Kim Andersson: Erfitt að vera fertugur og mæta hraða Vals Andri Már Eggertsson skrifar 13. desember 2022 22:20 Kim Andersson og Christoffer Svensson standa vörnina gegn Aroni Degi Vísir/Hulda Margrét Ystad vann fjórða leikinn í röð í Evrópudeild karla í handbolta. Kim Andersson, leikmaður Ystad, var ánægður með sigurinn eftir leik. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við vorum búnir að sjá þá spila og við vissum að þeir myndu refsa okkur ef við myndum gera mistök. Ég er orðinn fertugur og það var erfitt fyrir mig að spila á móti þeim og þeir hlaupa svo mikið en auðvitað er ég ánægður með sigurinn hér á Íslandi,“ sagði Kim Andersson og hélt áfram. „Ég reyndi að hlaupa eins og ég gat í svona hröðum leik en ungu strákarnir þeir hlaupa eins og hestar en sem betur fer náðum við að skora okkar mörk og þeir gátu ekki refsað okkur í hvert einasta skipti.“ Kim Andersson var ánægður með byrjun Ystad í síðari hálfleik þar sem gestirnir frá Svíþjóð gerðu fimm mörk í röð. „Við byrjuðum leikinn stressaðir og vorum ekki að sækja á markið en í seinni hálfleik breyttist það og við náðum nokkrum mörkum í röð. Ég var ánægður með hvernig við héldum aga þegar Valur kom til baka og okkur tókst að vinna leikinn.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í Evrópudeildinni hefur Ystad snúið við blaðinu og unnið síðustu fjóra leiki. „Í fyrsta leik gegn Pauc vorum við stressaðir og vorum eins og lítil börn þar sem við vissum ekki hvað við vorum að fara út í en síðan var svekkjandi að tapa í Ungverjalandi.“ „Eftir tvo tapleiki unnum við Flensburg sem var óvænt en það gaf okkur sjálfstraust sem hefur fleytt okkur áfram.“ Þrátt fyrir að hafa unnið fjóra leiki í röð vildi Kim ekki vera með neinar yfirlýsingar um að Ystad gæti farið alla leið og unnið Evrópudeildina. „Ég veit ekki hvort við getum farið alla leið. Við tökum einn leik í einu og dagskráin okkar er erfið þar sem við eigum fimm leiki eftir þar til við förum í pásu í janúar og við ætlum ekki að fara fram úr okkur,“ sagði Kim Andersson að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við vorum búnir að sjá þá spila og við vissum að þeir myndu refsa okkur ef við myndum gera mistök. Ég er orðinn fertugur og það var erfitt fyrir mig að spila á móti þeim og þeir hlaupa svo mikið en auðvitað er ég ánægður með sigurinn hér á Íslandi,“ sagði Kim Andersson og hélt áfram. „Ég reyndi að hlaupa eins og ég gat í svona hröðum leik en ungu strákarnir þeir hlaupa eins og hestar en sem betur fer náðum við að skora okkar mörk og þeir gátu ekki refsað okkur í hvert einasta skipti.“ Kim Andersson var ánægður með byrjun Ystad í síðari hálfleik þar sem gestirnir frá Svíþjóð gerðu fimm mörk í röð. „Við byrjuðum leikinn stressaðir og vorum ekki að sækja á markið en í seinni hálfleik breyttist það og við náðum nokkrum mörkum í röð. Ég var ánægður með hvernig við héldum aga þegar Valur kom til baka og okkur tókst að vinna leikinn.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í Evrópudeildinni hefur Ystad snúið við blaðinu og unnið síðustu fjóra leiki. „Í fyrsta leik gegn Pauc vorum við stressaðir og vorum eins og lítil börn þar sem við vissum ekki hvað við vorum að fara út í en síðan var svekkjandi að tapa í Ungverjalandi.“ „Eftir tvo tapleiki unnum við Flensburg sem var óvænt en það gaf okkur sjálfstraust sem hefur fleytt okkur áfram.“ Þrátt fyrir að hafa unnið fjóra leiki í röð vildi Kim ekki vera með neinar yfirlýsingar um að Ystad gæti farið alla leið og unnið Evrópudeildina. „Ég veit ekki hvort við getum farið alla leið. Við tökum einn leik í einu og dagskráin okkar er erfið þar sem við eigum fimm leiki eftir þar til við förum í pásu í janúar og við ætlum ekki að fara fram úr okkur,“ sagði Kim Andersson að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira