Stóra fröllumálið: Tollalækkun „lítið skref fyrir Alþingi en stórt skref fyrir franskar kartöflur“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. desember 2022 16:35 Jóhann Páll steig fram og tók ábyrgð á málinu. Grafík Atkvæðagreiðsla um fjárlagabandorminn fer fram í dag. Meðal þeirra mála sem þingmenn hafa greitt atkvæði um er breytingartillaga Jóhanns Páls Jóhannssonar um lækkun á frönskutolli úr 76 prósentum í 46 prósent. Tollurinn er sá hæsti í prósentum talið á matvöru í íslensku tollskránni. Breytingartillagan var samþykkt með 57 atkvæðum og er ekki laust við að ákveðinn galsi hafi látið á sér kræla á þinginu þegar umræða um málið fór fram. Upphaf umræðu um frönskutollinn má rekja til ákvörðunar matvöruframleiðandans Þykkvabæjar frá því í ágúst en fyrirtækið hætti þá framleiðslu á frönskum kartöflum. Í kjölfar þessarar ákvörðunar Þykkvabæjar hvatti Félag atvinnurekenda stjórnvöld til þess að afnema frönskutollinn. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen sagði á sínum tíma að tollurinn verndaði eingöngu frönskuframleiðslu Þykkvabæjar. Samkvæmt útreikningum félagsins höfðu neytendur greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá árinu 2020. Sendu málið sín á milli eins og að um heita kartöflu væri að ræða Fljótt kom í ljós að ef tollurinn væri afnuminn gæti verð á frönskum kartöflum til neytenda lækkað þónokkuð. Ráðherrar bentu hvor á annan þegar svara var krafist og hentu málinu sín á milli eins og funheitri kartöflu. Á endanum lýsti Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar því yfir að hann myndi bera ábyrgð á málinu. Þann 20. september hafði hann þegar lagt til breytingartillögu á fjárlagabandorminum um afnám tollsins. Á endanum breytti Jóhann Páll tillögunni ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Breytingin fólst í því að leggja til að tollurinn yrði ekki afnuminn heldur lækkaður úr 76 prósentum niður í 46 prósent. „Freistandi að fella tillögur stjórnarandstöðunnar“ Í dag sagði Jóhann Páll í pontu að breyting þeirra tveggja hefði komið til vegna þess að hann taldi nægan meðbyr ekki vera til staðar fyrir algjöru afnámi tollsins. „Þetta mun nú ekki hafa mikil áhrif á verðlagningu held ég, þau áhrif verða hverfandi. Þetta getur hins vegar aukið aðeins á vöruúrvalið og þetta er bara svona táknrænt skref, við erum að afnema hérna 76 prósenta ofurtoll, hæsta prósentutollinn í tollskránni á matvöru. Þetta til dæmis liðkar fyrir frönskum kartöflum frá Bandaríkjunum og svoleiðis. Þannig að þetta er kannski lítið skref fyrir Alþingi en stórt skref fyrir franskar kartöflur sem eru framleiddar í Bandaríkjunum,“ sagði Jóhann Páll, og uppskar mikinn hlátur fyrir. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði glettinn, freistandi að fella þessa tillögu stjórnarandstöðunnar en tillagan væri í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. „Þó að það sé almennt freistandi að fella tillögur stjórnarandstöðunnar, svona prinsippsins vegna, þá verðum við að halda aftur af okkur vegna þess að með því værum við að skjóta okkur í fótinn þar sem tillagan gæti ekki komið aftur til afgreiðslu á þinginu. Það ætti vonandi að skapa góða stemmingu í þingsal að styðja þessa tillögu stjórnarandstöðunnar,“ sagði Bjarni. Skattar og tollar Matur Matvælaframleiðsla Alþingi Neytendur Tengdar fréttir Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. 24. ágúst 2022 14:17 Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. 7. september 2022 23:05 Ráðherrar vísa hver á annan um franskarnar: Sigmar segir Bjarna þurfa að taka nefið upp úr stórfyrirtækjunum Veitingamaður segir yfirvöld hygla erlendum neytendum en skattpína þá íslensku, með því að leggja háan toll á franskar kartöflur. Það gæti munað miklu fyrir landsmenn ef verndartollur sem ekkert verndar lengur yrði afnuminn - en ráðherrar vísa hver á annan. 9. september 2022 21:30 „Ég skal axla ábyrgð á þessu máli“ Þingmaður í stjórnarandstöðunni ætlar að taka ábyrgð í máli sem enginn annar virðist vilja taka ábyrgð á. 20. september 2022 21:30 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Upphaf umræðu um frönskutollinn má rekja til ákvörðunar matvöruframleiðandans Þykkvabæjar frá því í ágúst en fyrirtækið hætti þá framleiðslu á frönskum kartöflum. Í kjölfar þessarar ákvörðunar Þykkvabæjar hvatti Félag atvinnurekenda stjórnvöld til þess að afnema frönskutollinn. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen sagði á sínum tíma að tollurinn verndaði eingöngu frönskuframleiðslu Þykkvabæjar. Samkvæmt útreikningum félagsins höfðu neytendur greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá árinu 2020. Sendu málið sín á milli eins og að um heita kartöflu væri að ræða Fljótt kom í ljós að ef tollurinn væri afnuminn gæti verð á frönskum kartöflum til neytenda lækkað þónokkuð. Ráðherrar bentu hvor á annan þegar svara var krafist og hentu málinu sín á milli eins og funheitri kartöflu. Á endanum lýsti Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar því yfir að hann myndi bera ábyrgð á málinu. Þann 20. september hafði hann þegar lagt til breytingartillögu á fjárlagabandorminum um afnám tollsins. Á endanum breytti Jóhann Páll tillögunni ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Breytingin fólst í því að leggja til að tollurinn yrði ekki afnuminn heldur lækkaður úr 76 prósentum niður í 46 prósent. „Freistandi að fella tillögur stjórnarandstöðunnar“ Í dag sagði Jóhann Páll í pontu að breyting þeirra tveggja hefði komið til vegna þess að hann taldi nægan meðbyr ekki vera til staðar fyrir algjöru afnámi tollsins. „Þetta mun nú ekki hafa mikil áhrif á verðlagningu held ég, þau áhrif verða hverfandi. Þetta getur hins vegar aukið aðeins á vöruúrvalið og þetta er bara svona táknrænt skref, við erum að afnema hérna 76 prósenta ofurtoll, hæsta prósentutollinn í tollskránni á matvöru. Þetta til dæmis liðkar fyrir frönskum kartöflum frá Bandaríkjunum og svoleiðis. Þannig að þetta er kannski lítið skref fyrir Alþingi en stórt skref fyrir franskar kartöflur sem eru framleiddar í Bandaríkjunum,“ sagði Jóhann Páll, og uppskar mikinn hlátur fyrir. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði glettinn, freistandi að fella þessa tillögu stjórnarandstöðunnar en tillagan væri í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. „Þó að það sé almennt freistandi að fella tillögur stjórnarandstöðunnar, svona prinsippsins vegna, þá verðum við að halda aftur af okkur vegna þess að með því værum við að skjóta okkur í fótinn þar sem tillagan gæti ekki komið aftur til afgreiðslu á þinginu. Það ætti vonandi að skapa góða stemmingu í þingsal að styðja þessa tillögu stjórnarandstöðunnar,“ sagði Bjarni.
Skattar og tollar Matur Matvælaframleiðsla Alþingi Neytendur Tengdar fréttir Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. 24. ágúst 2022 14:17 Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. 7. september 2022 23:05 Ráðherrar vísa hver á annan um franskarnar: Sigmar segir Bjarna þurfa að taka nefið upp úr stórfyrirtækjunum Veitingamaður segir yfirvöld hygla erlendum neytendum en skattpína þá íslensku, með því að leggja háan toll á franskar kartöflur. Það gæti munað miklu fyrir landsmenn ef verndartollur sem ekkert verndar lengur yrði afnuminn - en ráðherrar vísa hver á annan. 9. september 2022 21:30 „Ég skal axla ábyrgð á þessu máli“ Þingmaður í stjórnarandstöðunni ætlar að taka ábyrgð í máli sem enginn annar virðist vilja taka ábyrgð á. 20. september 2022 21:30 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. 24. ágúst 2022 14:17
Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. 7. september 2022 23:05
Ráðherrar vísa hver á annan um franskarnar: Sigmar segir Bjarna þurfa að taka nefið upp úr stórfyrirtækjunum Veitingamaður segir yfirvöld hygla erlendum neytendum en skattpína þá íslensku, með því að leggja háan toll á franskar kartöflur. Það gæti munað miklu fyrir landsmenn ef verndartollur sem ekkert verndar lengur yrði afnuminn - en ráðherrar vísa hver á annan. 9. september 2022 21:30
„Ég skal axla ábyrgð á þessu máli“ Þingmaður í stjórnarandstöðunni ætlar að taka ábyrgð í máli sem enginn annar virðist vilja taka ábyrgð á. 20. september 2022 21:30