Öflugir lyftarar fyrir allar tegundir verkefna Kraftlausnir 15. desember 2022 08:45 Guðmundur Orri, framkvæmdastjóri Kraftlausna. Vilhelm Kraftlausnir er nýtt fyrirtæki sem sér um innflutning á lyfturum sem og viðgerðarþjónustu og varahlutasölu fyrir lyftara. Starfsmenn Kraftlausna aðstoða þig við að finna nýjan eða notaðan lyftara sem hentar þínum rekstri. „Við þekkjum lyftara, þú þekkir þinn rekstur og saman finnum við hagkvæmustu lausnina með tilliti til rekstrarkostnaðar, bilanatíðni og getu þess búnaðar sem þarf í verkið. Við erum lítið fyrirtæki og trúum því að sérhæfing okkar í innflutningi verði til þess að við getum boðið persónulega þjónustu þar sem gagnsæi og traust ræður ríkjum,“ segir Guðmundur Orri, framkvæmdastjóri Kraftlausna. Guðmundur Orri er fyrrum smiður og hefur einnig reynslu af lagerstörfum og sölustörfum. Hann segir Kraftlausnir ávallt leitast við að finna gæðavörur með áherslu á rekstrarkostnað og að afhendingartími sé í samræmi við væntingar. „Þó við séum lítið fyrirtæki er ekkert verkefni of stórt. Saman leysum við þau mál sem óhjákvæmilega geta komið upp og lágmörkum þann tíma sem tækið er óstarfhæft. Við ætlum okkur að stækka í takt við stærri kúnnahóp og bjóðum alla þjónustu, varahluti og viðgerðir í samvinnu við fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í viðgerðum á lyfturum og öðrum tækjum,“ útskýrir Guðmundur. Hann segir nauðsynlegt að taka með í reikninginn þann tíma sem tapast þegar tæki bila og mælir sérstaklega með TCM lyfturum. „Fyrir utan kostnað við að gera við bilað tæki þá er tíminn sem tækið er ekki í vinnu alveg svakalega dýr. TCM lyftararnir taka þetta skrefinu lengra en innbyggt í þá er bilanagreinir sem flýtir mjög fyrir viðgerð og hjálpar eigendum með fyrirbyggjandi viðhald. Við hvetjum til þess að horft sé á kostnað til lengri tíma, rekstrarkostnaður er það sem mestu máli skiptir í svona tækjum og TCM er þekkt fyrir áreiðanleika og lága bilanatíðni. Við trúum á það að traust sé það mikilvægasta í svona viðskiptum og ætlum okkur að sýna það að við förum alla leið til þess að tryggja að okkar viðskiptavinir séu sáttir.“ Krafa um umhverfisvænni lyftara Guðmundur segir aukinn áhuga á að skipta út eldri dísel lyfturum fyrir umhverfisvænni tæki. „Dísel lyftarar geta verið viðhaldsfrekir ásamt því að vera mengunarvaldur og því er mikill áhugi á að skipta yfir í umhverfisvæna rafmagnslyftara. TCM nota nýjustu tækni í rafgeymum með styttri hleðslutíma. Rafgeymarnir endast mun lengur en hafa samt lyftigetu allt að 5,5 tonnum sem gerir þá færa í flest verkefni og tilbúna í að leysa marga dísel lyftara af hólmi,“ segir Guðmundur og leggur áherslu á að sérstaða TCM lyftaranna sé að þeir séu hannaðir út frá notandanum. „Alger miðpunktur hjá TCM er að hanna tækin þannig þau dragi úr líkamlegu álagi og þreytu til að hámarka framleiðni starfsfólks. Þessu markmiði er meðal annars náð með því að sjónsvið og líkamsstaða er eitthvað sem er hugsað frá grunni við hönnun og smíði. Úrvalið er líka mjög breitt, við bjóðum allt frá litlum brettatjökkum yfir í týnslu lyftara og hillulyftara og getum þannig boðið tæki sem hentar við lagerstörf í vöruhúsum, fiskvinnslu, byggingarvinnu, flutninga og framleiðslu.“ Kraftlausnir er til húsa að Brúarfljóti 5 P og hefur starfsfólk staðið í ströngu undanfarnar vikur við að gera allt klárt. „Það hefur verið mikið að gera að koma húsnæðinu okkar í gagnið, margir langir dagar en með öflugum hóp af fólki hefur þetta tekist mjög vel. Það er skemmtilegt að geta nú boðið viðskiptavini velkomna til okkar og við getum farið að sýna það sem við höfum fram að færa,“ segir Guðmundur. Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
„Við þekkjum lyftara, þú þekkir þinn rekstur og saman finnum við hagkvæmustu lausnina með tilliti til rekstrarkostnaðar, bilanatíðni og getu þess búnaðar sem þarf í verkið. Við erum lítið fyrirtæki og trúum því að sérhæfing okkar í innflutningi verði til þess að við getum boðið persónulega þjónustu þar sem gagnsæi og traust ræður ríkjum,“ segir Guðmundur Orri, framkvæmdastjóri Kraftlausna. Guðmundur Orri er fyrrum smiður og hefur einnig reynslu af lagerstörfum og sölustörfum. Hann segir Kraftlausnir ávallt leitast við að finna gæðavörur með áherslu á rekstrarkostnað og að afhendingartími sé í samræmi við væntingar. „Þó við séum lítið fyrirtæki er ekkert verkefni of stórt. Saman leysum við þau mál sem óhjákvæmilega geta komið upp og lágmörkum þann tíma sem tækið er óstarfhæft. Við ætlum okkur að stækka í takt við stærri kúnnahóp og bjóðum alla þjónustu, varahluti og viðgerðir í samvinnu við fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í viðgerðum á lyfturum og öðrum tækjum,“ útskýrir Guðmundur. Hann segir nauðsynlegt að taka með í reikninginn þann tíma sem tapast þegar tæki bila og mælir sérstaklega með TCM lyfturum. „Fyrir utan kostnað við að gera við bilað tæki þá er tíminn sem tækið er ekki í vinnu alveg svakalega dýr. TCM lyftararnir taka þetta skrefinu lengra en innbyggt í þá er bilanagreinir sem flýtir mjög fyrir viðgerð og hjálpar eigendum með fyrirbyggjandi viðhald. Við hvetjum til þess að horft sé á kostnað til lengri tíma, rekstrarkostnaður er það sem mestu máli skiptir í svona tækjum og TCM er þekkt fyrir áreiðanleika og lága bilanatíðni. Við trúum á það að traust sé það mikilvægasta í svona viðskiptum og ætlum okkur að sýna það að við förum alla leið til þess að tryggja að okkar viðskiptavinir séu sáttir.“ Krafa um umhverfisvænni lyftara Guðmundur segir aukinn áhuga á að skipta út eldri dísel lyfturum fyrir umhverfisvænni tæki. „Dísel lyftarar geta verið viðhaldsfrekir ásamt því að vera mengunarvaldur og því er mikill áhugi á að skipta yfir í umhverfisvæna rafmagnslyftara. TCM nota nýjustu tækni í rafgeymum með styttri hleðslutíma. Rafgeymarnir endast mun lengur en hafa samt lyftigetu allt að 5,5 tonnum sem gerir þá færa í flest verkefni og tilbúna í að leysa marga dísel lyftara af hólmi,“ segir Guðmundur og leggur áherslu á að sérstaða TCM lyftaranna sé að þeir séu hannaðir út frá notandanum. „Alger miðpunktur hjá TCM er að hanna tækin þannig þau dragi úr líkamlegu álagi og þreytu til að hámarka framleiðni starfsfólks. Þessu markmiði er meðal annars náð með því að sjónsvið og líkamsstaða er eitthvað sem er hugsað frá grunni við hönnun og smíði. Úrvalið er líka mjög breitt, við bjóðum allt frá litlum brettatjökkum yfir í týnslu lyftara og hillulyftara og getum þannig boðið tæki sem hentar við lagerstörf í vöruhúsum, fiskvinnslu, byggingarvinnu, flutninga og framleiðslu.“ Kraftlausnir er til húsa að Brúarfljóti 5 P og hefur starfsfólk staðið í ströngu undanfarnar vikur við að gera allt klárt. „Það hefur verið mikið að gera að koma húsnæðinu okkar í gagnið, margir langir dagar en með öflugum hóp af fólki hefur þetta tekist mjög vel. Það er skemmtilegt að geta nú boðið viðskiptavini velkomna til okkar og við getum farið að sýna það sem við höfum fram að færa,“ segir Guðmundur.
Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira