Segir framkomu fjárlaganefndar í N4-málinu ekkert annað en skandal Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2022 14:57 Hanna Katrín Friðriksson og flokkssystkini hennar hafa gagnrýnt meðferð fjárlaganefndar. Helga Vala Helgadóttir í Samfylkingunni hefur gert það sömuleiðis. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Viðreisnar segir vinnubrögð meirihluta fjárlaganefndar vegna 100 milljóna fjárstuðnings við N4 vera skandal. Stefnt er að því að ljúka þingstörfum fyrir jól í dag en það gæti þó dregist fram á morgundaginn. Fjárlög næsta árs koma til loka atkvæðagreiðslu nú um hádegisbil og gæti tekið nokkurn tíma þar sem greidd verða atkvæði um nokkrar breytingartillögur og þingmenn gera sjálfsagt margir grein fyrir atkvæði sínu. Í framhaldinu verða síðan greidd atkvæði um átta önnur þingmál eins og frumvarp um leiðgubílaakstur sem væntanlega verður að lögum í dag. Nú fyrir hádegi ræddu þingmenn ýmis mál undir liðnum störf þingsins. Nokkrir þeirra gerðu ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar um sérstakan 100 milljón króna styrk til sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Akureyri að umræðuefni. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar setti málið í samhengi við fyrirheit um vönduð og gagnsæ vinnubrögð sem sett hafi verið fram með lögum um opinber fjármál árið 2015. Með þessum vinnubrögðum hefði meirihlutinn kippt fyrirkomulagi um styrki tll fjölmiðla úr sambandi. Beiðni N4 um styrkinn hefði komið fram eftir að Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins hefði greint forsvarsmanni N4 frá því að slík beiðni gæti skilað sér. „En með tilliti til ábyrgra fjármála þá er þessi framkoma meirihluta fjárlaganefndar ekkert annað en skandall,“ sagði Hanna Katrín. Sigmar Guðmundsson úr sama flokki var á sama máli. „Þetta er algerlega nákvæmlega eins og ég myndi leggja til að veittur yrði almennur fjárhagsstyrkur til landsmanna en hafa það skilyrði að þeir einir geti sótt um sem eru 53 ára gamlir karlmenn sem hafa starfað í að minnsta kosti tvo áratugi á fjölmiðlum, eru búsettir í Blönduhlíð og eiga íslenskan fjárhund. Fjárveitingin er sögð almenn en skilyrðin eru klæðskerasaumuð að einum aðila,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók undir með honum og undraðist þessa afgreiðslu á sama tíma og ekki hefði verið hægt að bæta hag þeirra verst settu í þjóðfélaginu með svipaðri upphæð. „En það virtist vera einhvers staðar í skúmaskotum og bakherbergjum engin einasti vandi að sýna þá rótgrónu spillingu sem er hér, ef á að hyggla einhverjum ákveðnum, og ef hagsmunagæslan fær að njóta sín, þegar fundnar eru þessar hundrað milljónir til einkarekins fjölmiðils úti á landi. Burtséð frá því hversu frábær fjölmiðillinn er. Spurningin snýst ekki um það,“ sagði Inga Sæland. Fjölmiðlar Alþingi Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar bað framkvæmdastjóra N4 að óska eftir styrk Framkvæmdastjóri hjá N4 á Akureyri segir þingmann Framsóknar hafa óskað sérstaklega eftir því að sjónvarpsstöðin bæði fjárlaganefnd um styrk. Þá sé stöðin sannarlega fjölmiðill, þrátt fyrir að meginþungi framleiðslunnar sé kostað efni. Nefndarmaður í fjárlaganefnd þvertekur fyrir að nefndin hafi misstigið sig í málinu. 15. desember 2022 23:59 Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Fjárlög næsta árs koma til loka atkvæðagreiðslu nú um hádegisbil og gæti tekið nokkurn tíma þar sem greidd verða atkvæði um nokkrar breytingartillögur og þingmenn gera sjálfsagt margir grein fyrir atkvæði sínu. Í framhaldinu verða síðan greidd atkvæði um átta önnur þingmál eins og frumvarp um leiðgubílaakstur sem væntanlega verður að lögum í dag. Nú fyrir hádegi ræddu þingmenn ýmis mál undir liðnum störf þingsins. Nokkrir þeirra gerðu ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar um sérstakan 100 milljón króna styrk til sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Akureyri að umræðuefni. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar setti málið í samhengi við fyrirheit um vönduð og gagnsæ vinnubrögð sem sett hafi verið fram með lögum um opinber fjármál árið 2015. Með þessum vinnubrögðum hefði meirihlutinn kippt fyrirkomulagi um styrki tll fjölmiðla úr sambandi. Beiðni N4 um styrkinn hefði komið fram eftir að Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins hefði greint forsvarsmanni N4 frá því að slík beiðni gæti skilað sér. „En með tilliti til ábyrgra fjármála þá er þessi framkoma meirihluta fjárlaganefndar ekkert annað en skandall,“ sagði Hanna Katrín. Sigmar Guðmundsson úr sama flokki var á sama máli. „Þetta er algerlega nákvæmlega eins og ég myndi leggja til að veittur yrði almennur fjárhagsstyrkur til landsmanna en hafa það skilyrði að þeir einir geti sótt um sem eru 53 ára gamlir karlmenn sem hafa starfað í að minnsta kosti tvo áratugi á fjölmiðlum, eru búsettir í Blönduhlíð og eiga íslenskan fjárhund. Fjárveitingin er sögð almenn en skilyrðin eru klæðskerasaumuð að einum aðila,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók undir með honum og undraðist þessa afgreiðslu á sama tíma og ekki hefði verið hægt að bæta hag þeirra verst settu í þjóðfélaginu með svipaðri upphæð. „En það virtist vera einhvers staðar í skúmaskotum og bakherbergjum engin einasti vandi að sýna þá rótgrónu spillingu sem er hér, ef á að hyggla einhverjum ákveðnum, og ef hagsmunagæslan fær að njóta sín, þegar fundnar eru þessar hundrað milljónir til einkarekins fjölmiðils úti á landi. Burtséð frá því hversu frábær fjölmiðillinn er. Spurningin snýst ekki um það,“ sagði Inga Sæland.
Fjölmiðlar Alþingi Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar bað framkvæmdastjóra N4 að óska eftir styrk Framkvæmdastjóri hjá N4 á Akureyri segir þingmann Framsóknar hafa óskað sérstaklega eftir því að sjónvarpsstöðin bæði fjárlaganefnd um styrk. Þá sé stöðin sannarlega fjölmiðill, þrátt fyrir að meginþungi framleiðslunnar sé kostað efni. Nefndarmaður í fjárlaganefnd þvertekur fyrir að nefndin hafi misstigið sig í málinu. 15. desember 2022 23:59 Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Þingmaður Framsóknar bað framkvæmdastjóra N4 að óska eftir styrk Framkvæmdastjóri hjá N4 á Akureyri segir þingmann Framsóknar hafa óskað sérstaklega eftir því að sjónvarpsstöðin bæði fjárlaganefnd um styrk. Þá sé stöðin sannarlega fjölmiðill, þrátt fyrir að meginþungi framleiðslunnar sé kostað efni. Nefndarmaður í fjárlaganefnd þvertekur fyrir að nefndin hafi misstigið sig í málinu. 15. desember 2022 23:59
Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01