Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2022 07:52 David DePape árið 2013. Hann er grunaður um tilraun til manndráps með árás sinni á Paul Pelosi í Kaliforníu í október. AP Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. Þetta kom fram þegar lögreglumaðurinn sem yfirheyrði hinn meinta árásarmann, David DePape, gaf skýrslu í dómsal í gær. Sagði hann að á „dauðalista“ árásarmannsins hafi einnig verið að finna Hunter Biden, son Joe Biden Bandaríkjaforeta, og Demókratann Gavin Newson, ríkisstjóra Kaliforníu, auk Tom Hanks. DePape er ákærður í sex liðum, meðal annars fyrir tilraun til manndráps vegna árásarinnar á Paul Pelosi þann 28. október síðastliðinn. DePape hefur neitað sök í öllum ákæruliðum. Stórleikarinn Tom Hanks á frumsýningu fyrr í mánuðinum.AP Dómari mat það sem svo að lokinni fjögurra tíma skýrslugjöf að sannanir væru nægar til að halda réttarhöldum áfram. Fram kom í máli saksóknara að DePape hafi ætlað sér að taka Nancy Pelosi í gíslingu, en að hún hafi verið í höfuðborginni Washington DC þegar ráðist var inn á heimilið. Í frétt BBC segir að símtal hins 82 ára Paul Pelosi til neyðarlínunnar hafi verið spilað í dómsal í gær. Kom þar fram að hann hafi ekki þekkt til árásarmannsins. Lögregla bar að garði skömmu áður en DePape barði Pelosi með hamri í höfuðið þannig að höfuðkúpa hans brotnaði. Nancy Pelosi og eiginmaður hennar Paul Pelosi.AP Hamarinn sem notaður var í árásinni var sýnt sem sönnunargagn í dómsalnum í gær og þá voru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem komu á vettvang einnig sýndar. Mátti þar sjá lögreglumenn krefja DePape um að sleppa hamrinum. Hann sagði þá: „Uh, nei“ (e. „Uh, nope“) og barði svo Pelosi í höfuðið með hamrinum. Réttarhöldum í málinu verður fram haldið þann 28. desember næstkomandi. Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Tengdar fréttir Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. 17. nóvember 2022 18:47 Innbrotið hjá Pelosi náðist á mynd en enginn var að horfa Innbrot á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í San Francisco náðist á öryggismyndavélar þinglögreglu Bandaríkjanna. Enginn lögregluþjónn fylgdist þó með myndavélinni. 2. nóvember 2022 16:17 Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15 Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Þetta kom fram þegar lögreglumaðurinn sem yfirheyrði hinn meinta árásarmann, David DePape, gaf skýrslu í dómsal í gær. Sagði hann að á „dauðalista“ árásarmannsins hafi einnig verið að finna Hunter Biden, son Joe Biden Bandaríkjaforeta, og Demókratann Gavin Newson, ríkisstjóra Kaliforníu, auk Tom Hanks. DePape er ákærður í sex liðum, meðal annars fyrir tilraun til manndráps vegna árásarinnar á Paul Pelosi þann 28. október síðastliðinn. DePape hefur neitað sök í öllum ákæruliðum. Stórleikarinn Tom Hanks á frumsýningu fyrr í mánuðinum.AP Dómari mat það sem svo að lokinni fjögurra tíma skýrslugjöf að sannanir væru nægar til að halda réttarhöldum áfram. Fram kom í máli saksóknara að DePape hafi ætlað sér að taka Nancy Pelosi í gíslingu, en að hún hafi verið í höfuðborginni Washington DC þegar ráðist var inn á heimilið. Í frétt BBC segir að símtal hins 82 ára Paul Pelosi til neyðarlínunnar hafi verið spilað í dómsal í gær. Kom þar fram að hann hafi ekki þekkt til árásarmannsins. Lögregla bar að garði skömmu áður en DePape barði Pelosi með hamri í höfuðið þannig að höfuðkúpa hans brotnaði. Nancy Pelosi og eiginmaður hennar Paul Pelosi.AP Hamarinn sem notaður var í árásinni var sýnt sem sönnunargagn í dómsalnum í gær og þá voru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem komu á vettvang einnig sýndar. Mátti þar sjá lögreglumenn krefja DePape um að sleppa hamrinum. Hann sagði þá: „Uh, nei“ (e. „Uh, nope“) og barði svo Pelosi í höfuðið með hamrinum. Réttarhöldum í málinu verður fram haldið þann 28. desember næstkomandi.
Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Tengdar fréttir Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. 17. nóvember 2022 18:47 Innbrotið hjá Pelosi náðist á mynd en enginn var að horfa Innbrot á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í San Francisco náðist á öryggismyndavélar þinglögreglu Bandaríkjanna. Enginn lögregluþjónn fylgdist þó með myndavélinni. 2. nóvember 2022 16:17 Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15 Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. 17. nóvember 2022 18:47
Innbrotið hjá Pelosi náðist á mynd en enginn var að horfa Innbrot á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í San Francisco náðist á öryggismyndavélar þinglögreglu Bandaríkjanna. Enginn lögregluþjónn fylgdist þó með myndavélinni. 2. nóvember 2022 16:17
Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15
Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01
Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23