Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2022 13:32 Víkingur AK við bryggju á Vopnafirði í morgun. Loðnunni var dælt úr lestum skipsins og beint inn í vinnsluhús Brims. Brim/Magnús Þór Róbertsson Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. Það var á tíunda tímanum í morgun sem uppsjávarfiskiskipið Víkingur Ak lagðist að bryggju á Vopnafirði með um sjöhundruð tonn af loðnu sem veiddust úti fyrir Norðurlandi, austur af Kolbeinseyjarhrygg. Víkingur AK siglir inn til Vopnafjarðar í ljósaskiptunum í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Magnús Þór Róbertsson, rekstrarstjóri Brims á Vopnafirði, segir að loðnan líti mjög vel út. Hún sé ágætlega stór og vonast hann til að hægt verði að frysta megnið af henni til manneldis en eitthvað af henni muni þó fara til fiskimjölsframleiðslu. Víkingur kominn að bryggju með 700 tonna loðnufarm.Brim/Magnús Þór Róbertsson Þessi byrjun loðnuvertíðar er óvenju snemma þennan veturinn miðað við undanfarin ár. Þannig rifjar Magnús Þór upp að áratugur er liðinn frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól en það var árið 2012. Segir Magnús þetta sannkallaðan jólabónus, bæði fyrir starfsfólkið og fyrirtækið. Loðnan flæðir inn í flokkunarvélar uppsjávarvinnslu Brims á Vopnafirði í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Brim er langstærsta fyrirtækið á Vopnafirði með 66 starfsmenn. Þar af áætlar Magnús að 15 til 18 manns vinni við loðnufrystinguna og fjórir í bræðslunni. Magnús segir þó óvíst hversu samfelld vinnslan verður núna í desember en annað skip Brims, Venus, er á siglingu úti fyrir Norðausturlandi að skyggnast eftir loðnu og stefnir á sömu slóðir og fyrsta loðnan veiddist um helgina. Frá Vopnafirði. Þar er Brim langstærsta fyrirtækið.Stöð 2 Þá var skip Síldarvinnslunnar, Beitir NK, á leið til Neskaupstaðar með 1.240 tonn af loðnu, að sögn Sturlu Þórðarsonar skipstjóra, og áætlaði hann fyrir hádegi að koma inn til Norðfjarðar um eittleytið. Sturla gerir ráð fyrir að loðnan fari til bræðslu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrstu loðnufarma vertíðarinnar: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vopnafjörður Fjarðabyggð Tengdar fréttir Fyrstu loðnufarmarnir á leið til Vopnafjarðar og Norðfjarðar Búist er við að fyrstu loðnu þessarar vertíðar verði landað á Austfjörðum á morgun. Von er á farmi til Vopnafjarðar í fyrramálið og öðrum til Norðfjarðar eftir hádegi. Nýafstaðin loðnuleit gefur ekki tilefni til að auka loðnukvótann, að mati Hafrannsóknastofnunar. 12. desember 2022 20:22 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Það var á tíunda tímanum í morgun sem uppsjávarfiskiskipið Víkingur Ak lagðist að bryggju á Vopnafirði með um sjöhundruð tonn af loðnu sem veiddust úti fyrir Norðurlandi, austur af Kolbeinseyjarhrygg. Víkingur AK siglir inn til Vopnafjarðar í ljósaskiptunum í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Magnús Þór Róbertsson, rekstrarstjóri Brims á Vopnafirði, segir að loðnan líti mjög vel út. Hún sé ágætlega stór og vonast hann til að hægt verði að frysta megnið af henni til manneldis en eitthvað af henni muni þó fara til fiskimjölsframleiðslu. Víkingur kominn að bryggju með 700 tonna loðnufarm.Brim/Magnús Þór Róbertsson Þessi byrjun loðnuvertíðar er óvenju snemma þennan veturinn miðað við undanfarin ár. Þannig rifjar Magnús Þór upp að áratugur er liðinn frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól en það var árið 2012. Segir Magnús þetta sannkallaðan jólabónus, bæði fyrir starfsfólkið og fyrirtækið. Loðnan flæðir inn í flokkunarvélar uppsjávarvinnslu Brims á Vopnafirði í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Brim er langstærsta fyrirtækið á Vopnafirði með 66 starfsmenn. Þar af áætlar Magnús að 15 til 18 manns vinni við loðnufrystinguna og fjórir í bræðslunni. Magnús segir þó óvíst hversu samfelld vinnslan verður núna í desember en annað skip Brims, Venus, er á siglingu úti fyrir Norðausturlandi að skyggnast eftir loðnu og stefnir á sömu slóðir og fyrsta loðnan veiddist um helgina. Frá Vopnafirði. Þar er Brim langstærsta fyrirtækið.Stöð 2 Þá var skip Síldarvinnslunnar, Beitir NK, á leið til Neskaupstaðar með 1.240 tonn af loðnu, að sögn Sturlu Þórðarsonar skipstjóra, og áætlaði hann fyrir hádegi að koma inn til Norðfjarðar um eittleytið. Sturla gerir ráð fyrir að loðnan fari til bræðslu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrstu loðnufarma vertíðarinnar:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vopnafjörður Fjarðabyggð Tengdar fréttir Fyrstu loðnufarmarnir á leið til Vopnafjarðar og Norðfjarðar Búist er við að fyrstu loðnu þessarar vertíðar verði landað á Austfjörðum á morgun. Von er á farmi til Vopnafjarðar í fyrramálið og öðrum til Norðfjarðar eftir hádegi. Nýafstaðin loðnuleit gefur ekki tilefni til að auka loðnukvótann, að mati Hafrannsóknastofnunar. 12. desember 2022 20:22 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Fyrstu loðnufarmarnir á leið til Vopnafjarðar og Norðfjarðar Búist er við að fyrstu loðnu þessarar vertíðar verði landað á Austfjörðum á morgun. Von er á farmi til Vopnafjarðar í fyrramálið og öðrum til Norðfjarðar eftir hádegi. Nýafstaðin loðnuleit gefur ekki tilefni til að auka loðnukvótann, að mati Hafrannsóknastofnunar. 12. desember 2022 20:22
Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20
Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49