Kim Andersson agndofa yfir frammistöðu Arnórs Snæs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2022 11:01 Arnóri Snæ Óskarssyni héldu engin bönd þegar Valur tók á móti Ystad. vísir/hulda margrét Flestir sem horfðu á leik Vals og Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í gær héldu ekki vatni yfir frammistöðu Arnórs Snæ Óskarssonar. Meðal þeirra var goðsögnin Kim Andersson. Arnór skoraði þrettán mörk úr átján skotum í leiknum sem Valsmenn töpuðu, 29-32. Andersson skoraði sjö mörk og var markahæstur Svíanna. Hann mætti í viðtal til þeirra Stefáns Árna Pálssonar, Ásgeirs Arnar Halgrímssonar og Loga Geirssonar og hrósaði Arnóri í hástert. „Hann var agndofa yfir frammistöðu hans og skiljanlega. Drengurinn skoraði þrettán mörk og var stórkostlegur í leiknum. Hann fékk mikið hrós frá Kim, ekki spurning,“ sagði Ásgeir í úrdrætti sínum á svörum Anderssons. Arnór gabbaði varnarmenn Ystad upp úr skónum hvað eftir annað og þeir fengu ekkert við ráðið. „Enn eitt skiptið mætir hann á boltann og varnarmenn vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Hann skilur þá eftir trekk í trekk og þetta er það sem gerir hann svona góðan. Og strákar, hann bar liðið á herðum á sér allan leikinn,“ sagði Logi. Klippa: Umræða um Arnór Snær Hann vill sjá Arnór í atvinnumennsku en segir að Valsmenn selji hann ekki hvert sem er. „Það þarf að punga út smá pening miðað við hvernig hann er að spila. Ef ég væri í stjórn Vals myndi ég ekki hleypa honum svo glatt bara til að hleypa honum. Það verður bara að segjast eins og er að hann er að „dómínera“ í Evrópukeppninni. Hann er búinn að vera stórkostlegur. Hann getur tekið víti, við sáum hann í vörn, í hraðaupphlaupunum,“ sagði Logi. Umræðuna um Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Við getum sjálfum okkur um kennt“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, sagðist vera grautfúll eftir þriggja marka tap liðsins gegn Ystads í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32. 13. desember 2022 23:30 „Það var of stór biti að lenda fimm mörkum undir“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með þriggja marka tap gegn Ystad á heimavelli 29-32. 13. desember 2022 23:15 Kim Andersson: Erfitt að vera fertugur og mæta hraða Vals Ystad vann fjórða leikinn í röð í Evrópudeild karla í handbolta. Kim Andersson, leikmaður Ystad, var ánægður með sigurinn eftir leik. 13. desember 2022 22:20 Arnór Snær: Sennilega minn besti leikur en hefði viljað sigur Valur tapaði fyrir Ystad 29-32 í Evrópudeildinni í handbolta. Þrátt fyrir tap fór Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, á kostum og skoraði 13 mörk. 13. desember 2022 21:50 Svona var blaðamannafundur Vals eftir tapið gegn Ystad Valur mátti þola þriggja marka tap er liðið tók á móti sænska liðinu Ystad í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 29-32. 13. desember 2022 21:25 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Arnór skoraði þrettán mörk úr átján skotum í leiknum sem Valsmenn töpuðu, 29-32. Andersson skoraði sjö mörk og var markahæstur Svíanna. Hann mætti í viðtal til þeirra Stefáns Árna Pálssonar, Ásgeirs Arnar Halgrímssonar og Loga Geirssonar og hrósaði Arnóri í hástert. „Hann var agndofa yfir frammistöðu hans og skiljanlega. Drengurinn skoraði þrettán mörk og var stórkostlegur í leiknum. Hann fékk mikið hrós frá Kim, ekki spurning,“ sagði Ásgeir í úrdrætti sínum á svörum Anderssons. Arnór gabbaði varnarmenn Ystad upp úr skónum hvað eftir annað og þeir fengu ekkert við ráðið. „Enn eitt skiptið mætir hann á boltann og varnarmenn vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Hann skilur þá eftir trekk í trekk og þetta er það sem gerir hann svona góðan. Og strákar, hann bar liðið á herðum á sér allan leikinn,“ sagði Logi. Klippa: Umræða um Arnór Snær Hann vill sjá Arnór í atvinnumennsku en segir að Valsmenn selji hann ekki hvert sem er. „Það þarf að punga út smá pening miðað við hvernig hann er að spila. Ef ég væri í stjórn Vals myndi ég ekki hleypa honum svo glatt bara til að hleypa honum. Það verður bara að segjast eins og er að hann er að „dómínera“ í Evrópukeppninni. Hann er búinn að vera stórkostlegur. Hann getur tekið víti, við sáum hann í vörn, í hraðaupphlaupunum,“ sagði Logi. Umræðuna um Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Við getum sjálfum okkur um kennt“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, sagðist vera grautfúll eftir þriggja marka tap liðsins gegn Ystads í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32. 13. desember 2022 23:30 „Það var of stór biti að lenda fimm mörkum undir“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með þriggja marka tap gegn Ystad á heimavelli 29-32. 13. desember 2022 23:15 Kim Andersson: Erfitt að vera fertugur og mæta hraða Vals Ystad vann fjórða leikinn í röð í Evrópudeild karla í handbolta. Kim Andersson, leikmaður Ystad, var ánægður með sigurinn eftir leik. 13. desember 2022 22:20 Arnór Snær: Sennilega minn besti leikur en hefði viljað sigur Valur tapaði fyrir Ystad 29-32 í Evrópudeildinni í handbolta. Þrátt fyrir tap fór Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, á kostum og skoraði 13 mörk. 13. desember 2022 21:50 Svona var blaðamannafundur Vals eftir tapið gegn Ystad Valur mátti þola þriggja marka tap er liðið tók á móti sænska liðinu Ystad í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 29-32. 13. desember 2022 21:25 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Við getum sjálfum okkur um kennt“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, sagðist vera grautfúll eftir þriggja marka tap liðsins gegn Ystads í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32. 13. desember 2022 23:30
„Það var of stór biti að lenda fimm mörkum undir“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með þriggja marka tap gegn Ystad á heimavelli 29-32. 13. desember 2022 23:15
Kim Andersson: Erfitt að vera fertugur og mæta hraða Vals Ystad vann fjórða leikinn í röð í Evrópudeild karla í handbolta. Kim Andersson, leikmaður Ystad, var ánægður með sigurinn eftir leik. 13. desember 2022 22:20
Arnór Snær: Sennilega minn besti leikur en hefði viljað sigur Valur tapaði fyrir Ystad 29-32 í Evrópudeildinni í handbolta. Þrátt fyrir tap fór Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, á kostum og skoraði 13 mörk. 13. desember 2022 21:50
Svona var blaðamannafundur Vals eftir tapið gegn Ystad Valur mátti þola þriggja marka tap er liðið tók á móti sænska liðinu Ystad í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 29-32. 13. desember 2022 21:25