Fjárlög samþykkt og næsti þingfundur 23. janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 19:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hittast á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Þingið er hins vegar komið í jólafrí. Vísir/Vilhelm Fjárlög fyrir árið 2023 voru samþykkt á Alþingi nú síðdegis. Þar með er Alþingi komið í jólafrí. Stjórnarflokkarnir segja að áframhaldandi styrking innviða og grunnþjónusta og áhersla á að verja kaupmátt og viðhalda raunvirði bóta almannatrygginga séu meginstef fjárlaganna. „Lögin tryggja aukin framlög til nokkurra veigamikilla málaflokka. Þar vega heilbrigðismál þyngst, sem fá um 343 ma.kr. í framlög. Að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum þá eru framlög til heilbrigðismála aukin um um ríflega 17 ma.kr. frá gildandi fjárlögum eða sem nemur 5,5%.Einnig má nefna löggæslumál, málefni öryrkja og fatlaðs fólks, orkumál og nýsköpun, þar sem verulega er bætt í framlög. Á sama tíma er staðinn vörður um þau meginmarkmið opinberra fjármála að stöðva hækkun skuldahlutfalla,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þá eru talin upp nokkur áherslumál ríkisstjórnarinnar í fjárlögum: Stuðningsaðgerðir í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði: Barnabótakerfið styrkt og eflt, þar sem tæplega 3.000 fleiri fjölskyldur fá barnabætur, grunnfjárhæðir og skerðingarmörk hækka, húsnæðisbætur verða hækkaðar um 13,8% á næsta ári til viðbótar við 10% hækkun í júní sl. og tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%, Eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% í upphafi árs 2023 5 ma.kr. færðir frá ríki til sveitarfélaga í tengslum við málefni fatlaðs fólk Áframhaldandi mikill stuðningur við rannsóknir og þróun Átaksverkefni til kaupa á hreinorkuökutækjum til bílaleiga Fjöldatakmörk raf- og vetnisbíla sem fá skattaívilnun afnumin á næsta ári Hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna öryrkja í 200 þús. kr. á mánuði Enn frekari styrking Landspítala 1 ma.kr. til að vinna gegn langtímaáhrifum kórónuveirufaraldursins Aukin framlög til löggæslumála Framlög vegna fjölgunar einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd og stuðnings við Úkraínu Fram kemur á vef Alþingis að þingið hafi verið að störfum frá 13. september til 16. desember. Þingfundir voru samtals 52 og stóðu í tæpar 296 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var 5 klukkustundir og 35 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 14 klukkustundir og 35 mín. Lengsta umræðan var um fjárlög 2023 en hún stóð samtals í 62 klst og 9 mínútur. Þingfundadagar voru alls 46. Af 150 frumvörpum urðu alls 26 að lögum og 124 voru óútrædd. Af 121 þingsályktunartillögu voru sex samþykktar og 115 tillögur voru óútræddar. Sex skriflegar skýrslur voru lagðar fram. Tíu beiðnir um skýrslur komu fram, þar af níu til ráðherra og ein til ríkisendurskoðanda. Þrjár munnlegar skýrslur ráðherra voru fluttar. Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 298. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 29 og var tólf svarað. 269 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 127 þeirra svarað, 142 biðu svars er þingi var frestað. Þingmál til meðferðar í þinginu voru 587 og tala þingskjala var 867. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 131. Sérstakar umræður voru 17. Samtals höfðu verið haldnir 152 fundir hjá fastanefndum þegar þingfundum var frestað 16. desember. Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Stjórnarflokkarnir segja að áframhaldandi styrking innviða og grunnþjónusta og áhersla á að verja kaupmátt og viðhalda raunvirði bóta almannatrygginga séu meginstef fjárlaganna. „Lögin tryggja aukin framlög til nokkurra veigamikilla málaflokka. Þar vega heilbrigðismál þyngst, sem fá um 343 ma.kr. í framlög. Að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum þá eru framlög til heilbrigðismála aukin um um ríflega 17 ma.kr. frá gildandi fjárlögum eða sem nemur 5,5%.Einnig má nefna löggæslumál, málefni öryrkja og fatlaðs fólks, orkumál og nýsköpun, þar sem verulega er bætt í framlög. Á sama tíma er staðinn vörður um þau meginmarkmið opinberra fjármála að stöðva hækkun skuldahlutfalla,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þá eru talin upp nokkur áherslumál ríkisstjórnarinnar í fjárlögum: Stuðningsaðgerðir í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði: Barnabótakerfið styrkt og eflt, þar sem tæplega 3.000 fleiri fjölskyldur fá barnabætur, grunnfjárhæðir og skerðingarmörk hækka, húsnæðisbætur verða hækkaðar um 13,8% á næsta ári til viðbótar við 10% hækkun í júní sl. og tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%, Eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% í upphafi árs 2023 5 ma.kr. færðir frá ríki til sveitarfélaga í tengslum við málefni fatlaðs fólk Áframhaldandi mikill stuðningur við rannsóknir og þróun Átaksverkefni til kaupa á hreinorkuökutækjum til bílaleiga Fjöldatakmörk raf- og vetnisbíla sem fá skattaívilnun afnumin á næsta ári Hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna öryrkja í 200 þús. kr. á mánuði Enn frekari styrking Landspítala 1 ma.kr. til að vinna gegn langtímaáhrifum kórónuveirufaraldursins Aukin framlög til löggæslumála Framlög vegna fjölgunar einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd og stuðnings við Úkraínu Fram kemur á vef Alþingis að þingið hafi verið að störfum frá 13. september til 16. desember. Þingfundir voru samtals 52 og stóðu í tæpar 296 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var 5 klukkustundir og 35 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 14 klukkustundir og 35 mín. Lengsta umræðan var um fjárlög 2023 en hún stóð samtals í 62 klst og 9 mínútur. Þingfundadagar voru alls 46. Af 150 frumvörpum urðu alls 26 að lögum og 124 voru óútrædd. Af 121 þingsályktunartillögu voru sex samþykktar og 115 tillögur voru óútræddar. Sex skriflegar skýrslur voru lagðar fram. Tíu beiðnir um skýrslur komu fram, þar af níu til ráðherra og ein til ríkisendurskoðanda. Þrjár munnlegar skýrslur ráðherra voru fluttar. Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 298. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 29 og var tólf svarað. 269 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 127 þeirra svarað, 142 biðu svars er þingi var frestað. Þingmál til meðferðar í þinginu voru 587 og tala þingskjala var 867. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 131. Sérstakar umræður voru 17. Samtals höfðu verið haldnir 152 fundir hjá fastanefndum þegar þingfundum var frestað 16. desember.
Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira