Þingmaður tók þátt í að samþykkja beiðni mágkonu sinnar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. desember 2022 16:27 María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar, sem situr í meirihluta fjárlaganefndar. Skjáskot/Vísir/Vilhelm Þingmaður Framsóknarflokksins stóð að tillögu fjárlaganefndar um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaðurinn er mágur framkvæmdastjóra N4 sem sendi nefndinni bréf og óskaði eftir styrknum. Ein af fjölmörgum breytingum á frumvarpi til fjárlaga sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til er hundrað milljóna króna styrkur til sjónvarpsstöðva á landsbyggðinni. Tillagan var lögð fram nokkrum dögum eftir að nefndinni barst tillagan frá framkvæmdastjóra N4. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að meirihluti nefndarinnar teldi að styðja eigi betur við einkafyrirtæki á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarp. Aðspurð gat hún aðeins nefnt tvo fjölmiðla sem uppfylla skilyrðin, það eru N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Kjarninn greinir frá því að María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, hafi óskað eftir því að ríkissjóður veitti fjölmiðlinum hundrað milljón króna styrk. Með styrknum yrði N4 langstyrkjahæsti einkarekni fjölmiðillinn á Íslandi. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var einn sex fulltrúa meirihlutans í fjárlaganefnd sem skrifaði undir álit um að samþykkja skyldi tillöguna um styrkina. Bróðir Stefáns, Ómar Bragi Stefánsson, er giftur Maríu Björk, framkvæmdastjóra N4. María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4.N4 Eins og fyrr segir samþykkti meirihluti fjárlaganefndar beiðnina en bréfið var ekki birt. María Björk leggur til að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins verði lögð niður og stofna eigi nýja sjónvarpsstöð á grunni N4. Stundin hefur efni bréfsins undir höndum og segir að um sannkallað „leynibréf“ sé að ræða. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, situr í minnihluta fjárlaganefndar. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi sent fyrirspurn á meirihlutann um hvort úttekt á hagsmunatengslum hafi verið gerð. Svo var ekki. „Lögin, til að byrja með, gera ráð fyrir því að þingmaður geti ekki greitt fjármagn beint til sín, það er þrönga útskýringin. Mágkona er aðeins lengra en það svo sem, en það er líka í siðareglum þingsins - það myndi kannski ná þar yfir,“ segir Björn Leví og furðar sig á því að úttekt hafi ekki verið gerð. Stefán Vagn Stefánsson hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Ein af fjölmörgum breytingum á frumvarpi til fjárlaga sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til er hundrað milljóna króna styrkur til sjónvarpsstöðva á landsbyggðinni. Tillagan var lögð fram nokkrum dögum eftir að nefndinni barst tillagan frá framkvæmdastjóra N4. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að meirihluti nefndarinnar teldi að styðja eigi betur við einkafyrirtæki á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarp. Aðspurð gat hún aðeins nefnt tvo fjölmiðla sem uppfylla skilyrðin, það eru N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Kjarninn greinir frá því að María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, hafi óskað eftir því að ríkissjóður veitti fjölmiðlinum hundrað milljón króna styrk. Með styrknum yrði N4 langstyrkjahæsti einkarekni fjölmiðillinn á Íslandi. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var einn sex fulltrúa meirihlutans í fjárlaganefnd sem skrifaði undir álit um að samþykkja skyldi tillöguna um styrkina. Bróðir Stefáns, Ómar Bragi Stefánsson, er giftur Maríu Björk, framkvæmdastjóra N4. María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4.N4 Eins og fyrr segir samþykkti meirihluti fjárlaganefndar beiðnina en bréfið var ekki birt. María Björk leggur til að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins verði lögð niður og stofna eigi nýja sjónvarpsstöð á grunni N4. Stundin hefur efni bréfsins undir höndum og segir að um sannkallað „leynibréf“ sé að ræða. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, situr í minnihluta fjárlaganefndar. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi sent fyrirspurn á meirihlutann um hvort úttekt á hagsmunatengslum hafi verið gerð. Svo var ekki. „Lögin, til að byrja með, gera ráð fyrir því að þingmaður geti ekki greitt fjármagn beint til sín, það er þrönga útskýringin. Mágkona er aðeins lengra en það svo sem, en það er líka í siðareglum þingsins - það myndi kannski ná þar yfir,“ segir Björn Leví og furðar sig á því að úttekt hafi ekki verið gerð. Stefán Vagn Stefánsson hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01
Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48