„Þetta er bara mjög óheppilegt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2022 15:01 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir afgreiðslu meirihluta fjárlaganefndar á viðbótarstyrkjum, sem ætlaðir voru sjónvarpsframleiðslu á landsbyggðinni, óheppilega. Tillögu meirihluta fjárlaganefndar um hundrað milljón króna stuðning við rekstur fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigin efni fyrir sjónvarpsstöð var mætt með verulegri gagnrýni þegar upplýst var í gær að hún var lögð fram í kjölfar beiðnar framkvæmdastjóra norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4. Framkvæmdastjórinn, María Björk Ingvadóttir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún hefði sent erindið á nefndina að sérstakri beiðni Ingibjargar Isaksen, þingmanns Framsóknar í norðausturkjördæmi. Sigurður Ingi setur fyrirvara við skýringar Maríu. „Ég held að þetta sé nú oftúlkun,“ segir ráðherrann. Það komi oft fyrir að þingmenn beini því til fólks í samfélaginu að leita stuðnings í ráðuneytum eða á þinginu. „Það er fullkomlega eðlilegt og ég held að það geri það nánast allir kjörnir fulltrúar á hverjum degi. [...] Ef einhver kemur að máli við þig og spyr: Hvar get ég leitað eftir stuðningi? Þá reynir þú eðlilega sem kjörinn fulltrúi að beina því þangað sem þú heldur að viðkomandi geti fengið einhvern stuðning.“ En hvaða mat leggur Sigurður Ingi á málið í heild sinni? „Þetta er bara mjög óheppilegt og ég held á margan hátt vanhugsað. Ég skil vel áherslur fjárlaganefndar meirihlutans á að staða fjölmiðla almennt sé slæm, og sérstaklega slæm á landsbyggðinni. Og það hafi verið hugmyndin.. Og mér sýnist þau bara að árétta það í þessu framhaldsnefndaráliti.“ Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Tengdar fréttir Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06 Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Tillögu meirihluta fjárlaganefndar um hundrað milljón króna stuðning við rekstur fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigin efni fyrir sjónvarpsstöð var mætt með verulegri gagnrýni þegar upplýst var í gær að hún var lögð fram í kjölfar beiðnar framkvæmdastjóra norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4. Framkvæmdastjórinn, María Björk Ingvadóttir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún hefði sent erindið á nefndina að sérstakri beiðni Ingibjargar Isaksen, þingmanns Framsóknar í norðausturkjördæmi. Sigurður Ingi setur fyrirvara við skýringar Maríu. „Ég held að þetta sé nú oftúlkun,“ segir ráðherrann. Það komi oft fyrir að þingmenn beini því til fólks í samfélaginu að leita stuðnings í ráðuneytum eða á þinginu. „Það er fullkomlega eðlilegt og ég held að það geri það nánast allir kjörnir fulltrúar á hverjum degi. [...] Ef einhver kemur að máli við þig og spyr: Hvar get ég leitað eftir stuðningi? Þá reynir þú eðlilega sem kjörinn fulltrúi að beina því þangað sem þú heldur að viðkomandi geti fengið einhvern stuðning.“ En hvaða mat leggur Sigurður Ingi á málið í heild sinni? „Þetta er bara mjög óheppilegt og ég held á margan hátt vanhugsað. Ég skil vel áherslur fjárlaganefndar meirihlutans á að staða fjölmiðla almennt sé slæm, og sérstaklega slæm á landsbyggðinni. Og það hafi verið hugmyndin.. Og mér sýnist þau bara að árétta það í þessu framhaldsnefndaráliti.“
Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Tengdar fréttir Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06 Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06
Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01