Viss um að Rússar geri aðra atlögu að Kænugarði Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2022 23:05 Úkraínskir hermenn skjóta á Rússa nærri Bakhmut í austurhluta landsins. AP/LIBKOS Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segist handviss um að Rússar muni gera aðra atlögu að Kænugarði. Þeir séu að þjálfa og vopna um tvö hundruð þúsund nýja hermenn og muni reyna að nota þá til að opna nýja víglínu á nýju ári. Herforinginn ræddi innrás Rússa í Úkraínu og hvað hann telur að geti gerst á næsta ári í viðtali við blaðamann Economist sem birt var í dag. Salúsjní ítrekaði að Úkraínumenn þyrftu fleiri skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna og skotfæra. Salúsjní segir að stríðið hafi byrjaði árið 2014. Eftir átta ára átök skilji hann og aðrir hermenn stríð mjög vel. Þegar innrásin hófst í febrúar hafi hann og aðrir í hernum notað þá þekkingu sem þeir hafa öðlast frá 2014. „Mikilvægasta reynslan sem við höfum öðlast og við stundum nánast eins og trúarbrögð, er að Rússar og aðrir óvinir verða að vera drepnir. Bara drepnir og það er mikilvægt að við séum ekki hræddir við það og það erum við að gera.“ Þá segir hann að það sem hafi breyst í febrúar hafi verið umfang stríðsins. Þann 24. febrúar hafi víglínan breyst úr því að vera 403 kílómetra löng í að vera um 2.500 kílómetrar. „Við skildum að við vorum ekki nógu öflugir. Því þurftum við að dreifa smærri sveitum okkar svo við gætum beitt óhefðbundnum aðferðum til að stöðva innrásina,“ sagði Salúsjní. Innrásin var stöðvuð og síðan þá hafa Rússar hörfað frá svæðinu við Kænugarð, Kharkív-héraði og stórum hluta Kherson-héraðs. Salúsjní segir að Rússar séu að byggja upp nýjan her með um tvö hundruð þúsund mönnum sem hafi verið kvaddir í herinn og ætli sér að gera umfangsmikla árás á næsta ári. Herforinginn segir að þessi árás gæti átt sér stað strax í janúar en líklegra sé að af henni verði nær vorinu. „Ég er ekki í nokkrum vafa með að þeir muni gera aðra atlögu að Kænugarði,“ sagði Salúsjní við Economist. For us, for the military, the war began in 2014. Read our interview https://t.co/UMnvXWqtE6— The Economist (@TheEconomist) December 15, 2022 Segir þörf á meiri hergögnum Í millitíðinni segir herforinginn að Rússar reyni að koma í veg fyrir að Úkraínumenn geti gert eigin gagnárásir. Þess vegna sé barist víðsvegar á víglínunni, sem nú sé um 1.500 kílómetra löng. Salúsjní sagði að Úkraínumenn þyrftu nauðsynlega að halda aftur af Rússum, því það væri mun erfiðara að reka þá á brott en að verjast þeim. Á meðan þeir verjist Rússum þurfi þeir einnig að undirbúa sig fyrir komandi árás sem Salúsjní á von á. „Ég veit að ég get sigrað þennan óvin en ég þarf hergögn,“ sagði Salúsjní. „Ég þarf þrjú hundruð skriðdreka, sex hundruð bryndreka, fimm hundruð fallbyssur. Þá held ég að það væri algerlega raunhæft að ná aftur línunum frá 23. febrúar.“ Salúsjní sagðist ekki geta sigrað Rússa með tveimur stórfylkjum (e. Brigade) en hann hefði það sem hann hefði. Hann sagðist þó sannfærður um að Úkraínumenn muni frelsa mun meira landsvæði. Hann sagði loftvarnir einnig gífurlega mikilvægar. Sjá einnig: Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Rússar sagðir skorta skotfæri Ekki eru allir sammála Salúsjní um að von sé á umfangsmikilli árás Rússa. Ráðamenn og sérfræðingar á Vesturlöndum segja útlit fyrir að Rússar eigi í töluverðum vandræðum með skotfæri fyrir stórskotalið sitt og það muni koma verulega niður á getu þeirra til að sækja fram gegn Úkraínumönnum á komandi mánuðum. Rússar eru sagðir hafa reynt að kaupa skotfæri frá Íran og Norður-Kóreu. Bæði Rússar og Úkraínumenn skjóta tugum þúsunda skota úr stórskotaliðsvopnum á hverjum mánuði og hafa vopnin reynst gífurlega mikilvæg í átökunum. Víða á Vesturlöndum er verið að auka framleiðslugetu á skotfærum og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Auka umfang þjálfunar Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að bandarískir hermenn myndu þjálfa fleiri úkraínska hermenn en gert hefur verið hingað til. Alls hafa Bandaríkjamenn þjálfað um 3.100 Úkraínumenn í notkun og viðhaldi vopnakerfa eins og stórskotaliðsvopna og HIMARS-eldflaugakerfisins. Í janúar stendur til að byrja að þjálfa um fimm hundruð úkraínska hermenn á mánuði. AP fréttaveitan segir að þjálfunina eigi að nota til að byggja upp stóra herdeild og mun hún að miklu leyti snúa að því að þjálfun í því að sækja fram Úkraínskir hermenn hafa fengið þjálfun víða í Evrópu á undanförnum mánuðum. Sú þjálfun hefur að mestu snúið að notkun vopna sem bakhjarlar Úkraínu hafa sent til landsins og birgðaflutningum og skipulagi. Bretar hafa þar að auki þjálfað fjölda úkraínskra hermanna í grunnatriðum herþjónustu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugaárásir gerðar á miðborg Kænugarðs Rússar gerðu eldflaugaárás á miðborg Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, snemma í morgun. Vitali Klitschko borgarstjóri greinir frá því á samfélagsmiðlum að sprengingar hafi orðið í Sjevtsjenkiskíj-hverfinu og að björgunaraðilar séu nú að störfum á vettvangi. 14. desember 2022 07:10 Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07 Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að hin „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, hefði staðið lengur yfir en hann bjóst við. Hins vegar hefði Rússum tekist að ná landsvæði og sagði hann að kjarnorkuvopn Rússlands hefðu komið í veg fyrir að átökin stigmögnuðust. 8. desember 2022 11:04 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Herforinginn ræddi innrás Rússa í Úkraínu og hvað hann telur að geti gerst á næsta ári í viðtali við blaðamann Economist sem birt var í dag. Salúsjní ítrekaði að Úkraínumenn þyrftu fleiri skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna og skotfæra. Salúsjní segir að stríðið hafi byrjaði árið 2014. Eftir átta ára átök skilji hann og aðrir hermenn stríð mjög vel. Þegar innrásin hófst í febrúar hafi hann og aðrir í hernum notað þá þekkingu sem þeir hafa öðlast frá 2014. „Mikilvægasta reynslan sem við höfum öðlast og við stundum nánast eins og trúarbrögð, er að Rússar og aðrir óvinir verða að vera drepnir. Bara drepnir og það er mikilvægt að við séum ekki hræddir við það og það erum við að gera.“ Þá segir hann að það sem hafi breyst í febrúar hafi verið umfang stríðsins. Þann 24. febrúar hafi víglínan breyst úr því að vera 403 kílómetra löng í að vera um 2.500 kílómetrar. „Við skildum að við vorum ekki nógu öflugir. Því þurftum við að dreifa smærri sveitum okkar svo við gætum beitt óhefðbundnum aðferðum til að stöðva innrásina,“ sagði Salúsjní. Innrásin var stöðvuð og síðan þá hafa Rússar hörfað frá svæðinu við Kænugarð, Kharkív-héraði og stórum hluta Kherson-héraðs. Salúsjní segir að Rússar séu að byggja upp nýjan her með um tvö hundruð þúsund mönnum sem hafi verið kvaddir í herinn og ætli sér að gera umfangsmikla árás á næsta ári. Herforinginn segir að þessi árás gæti átt sér stað strax í janúar en líklegra sé að af henni verði nær vorinu. „Ég er ekki í nokkrum vafa með að þeir muni gera aðra atlögu að Kænugarði,“ sagði Salúsjní við Economist. For us, for the military, the war began in 2014. Read our interview https://t.co/UMnvXWqtE6— The Economist (@TheEconomist) December 15, 2022 Segir þörf á meiri hergögnum Í millitíðinni segir herforinginn að Rússar reyni að koma í veg fyrir að Úkraínumenn geti gert eigin gagnárásir. Þess vegna sé barist víðsvegar á víglínunni, sem nú sé um 1.500 kílómetra löng. Salúsjní sagði að Úkraínumenn þyrftu nauðsynlega að halda aftur af Rússum, því það væri mun erfiðara að reka þá á brott en að verjast þeim. Á meðan þeir verjist Rússum þurfi þeir einnig að undirbúa sig fyrir komandi árás sem Salúsjní á von á. „Ég veit að ég get sigrað þennan óvin en ég þarf hergögn,“ sagði Salúsjní. „Ég þarf þrjú hundruð skriðdreka, sex hundruð bryndreka, fimm hundruð fallbyssur. Þá held ég að það væri algerlega raunhæft að ná aftur línunum frá 23. febrúar.“ Salúsjní sagðist ekki geta sigrað Rússa með tveimur stórfylkjum (e. Brigade) en hann hefði það sem hann hefði. Hann sagðist þó sannfærður um að Úkraínumenn muni frelsa mun meira landsvæði. Hann sagði loftvarnir einnig gífurlega mikilvægar. Sjá einnig: Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Rússar sagðir skorta skotfæri Ekki eru allir sammála Salúsjní um að von sé á umfangsmikilli árás Rússa. Ráðamenn og sérfræðingar á Vesturlöndum segja útlit fyrir að Rússar eigi í töluverðum vandræðum með skotfæri fyrir stórskotalið sitt og það muni koma verulega niður á getu þeirra til að sækja fram gegn Úkraínumönnum á komandi mánuðum. Rússar eru sagðir hafa reynt að kaupa skotfæri frá Íran og Norður-Kóreu. Bæði Rússar og Úkraínumenn skjóta tugum þúsunda skota úr stórskotaliðsvopnum á hverjum mánuði og hafa vopnin reynst gífurlega mikilvæg í átökunum. Víða á Vesturlöndum er verið að auka framleiðslugetu á skotfærum og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Auka umfang þjálfunar Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að bandarískir hermenn myndu þjálfa fleiri úkraínska hermenn en gert hefur verið hingað til. Alls hafa Bandaríkjamenn þjálfað um 3.100 Úkraínumenn í notkun og viðhaldi vopnakerfa eins og stórskotaliðsvopna og HIMARS-eldflaugakerfisins. Í janúar stendur til að byrja að þjálfa um fimm hundruð úkraínska hermenn á mánuði. AP fréttaveitan segir að þjálfunina eigi að nota til að byggja upp stóra herdeild og mun hún að miklu leyti snúa að því að þjálfun í því að sækja fram Úkraínskir hermenn hafa fengið þjálfun víða í Evrópu á undanförnum mánuðum. Sú þjálfun hefur að mestu snúið að notkun vopna sem bakhjarlar Úkraínu hafa sent til landsins og birgðaflutningum og skipulagi. Bretar hafa þar að auki þjálfað fjölda úkraínskra hermanna í grunnatriðum herþjónustu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugaárásir gerðar á miðborg Kænugarðs Rússar gerðu eldflaugaárás á miðborg Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, snemma í morgun. Vitali Klitschko borgarstjóri greinir frá því á samfélagsmiðlum að sprengingar hafi orðið í Sjevtsjenkiskíj-hverfinu og að björgunaraðilar séu nú að störfum á vettvangi. 14. desember 2022 07:10 Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07 Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að hin „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, hefði staðið lengur yfir en hann bjóst við. Hins vegar hefði Rússum tekist að ná landsvæði og sagði hann að kjarnorkuvopn Rússlands hefðu komið í veg fyrir að átökin stigmögnuðust. 8. desember 2022 11:04 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Eldflaugaárásir gerðar á miðborg Kænugarðs Rússar gerðu eldflaugaárás á miðborg Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, snemma í morgun. Vitali Klitschko borgarstjóri greinir frá því á samfélagsmiðlum að sprengingar hafi orðið í Sjevtsjenkiskíj-hverfinu og að björgunaraðilar séu nú að störfum á vettvangi. 14. desember 2022 07:10
Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07
Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að hin „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, hefði staðið lengur yfir en hann bjóst við. Hins vegar hefði Rússum tekist að ná landsvæði og sagði hann að kjarnorkuvopn Rússlands hefðu komið í veg fyrir að átökin stigmögnuðust. 8. desember 2022 11:04