Blindir sjá fyrir sér mun verri þjónustu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. desember 2022 12:36 Leigubílstjórar hringsóluðu í kringum Dómkirkjuna og utan við Alþingishúsið í mótmælaskyni þegar atkvæðagreiðsla um leigubílafrumvarpið fór fram í vikunni. Aðsend Leigubílafrumvarp sem rýmkar skilyrði til að reka leigubíl var samþykkt í gær. Leigubílstjórar hyggjast leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins og formaður Blindrafélagsins hefur áhyggjur af því að þjónusta við fatlaða muni versna til muna. Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt í gær. Allir viðstaddir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja greiddu atkvæði með frumvarpinu en þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins greiddu atkvæði á móti frumvarpinu. Sjá einnig: Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum Með frumvarpinu eru ýmis skilyrði leigubifreiðaaksturs afnumin. Félagsmenn bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra munu leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins. Sigþór Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins lýsir einnig áhyggjum yfir því að þjónustan muni versna til muna í kjölfar breytinganna og vísar til samtala við kollega sína í Skandinavíu eftir að álíka breytingar voru gerðar á leigubílakerfi þar. „Þar bæði versnaði þjónustan og öryggið fyrir því að þjónustan væri tilhlýðlega góð. Við höfum heyrt sögur af fólki sem var skilið eftir á miðri götu eftir að bílstjóri nennti ekki að leita að staðnum sem hann átti að keyra á,“ segir Sigþór og bætir við að í umræðunni um leigubíla hafi verið einblínt á að bíla vanti um helgar. Blindrafélagið sé hins vegar að horfa til að bílar séu til staðar allan sólarhringinn og alla virka daga. Hann segir afnám á stöðvarskyldu geta orðið til þess að þjónustan versni til muna „Eins og kerfið hefur verið þá er sá bílstjóri sem verður uppvís að einhvers konar misferli umsvifalaust tekinn úr þeirri þjónustu og það gerist í gegnum stöðina. Manni hefur fundist umræðan öll snúast um föstudags- og laugardagskvöld en enginn er að horfa til þess að leigubílar eiga að vera til staðar allan sólarhringinn daga ársins. Okkar hópur reiðir sig á leigubíla til að komast til og frá vinnu en við höfum áhyggjur af framboðinu,“ segir Sigþór að lokum. Leigubílar Alþingi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt í gær. Allir viðstaddir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja greiddu atkvæði með frumvarpinu en þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins greiddu atkvæði á móti frumvarpinu. Sjá einnig: Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum Með frumvarpinu eru ýmis skilyrði leigubifreiðaaksturs afnumin. Félagsmenn bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra munu leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins. Sigþór Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins lýsir einnig áhyggjum yfir því að þjónustan muni versna til muna í kjölfar breytinganna og vísar til samtala við kollega sína í Skandinavíu eftir að álíka breytingar voru gerðar á leigubílakerfi þar. „Þar bæði versnaði þjónustan og öryggið fyrir því að þjónustan væri tilhlýðlega góð. Við höfum heyrt sögur af fólki sem var skilið eftir á miðri götu eftir að bílstjóri nennti ekki að leita að staðnum sem hann átti að keyra á,“ segir Sigþór og bætir við að í umræðunni um leigubíla hafi verið einblínt á að bíla vanti um helgar. Blindrafélagið sé hins vegar að horfa til að bílar séu til staðar allan sólarhringinn og alla virka daga. Hann segir afnám á stöðvarskyldu geta orðið til þess að þjónustan versni til muna „Eins og kerfið hefur verið þá er sá bílstjóri sem verður uppvís að einhvers konar misferli umsvifalaust tekinn úr þeirri þjónustu og það gerist í gegnum stöðina. Manni hefur fundist umræðan öll snúast um föstudags- og laugardagskvöld en enginn er að horfa til þess að leigubílar eiga að vera til staðar allan sólarhringinn daga ársins. Okkar hópur reiðir sig á leigubíla til að komast til og frá vinnu en við höfum áhyggjur af framboðinu,“ segir Sigþór að lokum.
Leigubílar Alþingi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira