavík og þurfa að elta allan tímann,“ svaraði Valur, aðspurður af því hvers vegna leikurinn í kvöld var ekki eins spennandi og viðureignir þessara liða eru oftast. „Ég held að liðsheildin hafi skinið í gegn. Við vorum mjög áræðnir fyrir fram körfuna að dreifa boltanum og finna opnari skot en vanalega. Boltinn var að flæða vel og ég held það skóp þennan sigur ásamt frábærri vörn á köflum,“ sagði Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, að lokum. Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 99-86 Njarðvík | Reykjanesbær er blár Keflvíkingar unnu afar sannfærandi 13 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikar karla í körfubolta í kvöld, 99-86. 12. desember 2022 21:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
„Mér líður virkilega vel með að vera kominn í 4-liða úrslit og það er auðvitað extra sætt að gera það með því að vinna Njarðvík,“ sagði Valur Orri í viðtali við Vísi eftir leikslok. Keflavík getur mætt Stjörnunni, Val eða Hetti í undanúrslitum. Aðspurður sagðist Valur Orri helst til í að mæta Stjörnunni ef hann gjörsamlega yrði að velja mótherja. „Ég veit það ekki, maður verður bara að fara í gegnum hvern leik fyrir sig sama hver mótherjinn er,“ sagði Valur áður en blaðamaður gekk harðar að honum og þvingaði fram svar. „Við náttúrulega eigum harma að hefna gegn Stjörnunni frá því í fyrra þegar við töpuðum á loka sekúndunum. Ætli ég verði þá ekki að segja Stjarnan en það skiptir samt engu máli hverjum við mætum,“ svaraði Valur Orri og hló. Sjálfur átti Valur Orri flottan leik í kvöld en hann kom inn af bekknum og skoraði 18 stig. Valur skoraði flest stig á hverja spilaða mínútu í kvöld, af þeim leikmönnum sem spiluðu meira en 10 leikmínútur. Þrátt fyrir það var Valur ósáttur með frammistöðu sína í leiknum. „Ég skaut kannski vel fyrir utan en ég er samt ósáttur, sérstaklega með alla töpuðu boltana mína sem komu upp úr engu og voru frekar hallærislegir.“ Sigur Keflavíkur var afar sannfærandi en heimamenn leiddu nánast allan leikinn og virtist sigur Keflavíkur aldrei vera í hættu. „Oft vil maður kenna því um að annað liðið mætti bara meira tilbúið og mér fannst við vera það í kvöld. Við settum tóninn frá upphafi og það var það sem við ætluðum að gera. Það er erfitt að koma hingað í Keflavík og þurfa að elta allan tímann,“ svaraði Valur, aðspurður af því hvers vegna leikurinn í kvöld var ekki eins spennandi og viðureignir þessara liða eru oftast. „Ég held að liðsheildin hafi skinið í gegn. Við vorum mjög áræðnir fyrir fram körfuna að dreifa boltanum og finna opnari skot en vanalega. Boltinn var að flæða vel og ég held það skóp þennan sigur ásamt frábærri vörn á köflum,“ sagði Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, að lokum.
Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 99-86 Njarðvík | Reykjanesbær er blár Keflvíkingar unnu afar sannfærandi 13 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikar karla í körfubolta í kvöld, 99-86. 12. desember 2022 21:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 99-86 Njarðvík | Reykjanesbær er blár Keflvíkingar unnu afar sannfærandi 13 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikar karla í körfubolta í kvöld, 99-86. 12. desember 2022 21:00
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“